Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 20

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 20
um starfsleyfi atvinnureksturs, sem alvarleg umhverfisspjöll getur haft í för með sér, svo sem fyrr segir. Framkvæmd umhverfisverndarlaganna er fyrst og fremst í hendi umhverfismálastofnunarinnar, sem er hluti landbúnaðarráðuneytisins. I lénunum fer lénsstjórnin með framkvæmdina og heilbrigðisnefndir í hinum einstöku sveitarfélögum.Yfirstjórn lagaframkvæmdarinnar fyrir allt landið er, sem fyrr segir, hjá umhverfismálastofnuninni í Stokkhólmi, og hefur hún heimild til að gefa út tilskipanir og reglu- gerðir um nánari túlkun og framkvæmd laganna. Ákvörðunum leyfisnefndarinnar er unnt að áfrýja til ríkisstjórnar- innar (landbúnaðarráðuneytisins). Refsiheimildir eru í lögunum, og er unnt að refsa fyrir brot gegn lögunum eða reglugerðum, sem settar eru með heimild í þeim, sem framin eru af ásetningi eða gáleysi, (45. gr.). Unnt er einnig að beita dagsektum til að tryggja, að ákvörðunum stjórnvalda í þessu efni sé hlýtt. (47. gr.). Að því er varðar skaðabótamál vegna þess að maður telur hagsmuni sína hafa verið skerta af umhverfisspjöllum, getur hann höfðað slíkt mál fyrir hlutaðeigandi fasteignadómstól, sem um það fjallar. Telji maður, að umhverfisspjöll hafi valdið því, að fasteign verði sér verð- laus eða verðlítil getur hann krafist þess, að sá sem veldur umhverfis- spjöllunum leysi til sín fasteignina að hluta til eða með öllu (32. gr.). Hlutaðeigandi fasteignadómstóll kveður upp úrskurð um það hvort krafan skuli ná fram að ganga. Að því er varðar skaðabótaskyldu þeirra, sem valdið hafa umhverf- isspjöllum, er unnt að krefjast skaðabóta, hvort sem fyrirtæki eða atvinnurekstur hefur hlotið leyfi eða ekki, sé nánari skilyrðum full- nægt. Þau eru að tjónið, sem átt hefur sér stað, sé all verulegt og nái út fyrir þau mörk, sem menn almennt megi sætta sig við, miðað við allar aðstæður og staðhætti. 1 slíku tilviki þarf brotið ekki að hafa átt sér stað af ásetningi eða gáleysi. Skaðabótaskyldan stofnast hér án þess, þ.e. um hlutræna ábyi’gð er að ræða (30. gr.). Um getur verið að ræða bætur bæði fyrir tjón, sem þegar hefur átt sér stað, og tjón, sem á eftir að eiga sér stað, er fyrirsjáanlegt. Loks er þess að geta, svo sem fyrr var minnst á, að í ýmsum sér- lögum er fjallað um umhverfismál og mengunarvarnir. Árið 1955 voru sett lög um kjarnorku (atomenergilagen). Er þar að finna ákvæði urn uppsetningu og rekstur kjarnakljúfa og annarra tækja, sem notast við kjarnorkueldsneyti. Leyfi til slíkrar starfsemi verður ríkisstjórnin að veita og eftirlit með rekstrinum hefur kjarn- 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.