Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 3
TIMARITtti - I Ö<.IK i ihv«;v 3. HEFTI 29. ÁRGANGUR OKTÓBER 1979 DÓMSMÁLASKÝRSLUR Dómsmálaskýrslur árin 1972—74 voru gefnar út af Hagstofu íslands 1978. Er þetta í þriðja sinn, sem slíkar skýrslur birtast, eftir að ný tilraun var gerð 1966 til að koma reglu á útgáfu þeirra. Eldri skýrslur eru til, síðast um árin 1946 —52, en erfiðlega virðist hafa gengið að safna upplýsingum og e.t.v. einnig að vinna úr þeim. I hinum nýútkomnu skýrslum er inngangur í 6 hlutum, 19 töflur og skrá á íslensku og ensku um flokkun þá á afbrotum, sem notuð er. í formála getur hagstofustjóri þess, að töflurnar um opinber mál séu hvorki ítarlegar né fullnægjandi. Heimildirnar um opinberu málin eru tvenns konar. Kærubók sakadómaraembættisins í Reykjavík hefur verið notuð um það lögsagnarumdæmi, en um önnur umdæmi er stuðst við seðla, sem sendir eru sakaskrá og þar sem greint er frá afdrifum opinberra mála. Vegna þessa eru sérstakar töflur um opinber mál í höfuðstaðnum og aðrar og ófullkomnari töflur um slík mál annars staðar á landinu. Þeir sem láta sig refsivörsluna varða, munu lengi hafa haft áhuga á að koma skýrslugerð á þessi sviði í nýtt horf. Hefur verið léitað eftir fjárveitingu í því skyni án árangurs. Næst ætti að reyna að koma á samstarfshópi, eins og nú er sagt, sem í væru fulltrúar hagstofunnar, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sakfræðafélagsins, refsi- laganefndar, lagastofnunar Háskólans og dómarasamtakanna. Ætti hópur þessi að gera tillögur um umbætur. í töflunum um einkamál segir, að 18.755 slík mál hafi hlotið afgreiðslu 1972—4. Til fógeta-, skipta- og uppboðsmála sýnast þá aðeins talin ágrein- ingsefni, sem sérstaks úrskurðar hefur verið krafist um. Um 80% þessara mála voru rekin í Reykjavík. Að höfuðborginni frátalinni voru flest mál rekin í Hafnarfirði (1028), Keflavík (687), Akureyri (462) og Kópavogi (345). Sam- kvæmt dómsmálaskýrslunum var engum einkamálum ráðið til lykta þessi ár í Dalasýslu og Strandasýslu. i Reykjavík voru áskorunarmál þriðjungur einkamála, en tölur um þetta atriði eru ekki birtar um önnur lögsagnarum- dæmi. Af þessum 18755 málum voru 10.975 víxilmál. í flokknum skuldamál eru talin 4.325 mál, síðan koma 579 skaðabótamál, en í öðrum flokkum eru færri mál. Af þessu mætti ætla, að það væri fljótvirk aðferð til að hraða 97

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.