Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 13
JÓHANNES SKÍRARI 107 og skíri sem áður. Jesús segir líka, að Jóhannes standi utan guðsríkis (Matt. 11. 1). Lærisveinar Jóhannesar héldu áfram að' heiðra minningu meistara síns eftir dauða hans og skírðu á sama hátt og væntu endurkomu skírarans, er þeir töldu verið hafa Manns-soninn. Bendir þetta til þess, að Jóhannes hafi ekki álitið Jesú vera „þann, sem koma átti“. Starf skírarans er stöðvað í miðj- um klíðum. Heródes Antipas fjórðungsstjóri í Galileu og Pereu lætur taka hann höndum og lífláta. Er sú greind ástæða til þessa, að Jóhannes h'afi álasað Heródesi fyrir að taka konu bróður sms. Boðskapur Jóhannesar um að koma Messíasar stæði fyrir dyrum mun önnur ástæða. Jóhannes skírari hafði mikil áhrif og naut álits almennings. Segir Jósefus sagnritari Gyðinga, að al- menningur hafi litið svo á, að ósigur, sem Heródes beið fyrir Aretasi Nabateakonungi skömmu síðar, væri guðleg refsing vegna líflást Jóhannesar. Lærisveinar Jóhannesar væntu, sem fyrr segir, endurkomu hans. Urðu átök milli þeirra og lærisveina Jesú um það, liver hefði í raun og veru verið Messías. Endur- ómur þeirra átaka birtist víða í guðspjöllunum og Postulasög- unni (Matt. 3. 11; Lúk. 1; 3, 15 n.; Jóh. 1-3; Post. 1. 5; 11. 6; 13. 24 n; 18. 25; 19. 3. n). Kirkja Krists fékk keppinaut í söfnuði Jó- hannesar. Saga þess safnaðar er annars að miklu ókunn. Bendir ýmislegt til, að hann hafi horfið inn í trúarsamsteypur í landinu austan Jórdanar og í Mesopotaníu. Guðspjöllin gera grein fyrir Jóhannesi skírara og starfi hans vegna þess gildis, sem þetta hafði fyrir Jesú. Sjálfstætt gildi hlýtur því persóna hans ekki þar. Ekki er heldur auðvelt af frásögnum guðspjallanna að gera sér grein'fyrir hvað veldur, að Jóhannes kemur fram og starfar á þann hátt, sem raun ber vitni um. Starf Jesú er sett í samband við starfsemi hans, en hvað henni lá til grundvallar eða af hverju persóna Jóhannesar þróaðist svo, frá því greinir ekki. Eigi að reyna að gera sér grein þessa, verður að meta persónu hans og starf í ljósi þess, sem vitað er um and- legar hreyfingar þess tíma á Gyðingalandi. Af ritum N. t. og frásögnum Jósefusar sagnritara verður ráðið, að á fyrstu öldinni e. Kr. koma fram á Gyðingalandi andlegar hreyfingar, sem um margt svipar til spámannahrevfinga fyrri

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.