Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 37
NÝB ERKIBISKUP AF YORK 131 því, sem hver kirkjudeild fyrir sig, hafði lagt til guðfræðilegrar hugsunar. Einu sinni höfðu Englendingarnir haldið sérfund, til þess að koma sér saman um afstöðu til ákveðins máls. Þegar við aftur komum saman, var Berggrav í forsæti, en Ramsay kvaddi sér hljóðs. Síðan útlistaði hann af mikilli nákvæmni hið anglikanska sjónarmið. Skírskotaði hann til félaga sinna, og spurði þá, hvort ekki væri farið rétt með í öllum atriðum. Svöruðu þeir því játandi. Þá sagði dr. Ramsay: „Ensku fulltrúarnir hafa komið sér saman um þessa yfirlýs- lngu, með öllum atkvæðum gegn einu.“ Þá kom glettnislegur glampi í augun á Berggrav: „Og hver er þessi eini?“ Breitt bros breiddist út um allt andlitið á hinum enska guð- fræðingi, og hann hló við, er hann svaraði: „Þessi eini — það er ég sjálfur." Einhvem veginn varð mér þetta atvik minnisstætt. Ef Berg- grav biskup hefði ekki spurt, hefði enginn okkar fengið bein- hnis að vita, hver þessi eini var. Framsögumaðurinn sýndi full- homna hollustu við meirihlutann, enda þótt hann hefði sjálfur orðið undir í atkvæðagreiðslunni. Samt sem áður gerði hann enga tilraun til að láta líta út, sem allir væru á eitt sáttir. Hann var lyðræðissinnaður séntilmaður út í fingurgómana, höfðingi, sem gat virt skoðanafrelsi annarra og verið í minni hluta, án þess að fyrtast. hess er að vænta, að Ramsay erkibiskup sitji ekki Jórvíkurstól me^ minni sóma en þeir fyrirrennarar hans, sem beztir hafa ver- ~~ Guð gefi honum náð þar til. Jakob Jónsson. x Sv° greinilega hefir Guð opinberað sig með orði sínu, að sérhver sann- •eiksleitandi sál getur fundið hann. En hann hefir líka leynt sér þannig, að engmn, sem ekki leitar hans í fullri alvöru, getur fundið hann. — Pascal.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.