Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 12
106 KIRKJURITIÐ þann skilning í orðin, sem eru tilvitnun í 40. kap. Jesaja-ritsins, að Jóhannes hafi hugsað sér að dvölinni í eyðimörkinni ætti að Ijúka með fagnaðarför til fyrirheitna landsins. — Einkenni pré- dikunar Jóhannesar eru þessi eftir vitnisburði guðspjallanna: Hann boðaði dóm fyrir dyrum, og myndi dómarinn brátt birtast. Því skyldi iðrun gerð, afturhvarf og ávextir bornir samboðnir iðruninni (Matt. 3, Lúk. 3). — Sérkennilegast við starf Jóhann- esar var þó skírnin, enda hlaut hann nafn af henni. Hugmyndin að skírninni mun runnin frá proselytaskírn1) Gyðinga. Vakir fyr- ir Jóhannesi, að skírnin í hinu heilaga fljóti, Jórdan, skapi Guði helgan lýð. Er ekki ósennilegt, að hugmyndin um helgun ísra- els þjóðarinnar við förina gegnum Rauðahafið hafi rennt stoð- um undir. Mun sú hugmynd að baki próselytaskírninni. — að sér og helga Guði. — Ekki er auðvelt út frá guðspjöllunum að gera sér grein fyrir Messíasar hugmyndum skírarans. Samstofna guðspjöllin virðast álíta, að hann hugsi sér Messías sem manns-son þann, er Dan. 7 talar um, himneska veru, er dæmi Jijtíð Guðs. Messías stendur með varpskóflu í hendi, öxin er lögð að rótum trjánna. Hann skírir með eldi. Jóhannesarguðspjall grein- ir öðru vísi frá. Jóhannes skírari segir Jiar Messías vera „Guðs lambið, sem ber synd heimsins“, hann er hinn fullkomni í fortil- veru, sem fórnar sér mönnunum til heilla og frelsar frá valdi myrkursins. — Er hugsanlegt, að hvort tveggja sé vitnisburður lærisveina Jóhannesar, og liggi mismunandi erfikenningar til grundvallar. — Um samband Jesú og Jóhannesar er margt í guð- spjöllunum. En ekki verður allt í frásögunum samræmt með góðu móti. (Lúk.: Jesús hefur starf sitt eftir að Jóh. er kastað í fang- elski; Jóh. guðspj.: Jesús og Jóh. starfa samtímis í Júdeu.) Sagn- fræðilega óyggjandi í frásögnunum er það, að Jóhannes skírir Jesú og nokkrir af lærisveinum Jóhannesar ganga Jesú á hönd. Fullyrt verður hins vegar ekki, hvort Jóhannes hafi viður- kennt Jesú sem Messías. Hafi svo verið, er einkennilegt, að ekki skuli frá því greint, að Jóhannes sjálfur gerizt lærisveinn Jesú, heldur þvert á móti hinu, að hann hafi haldið starfi sínu áfram i) Proselytar eru heiðingjar, sem gerzt hafa Gyðingatrúar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.