Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 67

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 67
JÓN TORFI JÓNASSON Þetta bendir til þess að möguleikar á flutningi á milli námsbrauta hafi um langt skeið ráðið miklu um skipulag hins nýja framhaldsskóla. Þótt lög um framhalds- skóla hafi ekki verið samþykkt fyrr en 1988 virðist skipulag fjölbrautaskólanna í höfuðdráttum í samræmi við anda þeirra frumvarpa sem fyrir lágu.3 YFIRLIT YFIR SKRÁNINGAR í FRAMHALDSSKÓLA Það er erfitt að setja nám í framhaldsskóla í skýrt afmarkaða flokka, en í daglegu tali er það oft flokkað í tvennt. Annar flokkurinn er almennt bóknám sem í stórum dráttum er undirbúningur undir frekara nám og er að mestu nám til stúdentsprófs þótt sumar bóknámsbrautir séu að vísu aðeins tveggja ára brautir. I hinum flokkn- um er margvíslegt starfsnám sem líta má á sem undirbúning undir störf og gerir ekki endilega ráð fyrir framhaldsnámi. Þetta er bersýnilega mjög gróf flokkun og bóknámsflokknum má til dæmis skipta í þrjá undirflokka: hreint fræðilegt bóknám (sbr. hefðbundnar stúdentsbraut- ir menntaskólanna), starfsgreinamiðað nám (til dæmis hagfræðibrautir til stúdents- prófs, íþróttabrautir og tæknistúdentsbraut) og styttri brautir sem oft eru auð- kenndar með tilvísun til starfssviða (til dæmis uppeldis- og viðskiptabrautir). Ekki er þó lagt í skiptingu bóknámsbrautanna í undirflokka, einkum vegna þess að litið er á bóknámið og stúdentsprófið sem undirbúning undir frekara nám, hvort sem af framhaldi verður eða ekki. Þetta gildir bæði um styttri og lengri bóknámsbrautirn- ar. Á styttri brautirnar virðist litið sem aðfara að stúdentsnámi og tiltölulega lítill hópur lýkur aðeins slíkri braut og engu öðru.4 Hér á eftir verður því fjallað um bóknámsbrautirnar sem eina heild. Starfsnámsbrautirnar má flokka á ýmsa vegu en oftast er þeim skipt í tvennt, þ.e. iðnnám annars vegar, sem er einkum nám í löggiltum iðngreinum, og annað starfsnám hins vegar, en þar eru flokkaðar saman margvíslegar brautir, sem í flest- um tilvikum eru stuttar brautir, t.d. fiskeldisbraut, sjúkraliðabraut og tækniteikn- un. í sumum tilvikum er námið þó mun lengra, svo sem nám stýrimanna og vél- stjóra. Þetta er ósamstæður flokkur og lítill, en verður hafður hér sér, einkum vegna þess að ákveðin hefð virðist vera fyrir þessari skiptingu. I umræðu um skólakerfið hefur starfsmenntun verið illa skilgreind og stundum talað um starfsmenntun al- mennt eða þá að iðnmenntun og starfsmenntun eru lögð að jöfnu. Með því að hafa hér sérstakan flokk fyrir „aðra starfsmenntun (en iðnnám)" er vakið máls á nauðsyn á endurflokkun starfsnáms. Hér verður nemendum í framhaldsskóla (sem fæddir eru 1969) skipt í þrjá hópa og töluleg skipting þeirra er sýnd í Töflu 1. I fremsta dálki er sýnt í hvaða flokk brauta nemandi skráir sig þegar hann kemur fyrst í framhaldsskóla. Síðan er sýnd- ur fjöldi þeirra sem hefur lokið námi vorið 1991 af tilgreindum brautarflokki, óháð 3 betta kemur skýrt fram í ýmsu sem ritað hefur verið um þetta, sjá m.a. Jón Friðberg Hjartarson (1990), Kristján Bersa Ólafsson (1990) og Ólaf Ásgeirsson (1990). 4 Þeir sem ljúka aðeins styttri braut án þess að ljúka stúdentsprófi eru 128. Þetta er auðvitað umtalsverður hópur, eða rúm 4% þeirra sem skráðir eru á bóknámsbrautir framhaldsskólanna (þ.e. 128 af 2892). Sjá Töflu 1. 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.