Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 16
C. Leyfisskylda. Ákvæði eru í umhverfislögum allra Norðurlanda um að til atvinnu- starfsemi, sem mengun eða umhverfisspjöll getur haft í för með sér, þurfi leyfi stjórnvalda. Dæmi um það er m.a. að finna í lögum um náttúruvernd nr. 47/1971 17. gr. 2. mgr., þar sem allt nám jarðefna er bannað í almenningum, nema með samþykki menntamálaráðuneyt- isins að fenginni umsögn Náttúruverndarráðs. önnur dæmi um þetta í íslenzkum rétti er m.a. að finna í reglugerð um gerð skipulagsáætl- ana nr. 217/1966 og í reglugerð um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna nr. 164/1972. Jafnframt eru almennt í lögum ákvæði um eftirlit með slíkri starfsemi eftir að hún er hafin. Beita má refsingum og févítum, ef ekki er farið að fyrirmælum um nauðsynlegar mengunarvarnir. D. Eignarnám. Heimildir eru almennt í norrænum umhverfisrétti til eignarnáms sem lausnar á umhverfisvanda, t.d. á skógarsvæði, sem eigendur hyggj- ast höggva eða á kjarnorkuveri, sem alvarleg umhverfishætta stafar frá. Ef landeigendum er gert ókleift að nýta eign sína vegna umhverf- isréttarákvæða, er þeim heimiliað að krafjast innlausnar eða bóta, ef aðeins er um notkunarskerðingu að ræða. Slíkar heimildir er t.d. að finna í sænsku eignarnámslögunum (1972) 2 : 5. gr. og í sænsku vatnalögunum (1918) 2 : 14, 2 : 62 og 2 : 64. gr., og í 35. gr. ísl. nátt- úruverndarlaga nr. 47/1971. E. Refsingar. Refsiábyrgð vegna brota á lögum eða reglum um umhverfisvernd er hér enn eitt ati'iði. í löggjöf allra Norðurlandanna eru ákvæði um refsingar, ef gegn þessum réttarheimildum er brotið. Almennt er að- eins refsað fyrir ásetnings- og gáleysisbrot, sbr. 23. gr. norsku laganna um grannarétt (1961) og 13. kafla finnsku vatnalaganna (1961). Um hlutræna refsiábyrgð getur þó verið að ræða að því er varðar mjög hættulegan atvinnurekstur, sbr. 2. mgr. 24. gr. hins íslenzka umhverf- ismálafrumvarps. Refsingar eru sektir eða fangelsi, 4 mánuðir til 1 ár. F. Skaðabætur. Það er almenn regla í norrænum umhverfisrétti, að skaðabóta- ábyrgð getur stofnazt vegna umhverfistjóns. Skiptir þá ekki máli, 110

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.