Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 28
122 KIRKJURITIÐ marga alnafna, sem voru af öðru og verra sauðarhúsi. En verst var þetta: Þrátt fyrir alla jafnaðarmennskuna er mikill stétta- skipting í Svíaveldi og strangur greinarmunur gerður á almúga og aðli, meira að segja betri borgurum og æðri embættismönn- um. Og það hefir þótt brenna við að menn, sem hétu hinum algengustu nöfnum, væru taldir til alþýðu, hvað sem öllu öðru liði, þættu jafnvel ekki hlutgengnir til metorða innan hersins né í eftirsótt embætti. Það voru því forréttindi að vera borinn til nafns, sem endaði á „ström“, „dahl“, „lund“, „berg“ og þar fram eftir götunum. Hvað þá að nefnast „kvist“ (Rosenkvist) eða „skjöld“ (Hamm- arskjöld). Til þess að greiða úr vandanum og gera tilraun til að jafna metin, hefir verið leitt í lög, að mönnum er heimilt að taka sér ný nöfn fyrir vægt gjald. Karen Koch, sem var fyrsti kvenráð- herra Svíþjóðar, veitir skrifstofu þeirri forstöðu, sem annast af- greiðslu þessara mála. Er sagt, að miklar hafi annirnar verið fyrir jólin, því að ótal vildu eignast nýtt nafn í jóla- og nýársgjöf. Heimtað er að menn heiti „sænskum“ nöfnum, og 1920 var gef- in út heljarmikil nafnaskrá að góðra manna ráðum, þar sem talin voru upp margs konar nöfn mönnum til vísbendingar. En sagt er, að sú mikla bók sé senn uppurin. Og ekki þyki nú öll nöfnin jafn smekkleg, eins og gengur. Þetta dæmi virðist mér benda til þess, að oss íslending- um sé hollast að lialda oss við sið feðra vorra og að öll börn kenni sig við föður sinn, svo sem tíðkast hefur frá því er landið byggðist. Það er þess vegna gleðifrétt, að þingmenn sýnast lítt hneigjast til fylgis við frekari göngu út á ættarnafnabrautina. Hitt er annað mál og þessu samt skylt, að betur þyrfti að gæta þess að ekki væri skírt neinum ónefnum. Ekki eigum vér prestarnir alla sök á því, þegar það er gert. Lögin eru nokkuð þung í vöfunum að því er þetta varðar, þar sem Háskólinn á úrslitaatkvæðið, ef upp kemur ágreiningur milli prestsins og að- standenda um nafngiftina. Hér sem víðar veldur mestu, að al- menningur hafi heilbrigðan smekk. Norræn nöfn ættu öllum að vera kærust. Og jafnan ættu foreldrar að hugleiða það, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.