Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 127

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 127
KRISTINN BJÖRNSSON litið sé á vandamál einstaklingsins í víðara samhengi. Afþessu leiðir að einnfrum- þáttur starfsins er fyrirbyggjandi eðlis, sálfræðiþjónustan leitast við, beint og óbeint, að hafa áhrif til breytingar á skólastarfi og uppeldisaðstöðu og stuðla þannig að bættum skilyrðum barna og unglinga til alhliða þroska í námi, starfi ogpersónu- legu lífi. Hér kemur strax fram sjónarmið sem engan veginn gleymdist, sem sé það að hafa víðtæk áhrif á aðstöðu í skóla og einnig á heimilum. ' Starfið var strax í upphafi skipulagt sem teymisvinna þar sem tveir eða fleiri unnu oftast að sama máli, félagsráðgjafi, sálfræðingur, einn eða fleiri, kennari og ráðgefandi læknir. Starfið var á þessum árum nánast eingöngu fyrir barnastigið. Ekki þótti fært að hefja vinnu á unglingastigi við þær aðstæður sem þá buðust. Það var grundvallarsjónarmið að deildin skyldi vera ráðgefandi en ekki stjórnandi, ekki segja fyrir verkum eða skipa fyrir um hvernig námi eða vistun barnsins skyldi hag- að. Þetta var fagleg ráðgjafarstofnun en ekki stjórnunarstofnun. Þá var mikil áhersla lögð á fyrirbyggjandi starf, sem við kölluðum svo, með því að sinna yngri börnum og koma í veg fyrir vaxandi vandkvæði sem afleiðingu af námsaðstöðu og uppeldi. Stór þáttur í þessu var vinna við gerð skólaþroskaprófs og notkun þess. Fleiri en eitt skólaþroskapróf voru athuguð, og sumum snarað á íslensku og þau reynd, en niðurstaða varð sú að sænskt próf, Levin-prófið svokallað, var valið til notkunar. Það var lagt fyrir í tilraunaskyni í Hlíðaskóla vorin 1962 og 1963. Þar var þá efnt til vornámskeiðs fyrir þau börn sem urðu skólaskyld. Stóð það í hálfan mánuð og var skólaþroskaprófið lagt fyrir í lok þess. Þessum námskeiðum var svo komið á í öllum skólum borgarinnar og skólaþroskapróf þannig lagt fyrir byrjendur í nokkur ár eða til ársins 1970. Eftir það dró úr þessum prófunum og þær lögðust fljótt alveg niður, enda var þá kennsla sex ára barna hafin, og þá gáfust ný tækifæri til að kynnast þeim og kanna þroska þeirra og námshæfni. Margir munu e.t.v. spyrja hvaða úrræða hafi verið kostur fyrir börn sem áttu í erfiðleikum. Fyrsta úrræðið var auðvitað í okkar augum að greina vandkvæðin og styðja svo börnin með ráðgjöf eða meðferð. Sérkennsla var smátt og smátt í mótun. Að Jaðri var heimavistarskóli fyrir drengi sem bjuggu við sérlega erfiðar heimilis- aðstæður, sóttu ekki skóla og sem nýttist ekki nám vegna ýmissa tilfinningalegra og félagslegra erfiðleika. Sálfræðiþjónustan myndaði ákveðinn grundvöll fyrir stofnun sérskóla fyrir vanþroska börn, og var Höfðaskóli stofnaður haustið 1961, árið eftir að Sálfræðideild tók til starfa. Síðar kom heimavistarskóli í Hlaðgerðarkoti 1965 fyrir stúlkur sem áttu í erfiðleikum. Þá voru hjálparbekkir eða sérbekkir starf- andi í skólunum, að vísu alltof fjölmennir og val nemenda í þá var of tilviljanakennt, en þeir gerðu þó nokkurt gagn. Einstaklingsbundinni leshjálp var líka fljótlega komið á og ýmissi annarri stuðningskennslu í skólunum. Rétt er að minnast þess að á síðustu árum sjöunda áratugarins var Sálfræðideild skóla eina stofnunin í Reykjavík sem sinnti vandamálum barna á skólaskyldualdri. Stóð svo frá því að geðverndardeild Heilsuverndarstöðvarinnar hætti störfum um 1966 og þar til Barnageðdeild við Dalbraut tók til starfa 1970. Það sjónarmið að meiri tengsl við skólana væru nauðsynleg var mjög á döfinni, og haustið 1963 hófust ferðir í þá reglubundið. Skiptum við þá á milli okkar skólum 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.