Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 60

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 60
„SVONA GERUM VIÐ HLUTINA HÉRI" ________________________________ AÐ VERÐA HLUTI AF STOFNANAMENNINGU Þær rannsóknir á fyrirtækjum og skólum sem hér hafa verið reifaðar beinast eink- um að því að ljá menningarhugtakinu merkingu - segja til um með hvaða hætti fólk tengist saman þannig að árangurs megi vænta. Slík vitneskja beinir því athyglinni að því hvernig stofnanamenning lærist en menning í stofnun mótast fyrst og fremst af þeim skráðu og óskráðu reglum sem fólk hefur í heiðri. Allir sem vinna í stofnun ganga m.ö.o. út frá einhverjum meginreglum, þeir taka eitthvað sem gefið hvort sem það er formlega skráð eða ekki. Til að skýra þetta nánar er ekki úr vegi að taka dæmi úr umferðinni. Öll ökum við eftir skráðum reglum en ef grannt er skoðað förum við einnig eftir mörgum óskráðum reglum. Þetta hvort tveggja er síðan það sem við köllum íslenska umferð- armenningu. Þeir sem hafa ekið bíl í Bandaríkjunum og á Italíu vita að umferðar- menningin er talsvert frábrugðin hjá þessum þjóðum. Það að aka hratt, liggja á flautunni í tíma og ótíma og virða að vettugi hefðbundin umferðarmerki, eru ein- kenni sem má telja dæmigerð víða á Ítalíu. Andhverfuna er hægt að finna víða í Bandaríkjunum en þar er nokkuð dæmigert að fólk aki gætilega, virði umferðar- merki og líti á flaut sem hálfgerðan dónaskap. Hugmyndafræðin sem liggur að baki því að aka bíl getur m.ö.o. verið nokkuð mismunandi, forsendurnar sem gengið er út frá eru ekki allstaðar þær sömu, gildismatið, normin og siðirnir eru breytilegir. Þetta eru einmitt þau atriði sem við lærum óafvitað þegar við verðum hluti af einhverri menningu - hvort sem um er að ræða það að aka bíl eða starfa við skóla. Að verða hluti af stofnanamenningu er í raun og veru flókið ferli þar sem saman fara einkenni okkar sem einstaklinga og mótun í samskiptum við aðra (sjá t.d. Schein 1986:148-223). Sú tilfinning að koma inn á nýjan vinnustað lýsir þessu vel. í upphafi erum við kynnt fyrir verðandi samstarfsfólki og síðan er okkur sagt frá þeim formlegu reglum sem starfað er eftir. Eftir fyrsta daginn vitum við því heil- mikið um hinn nýja vinnustað, þekkjum jafnvel alla með nafni ef um fámennan stað er að ræða. Síðan líða vikurnar og við lærum meira um vinnustaðinn þar eð eldri starfsmenn miðla okkur því hvernig „þeir hafa alltaf gert hlutina". Smám saman erum við búin að læra aragrúa af reglum um hvernig staðið sé að verki í þessari stofnun, í þessum skóla, og e.t.v. eru þær mismikið í takt við formlegu reglurnar sem okkur voru kynntar í upphafi. Þá sem voru okkar bestu kennarar á þessum nýja vinnustað og sögðu okkur mest til, má flokka í þrjá ólíka hópa. í fyrsta hópnum voru góðir sögumenn, vissu allt sem gerst hafði, höfðu unnið lengi við stofnunina og voru duglegir að miðla þessum fróðleik sínum. Yfirleitt var gott að leita til þessara einstaklinga en með tím- anum, eftir því sem við lærðum meira um starfsemina í stofnuninni, urðum við smám saman leið á upplýsingum þeirra enda voru þeir farnir að endurtaka sig. í öðrum hópnum voru þeir sem drógu seiminn og vissu innst inni alltaf svolítið betur en aðrir hvernig hlutirnir voru eða ættu að vera. Þessir einstaklingar kenndu okkur að vera varkár og treysta engu. Oft var það þó þannig að ef þessir efasemdarmenn fengu að ráða einhverju í samræmi við sitt andóf og fullvissu, þá hlupust þeir undan merkjum og vildu ekki skipta sér af neinu. í þriðja hópnum voru svo þeir sterku sem voru ósérhlífnir og sóttust eftir að vinna verkin og axla ábyrgðina. Fyrir 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.