Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 19
stofnunin (Naturvárdsverket) veitt, ef losunin hefur ekki umhverfis- spjöll í för með sér eða skapar mengun. Um fyrirtæki, sem umhverfishætta er talin geta stafað frá og þurfa að sækja um leyfi til starfsemi sinnar, er nánar fjallað í sérstakri um- hverfisverndarreglugerð (milöskyddskungörelse 1969). önnur umhverfishættuleg starfsemi er einnig undir eftirliti um- hverfisyfirvalda. Leyfi til umfangsmeiri starfsemi þarf að sækja um hjá sérstakri leyfisnefnd á sviði umhverfismála (koncessionsnámnden för miljöskydd). Embættisdómari er formaður nefndarinnar, en auk hans eiga sæti í henni þrír sérfróðir menn á hinum ýmsu sviðum um- hverfismála. Leyfisveitingunni fylgja að jafnaði viðeigandi skilyrði og ákvæði um varúðarreglur varðandi hlutaðeigandi atvinnurekstur. Itarlega er um það fjallað í lögunum frá 1969 á hvaða atriðum mat stjórnvalda skal byggjast varðandi leyfisveitingu, ma. eftir því, hverjir eru hagsmunir þeir, sem í veði eru, bæði leyfisbeiðanda og almanna- hagsmunir af óspilltu umhverfi. Þau atriði, sem stjórnvöld meta skv. lögunum, eru m.a. hvort staðarval fyrirtækisins er heppilegt og æski- legt út frá umhverfissjónarmiðum (4. gr.). Þá meta þau einnig hvaða varúðar- og varnarráðstafanir skal viðhafa vegna atvinnureksturs- ins (5. gr.). Ef reksturinn kemur greinilega til með að hafa umhverf- isspillandi áhrif í för með sér, þótt varúðarráðstöfunum sé beitt, þarf að vera um „sérstakar ástæður“ að ræða, ef leyfi á að fást. Ef um umtalsverð umhverfisspjöll yrði að ræða, er leyfi ekki veitt. Þó getur ríkisstjórnin í slíkum tilvikum veitt leyfi til rekstursins, ef hann hefur sérstaka þýðingu fyrir atvinnulífið í hlutaðeigandi byggðarlaga eða af almennum ástæðum (6. gi'.). Starfsleyfi, sem veitt eru atvinnufyrirtækjum, geta verið ýmiss konar. Leyfi, sem leyfisnefndin gefur út, veitir fyrirtækinu tryggingu gegn því, að annað stjórnvald leggi hömlur á reksturinn með banni eða takmörkunum, t.d. sveitarstjórnir. Aðeins leyfisnefndin sjálf get- ur breytt leyfinu, þegar sérstaklega stendur á. Er það fyrst og fremst þegar kringumstæður hafa verulega breytzt frá því að leyfið var veitt. önnur réttlægri tegund leyfisveitingar er hin svonefnda „heimild“. Slíkt leyfi veitir ekki tryggingu gegn því, að önnur stjórnvöld geti breytt leyfinu, en setur fyrirtækinu viss skilyrði um þá starfsemi, sem gæti hugsanlega haft skaðleg áhrif á umhverfið. Slík heimild er veitt af umhverfismálastofnuninni, þ.e.a.s. æðsta stjórnvaldi á sviði umhverfismála í Svíþjóð fyrir utan ríkisstjórnina. Leyfisnefndin starf- ar að ýmsu leyti sem dómstóll og það er til hennar, sem sækja verður 113

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.