Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.03.1956, Blaðsíða 39
VIÐTAL VIÐ PRÓFESSOR FR. HEILER 133 En iðnaðarmenn og verkamenn eru samt enn lítt kirkjuræknir eða áhugasamir um andleg mál. Til úrbóta í þessum efnum hefir gefizt einna bezt, að koma á fót hinum svokölluðu „evangelisku akademium“. Það eru les- og námsflokkar. Margvísleg þekk- mgaratriði og ýmiss konar vandamál eru tekin til umhugsunar °g umræðu. Þetta vekur áhuga manna á mörgu, sem þeir myndu ekki sinna að öðrum kosti, en ekki taldi prófessorinn, að það hefði bein áhrif í þá átt að örva kirkjusóknina. Prófessor sagði, að tími „aldamótaguðfræðinnar“ og hinnar miklu biblíugagnrýni væri hjá liðinn í Þýzkalandi. Sjálfur væri hann af sumum talinn síðasti liðsmaður þeirrar hreyfingar og hefði hann þó alls ekki átt algera samleið með henni. Mest gætti nn áhrifa Karls Bartlis á þýzka guðfræðinga. Væru að vísu fáir afreksmenn uppi á því sviði, en margir hæfir og duglegir fræði- menn, einkum á sviðum kirkjusögunnar og biblíuskýringa. Mjög Va2ri deilt um kenningar Bultmanns, en hann vill útrýma allri dulfræði. Eitt einkenni væri dagljóst á þýzka kirkjulífinu. Sívaxandi ahugi á helgisiðum. Færðist sú hreyfing mjög í aukana að færa messuformið í kaþólska átt, og leggja þann veg meiri áherzlu á bið dulræna. Nýlega væri komin út bók, er lýsti þessu vel. „Tit- ular lithurgia“. Væri það samsafn ritgerða kunnra kirkjumanna. Hinar miklu kristnu kirkjudeildir tóku og raunar upp all- mikla samvinnu á tímum nazismans. Var þá stofnað allöflugt samband, er skírt var „Una sancta“, og innan þess haldnir margir °g fjölmennir samtalsfundir mótmælenda og kaþólskra manna. betta hefir samt gliðnað nokkuð sundur á ný, einkum eftir að Pafinn lýsti því yfir, að trúin á líkamlega himnaför Maríu væri saluhjálparskilyrði. Aftur á móti vinna kristnir menn af báðum flokkum ágætlega saman að þjóðfélagsmálum innan Kristilega Jýðræðisflokksins. Aður fyrri greindust kaþólskir og mótmælendur mjög eftir landssvæðum í Þýzkalandi. Nú eru þeir miklu blandaðri í hinum einstöku héruðum. Veldur flóttamannastraumurinn hér nokkru Uln. Heiler taldi, að tíðara væri að menn gerðust nú mótmæl- endur, heldur en gengju í kaþólsku kirkjuna. Ein höfuðorsökin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.