Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 25
PISTLAR 119 safnaðarlífs. Án hennar er vart unnt að umbæta og fegra kirkjurn- ar að nokkru verulegu ráði, eða reisa nýjar, þótt þeirra sé þörf. Margs konar kristileg fræðslu- og líknarstarfsemi og þjónusta kemur líka tæpast til greina fyrr en safnaðarvitundin er vakin og efld. Þetta er rniklu hægari vandi þar sem um fríkirkjur er að ræða. Þar verður söfnuðinum Ijóst, að hann verður að bera bagga sína og leysa sína hnúta. Líka að halda eldinum lifandi. En einn- ig innan þjóðkirknanna, erlendis og hérlendis, verða menn stöð- ugt að leita gamalla og nýrra úrræða til að vekja áhugann og hvetja menn til starfa. Hvað sem segja má um „guðsþjónusturnar", verður því ekki neitað, að þær eru arineldur safnaðanna. Þær eru þess vegna ekkert aukaatriði, heldur lífsnauðsyn. En hvemig á að safna fólki saman í kirkjur eða á aðra guðsþjónustustaði á þessum tím- um, þegar allir eru ofmettaðir af orðum og hljómum? Hvernig á að fá menn til að skilja, að þeir hafi gagn af að fara í kirkju, — já, beri líka raunar skylda til þess, sem meðlimum safnaðarins? Þessa skilnings gætir meira í sveitum en bæjum. Þar finna fleiri foreldrar til þess, að þeir verða að fara með börnunum sínum til kirkjunnar til að halda þeim á vegi kristninnar, og láta ekki hið heilaga log slokkna á altarinu. Jafnframt því, að þeir leita sjálfum sér sálubóta. Annars eiga menn hér mjög misskilt mál og svörin við þeim spurningum, sem ég hefi vakið, munu verða mörg og sundurleit. En skyldi ekki margur hafa gott að að hugleiða, hvers vegna hann fer ekki í kirkju. Er það ekki stund- um af vana, sem orðinn er að rótgrónum óvana? Nú langar mig til að vekja eftirtekt á athyglisverðri nýung, sem tekin hefir verið upp í Kaupmannahöfn. Séra Victor Möller, segir í grein, er hann nefnir „Den almindelige Kirke“: „Vér prestarnir og leikmennirnir í þessu prestakalli teljum það sam- eiginlegt hlutverk vort, að fara á hvert heimili og bjóða fólki að koma til venjulegrar guðsþjónustu. Öllum er hér boðið til kirkju- legrar þátttöku, og enginn undanskilinn. Og svo undarlega vill til, að fjöldi manns hefir þegið þetta heimboð, miklu fleiri en vér voguðum að vonast eftir.“ Þessum presti er auðvitað ljóst að þetta er ekki nóg, það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.