Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 34
128 KIRKJURITIÐ þessum efnum hér á landi. Lítil marmaraplata er virðulegra minnismerki en mikil steinsteypugirðing. Hvorugt er varanlegt. Að síðustu breiðir tíminn og gleymskan yfir hvort tveggja. í kirkjugarðinum á yfirlætið og íburðurinn ekki heima. Lát- laus umbúnaður hins síðasta hvílustaðar hæfir einn þeirri auð- mýkt, sem maðurinn ætti að hafa í smæð sinni og vanmætti. Björn Ólafsson. Styrkur Islams. Fyrstu stjörnurnar kvikna á himninum — og heyr! Nú heyri ég vörðinn 1 næsta bænhústurni kalla menn til bæna. Fyrst snýr hann sér mót Mekku, og síðan í hinar höfuðáttirnar, og hrópar syngjandi hátt og sterkt, svo að ég heyri greinilega upphafið: La ilaha il Allah, „Guð er einn Guð“ — svo kemur nafn Múhameðs........ Og ég undrast hinn mikla leyndardóm Islams........Frá mörg þúsund bænhústurnum er þessi boðskapur boðaður 240 milljónum hinna trúuðu, fimm sinnum í hverjum einasta sólarhring: „Guð er einn Guð, og Múhameð er spámaður hans“. Tvö hundruð og fjörutíu milljónir trúaðra manna, — sem trúa. Svo segir í vorri helgu bók: „Sá maður, má eigi ætla, að hann 'fái nokkuð hjá Drottni, sem er tvílyndur maður, reikull á öllum veg- um sínum“. Og á öðrum stöðum er minnzt á þá, „sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi .... veltandi bárur .... ský, sem ekkert regn kemur úr.“ Múhameðstrúarmenn eru ekki tvílyndir. Eg hef séð Bedúina í Dei-el-Benathéraði, og Beduina á hæðunum við „Freist- ingarfjallið" koma út úr tjaldi sínu og gá til sólar til að vita, hvort ekki væri komin fjórða bænarstund. Síðan hafa þeir snúið sér mót Mekku, borið hægri höndina bak við eyrað til að hlusta á ráð vemdarengils síns, og þar á eftir hafa þeir borið vinstri höndina upp að hinu eyranu til að hlusta á ákæmr hins illa anda. Að því búnu vörpuðu þeir sér til jarðar, risu á fætur, kmpu, fleygðu sér aftur flötum og kysstu jörðina. En í kristnum löndurn hringir Angelusklukkan til næsta lítils þrisvar daglega. Rétt einstaka fróm- ur munkur, eða prestur, tekur ofan á miðri götu og muldrar fljótt og feininis- lega, öllum til undrunar og mörgum til gamans „Engilkveðjuna": Angelus Domini nuntiavit Mariae, — um leið að hann skundar leiðar sinnar. Johannes Jörgensen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.