Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 8
Jón settist að á Siglufirði þegar eftir próf og stundaði þar málflutnings- störf, en var jafnframt fulltrúi bæjarfógeta í fógetaréttarmálum. Þaðan fluttist hann til Reykjavíkur 1942 og stundaði þar málflutningsstörf til æviloka. Jón tók talsverðan þátt í félagsmálum, og einkum voru honum hugleikin hagsmunamál lögmannastéttarinnar. Sat hann í stjórn Lögmannafélags ís- lands um 10 ára skeið frá 1960—1970 og var formaður félagsins síðustu 4 árin. Öll sín störf rækti Jón af stakri prýði. Hann var mjög traustur málflutnings- maður, vel að sér í lögum, ágætlega máli farinn, drengilegur í hvívetna, fastur fyrir og fylginn sér. Var hverju máli vel borgið, er hann tók að sér. Tungu- málamaður var Jón mjög góður, einkum þýskumaður, og kom það sér vel I störfum hans fyrir þýska sendiráðið og fjölmarga þýska viðskiptamenn. fiinnig starfaði hann mikið fyrir norska aðila og norska sendiráðið. Meðal stéttarbræðra og dómenda var Jón bæði vinsæll og virtur. Hann var glaður og reifur á vinafundum og manna bestur heim að sækja. Get ég vel um það borið af eigin raun, því að þar var ég tíður gestur. Ég kynntist Jóni N. Sigurðssyni fyrst á unglingsárum mínum, þegar hann var í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík, er ég kom þangað busi haustið 1929. Nánari kynni tókust þó ekki með okkur fyrr en löngu síðar, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur frá Siglufirði. Við höfðum að sjálfsögðu margt saman að sælda sem lögmenn á næstu árum, og kunningsskapur okkar þróaðist með tímanum í vináttu, sem ég hefi ávallt metið mikils. Einkum höfðum við mikil og góð samskipti, eftir að Jón var kosinn í stjórn Lögmannafélags islands 1960, en ég var þá formaður. Er margs að minnast frá þeim árum, enda var Jón nánasti samstarfsmaður minn, meðan við voru báðir í stjórn. Hann var jafnan hinn ráðholli vinur og félagi, og ávallt var hann reiðubúinn að taka á sig hvert það ómak fyrir félagið, sem hann var beðinn um. Ánægjulegra samstarf get ég ekki hugsað mér. Jón var einróma kjörinn formaður Lögmannafélags íslands á aðalfundi 1966, og var hann vissulega vel að því trausti kominn. Gegndi hann því starfi með miklum sóma og við vaxandi virðingu til ársins 1970, er hann baðst undan endurkjöri. Upp úr 1960 hófust fyrst að marki samskipti Lögmannafélagsins við stétt- arsamtök lögmanna á Norðurlöndum, og áttum við jafnan fulltrúa á fundum norrænu lögmannasambandanna, sem haldnir eru annaðhvort ár. Jón sótti þessa fundi oft af okkar hálfu ásamt öðrum, og er mér kunnugt um það, að hann naut mikillar virðingar stéttarbræðra okkar á Norðurlöndum, enda eignaðist hann þar marga persónulega vini. Árið 1948 kvæntist Jón ágætri konu, Margréti Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra Jóhannessonar. Má með sanni segja, að þar hafi hann stigið mikið gæfuspor, því að Margrét er einstök kona að allri gerð, vel menntuð, greind og góð manneskja í orðsins fyllstu merkingu. Var það ekki lítil stoð fyrir Jón í störfum og einkalífi að hafa slíkan lífsförunaut við hlið sér. enda kunni hann vel að meta það. Þau hjónin eignuðust eina dóttur barna, Guðlaugu, sem gift er Guðmundi Jónssyni cand. jur., og eiga þau einn son, Tryggva, sem var augasteinn Jóns og Margrétar. Ég minnist margra gleðistunda með Jóni og Margréti. enda vorum við Hjördís kona mín tíðir gestir á þeirra heimili og þau hjá okkur. Var þeim 102

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.