Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 7
sonurinn, Reynir, drukknaði vorið 1944, aðeins 6 ára gamall. Hinir synirnir eru: Ólafur verkfræðingur í Kópavogi, kvæntur Ágústu Guðmundsdóttur, Gunnar Örn tæknifræðingur á ísafirði, kvæntur Ástu Guðbrandsdóttur, Hilmar loftskeytamaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og Kristinn Reynir lyfsali á Siglufirði kvæntur Ólöfu Baldvinsdóttur. Jóhann Gunnar Ólafsson var einkar vel gerður maður til sálar og líkama. Hann var bjartur yfirlitum, svipmótið festulegt, blandið gamni og alvöru, hógværð og glettni. Kynnin við hann voru í fullkomnu samræmi við svipmót hans. Það var ætíð gott að vera í návist hans, það gladdi mann. Slíkra manna er gott að minnast. Jóhann Gunnar hafði mikinn áhuga á sögulegum fróðleik, bókmenntum, íþróttum og listum. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Sögufélags ísfirð- inga og formaður frá stofnun þess 1953 óslitið þar til hann baðst undan endurkjöri á liðnu sumri. Hann var formaður stjórnar Byggðasafns Vest- fjarða frá stofnun þess 1955 þangað til hann fluttist til Reykjavíkur 1968. Hann var einn af stofnendum Tónlistarfélags ísfirðinga 1948 og átti sæti í stjórn þess flest árin þar til hann fluttist suður. Hann var fyrsti formaður þess og aftur seinna, árin 1963—1965. Ritstörf Jóhanns Gunnars verða ekki rakin hér en vísað til Lögfræðinga- talsins, sem greinir gjörla frá þeim. Það sætir furðu, hve miklu hann fékk áorkað á því sviði, samfara erilsömu og umfangsmiklu embætti, sem hann gegndi í aldarfjórðung. Af því má ráða hvílíkur afburðamaður hann var til starfa. Með Jóhanni Gunnari Ólafssyni er genginn merkur maður og drengur góður. Ég votta fjölskyldu hans einlæga samúð. Hjálmar Vilhjálmsson. JÓN N, SIGURÐSSON Jón N. Sigurðsson hæstaréttarlögmaður andaðist í Landspitalanum 21. júlí s.l. eftir alllanga vanheilsu, sjötugur að aldri. Hann var fæddur 25. janúar 1909 á Siglu- firði, sonur hjönanna Sigurðar Helga Sigurðs- sonar kaupmanns og konu hans Margrétar Péursdóttur, kaupmanns frá Gunnsteinsstöð- um Péturssonar. Jón ólst að mestu upp hjá frændfólki sínu á Gunnsteinsstöðum í Húnaþingi og minntist jafnan dvalar sinnar þar með hlýjum huga. Snemma mun hafa verið ráðið, að Jón gengi menntaveginn, og er hann hafði aldur til, inn- ritaðist hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykja- vik og lauk hann stúdentsprófi vorið 1930. Settist hann þá í lagadeild Húskólans og lauk embættisprófi í lögum vorið 1936. 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.