Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 32
126 KIRK JURITIÐ manna eru mjög að breytast í þessum efnum. Ekkert getur ver- ið æskilegra en að það, sem á eftir að verða að dufti, sameinist jörðinni sem fyrst. Dýru og skrautlegu kisturnar gera engum hærra undir höfði. Undir líkblæjunni eru allir jafnir. Kirkjugarðsstjórnin í Reykjavík tók að sér að sjá um útfarir þegar kirkjan og bálstofan var byggð í Fossvogi. Þessi þjónusta er veitt öllum á kostnaðarverði. Jarðarför á vegum kirkjugarðs- stjórnarinnar kostar nú með öllu um 1800 krónur Eitt af því sem mjög er að hverfa úr tízku er húskveðjan, enda er stefnt að því með opinberum ákvæðum, að lík standi ekki uppi í heimahúsum. Um þessa athöfn er mjög deilt. Má vafa- laust færa fram rök með henni og móti. í fjölbýlinu mun hún smám saman hverfa, enda er hún oft erfið og umstangsmikil, þar sem líkið er venjulega flutt úr líkhúsi og inn á heimilið og þaðan í kirkju. Margir auglýsa enn húskveðjuna, til þess að sem flestir komi. Þessi athöfn ætti þó að vera aðeins fyrir fjölskyld- una og nánustu ættingja. Auglýsingastarfsemin í sambandi við jarðarfarir er meiri hér á landi en víðast annars staðar. Er þessi siður vafalaust sprott- inn af því, að margir telja útförina því „veglegri“ sem fleiri eru við staddir. Þess vegna er andlátið fyrst tilkynnt í blöðum og útvarpi, og síðan er útförin tilkynnt á sama hátt. Eftir útförina er svo auglýst þakkarávarp. Þessu til viðbótar fer sá siður mjög í vöxt, að útvarpa athöfninni, svo öllum landslýð gefist kostur á að hlýða á hana. Öll þessi auglýsingastarfsemi í sambandi við andlát manna er mörgum þyrnir í augum. Auglýsingarnar eru í tízku, sem fáir þora að bregða út af, þó eru einstaka hugrakkar sálir, sem tilkynna aðeins, að útför hafi farið fram, ein látlaus auglýsing, sem gerir sama gagn og allar hinar, á smekklegri hátt. Hvergi mun þekkjast annars staðar en hér á landi, að andláts- auglýsingum sé útvarpað til allrar þjóðarinnar. í öðrum löndum er líkræðum eða kirkjuathöfn varla útvarpað, nema um þjóð- höfðingja eða mikilmenni sé að ræða. Deilan um það, hvort heldur eigi að viðhafa líkbrennslu eða greftrun, hefir lengi verið ofarlega á bugi í mörgum löndum. Hjá sumum þjóðum er líkbrennsla almenn af trúarlegum ástæð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.