Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 26
120 KIRKJURITIÐ svo sem ekki allt fengið með því, að fólk komi einu sinni eða jafnvel oftar til kirkju. Menn verða að öðlast sem djúptækastan skilning á þýðing sinni í söfnuðinum og fyrir söfnuðinn. For- dæmið eitt er hér oft mikils virði. Ég man enn, hve mér þótti mikilsvert að sjá að forsætisráðherrarnir, þeir Jón Magnússon og Tryggvi Þórhallsson, voru fastir kirkjugestir, þegar ég var í skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir, eins og kunnugt er. En þar sem safnaðarlífið eykst og nærist við almenna kirkjugöngu, verða ótal verkefni á prjónunum: sjúkravitjanir, gamalmennaheimsókn- ir, ýmiss konar andleg og líkamleg hjálparstarfsemi. Að ógleymdu því, sem gert er fyrir börnin. Þetta eru allt safnaðarmál en ekki prestanna einna. Og um þetta þyrfti að hugsa meira og ræða almennar en gert er nú hérlendis. Húsvitjanir. íslenzkir sveitaprestar hafa almennt húsvitjað fram á þennan dag, — og sumir kaupstaðarprestar líka. Gildi húsvitjanna er mikið, og sízt er ástæða til að leggja þær niður í fámenninu, því að þar skapast nú að sumu leyti meiri einangrun en áður var. Örtvaxandi einyrkjubúskapur eykur þar mörg vandamál m. a. í andlegu tilliti. Ýmissir spyrja, hví vér prestarnir húsvitjum ekki í mesta þétt- býlinu. Margar orsakir liggja til þess að mínum dómi og að minni reynzlu, að það er óframkvæmanlegt í venjulegu formi. Ég nefni tvö meginatriði. í sveitunum er presturinn ekki aðeins velkominn heldur þráður gestur. Og eftir stutta dvöl í presta- kallinu er hann flestum nákunnugur. Hann á líka ákveðin og brýn erindi. Hefir frá fornu fari verið falið að taka manntalið og líta eftir uppfræðslu unglinganna. Bæði heimilisfólkinu og honum sjálfum er þetta ljóst, og að því býðst þannig tækifæri til að njóta ráða hans og sálgæzlu, ef það sjálft óskar. Prestur, sem kemur ekki aðeins ókunnugur og óboðinn, held- ur að vissu leyti án vitanlegra erinda, í húsvitjun í fjölmenn- inu, getur varla annars vænzt en að liann komi að læstum dyrum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.