Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 9
hjónum einkar sýnt um að iáta gestum sínum líða vel, og veittu jafnan af rausn og höfðingsskap. Geymi ég okkar mörgu vinafundi í þakklátri minningu. Við fráfall Jóns N. Sigurðssonar er skarð fyrir skildi í hópi íslenskra lög- manna. Hans mun lengi minnst sem eins besta fulltrúa stéttarinnar. Ágúst Fjeldsted. KJARTAN ÞÓRÐARSON Kjartan Ágúst Þórðarson lögfræðingur and- aðits snögglega að störfum við skrifborð sitt á Laugavegi 28 hér í borg 2. nóvember 1978, 67 ára að aldri. Kjartan var fæddur 31. mars 1911 að Grenj- um í Álftaneshreppi á Mýrum. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Þórðarson, bóndi á Hömr- um í Hraunhreppi, Benediktssonar, bónda á Ánastöðum í sama hreppi, síðar ullarmatsmað- ur í Borgarnesi, bróðir Péturs Þórðarsonar, alþingismanns frá Hjörsey, og kona hans Þór- dís Bjarnþórsdóttir, bónda á Grenjum, Bjarna- sonar. Hún var systir Sveins og Jóns Valfells, Ásgeirs listmálara og Mörtu Maríu, konu Frið- riks Jónssonar, cand. theol, kaupmanns og stóreignamanns, bróður Sturlu kaupmanns, foreldra dr. phil. Sturlu, erfðafræðings. Amma Kjartans, Sesselja Níelsdóttir, kona Bjarnþórs Bjarnasonar, var systir séra Haralds Níelssonar, Þuríðar konu Páls Halldórssonar skólastjóra stýrimannaskólans, foreldra Dungalanna, og Hallgríms Níelssonar, föður Sigríðar, ekkju Lúðvígs Guðmundssonar skóla- stjóra, en sú ætt er kennd við Grímsstaði. Kjartan var aðeins þriggja ára, er foreldrar hans fluttu frá Grenjum til Borgarness og þar lifði hann sín bernskuár til fermingaraldurs. Barst þá þoð frá þeim hjónum Friðriki og Mörtu Maríu um að hús þeirra og heimili stæði Kjartani opið, ef hann, með samþykki foreldra sinna, hefði hug á að afla sér menntunar. Réð þetta úrslitum um það, að Kjartan innritaðist í Menntaskól- ann í Reykjavík og átti sitt annað heimili hjá því ágæta fólki öll sín mennta- skólaár. Hann varð stúdent frá M.R. vorið 1931 og cand. juris frá Háskóla íslands vorið 1936. Á háskólaárum sínum kvæntist hann Rósu Sigurborgu Jakobsdóttur, f. 22. október 1911, frá Hafnarfirði. Þau eignuðust einn son, Skúla Þór, f. 3. október 1933 í Reykjavík, en skildu. Skömmu eftir embættispróf opnaði Kjartan eigin lögfræðistofu í Hafnarfirði og mun hafa fengið all góðan byr, en síðan urðu veður öll vályndari. Beinum lögfræðistörfum mun hann aðeins hafa gegnt nokkur ár, en sneri sér síðan nær einvörðungu að skatta- og bókhaldsstörfum, enda góður stærðfræð- ingur og töluglöggur, svo að á orði var haft. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.