Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 23
atvinnuveganna til 4 ára. 1 nefndinni sitja einnig fulltrúar umhverfis- málast j órnardeildarinnar. Ákvörðunum stjórnardeildarinnar, ráðherra og áfrýjunarnefndar- innar er ætíð unnt að skjóta til dómstóla og fá þar fullnaðardóm í málinu. (75. gr.). Viðurlög við broturn á lögunum eru sektir, varðhald eða fangelsi allt að 1 ár. Um málsmeðferð fer að hætti lögreglumála. 1 sérlögum er fjallað um ýmis önnur atriði umhverfisvarna. I kjarn- orkulögunum frá 1962 er krafist leyfis til byggingar og reksturs kjarn- orkuvera. Umhverfismálaráðherra fer með eftirlit á þessu sviði, en þjóðþingið veitir rekstrarleyfi, sbr. nú 1. nr. 244/1976. Leyfi er jafnan afturkallanlegt, ef skilyrðum er ekki fullnægt og lögin geyma ítarleg skaðabótaákvæði. Taka má fram í þessu sambandi, að í Danmörku hefur ekki verið veitt heimild til byggingar neinna kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu. Umhverfisverndarlögin dönsku taka ekki til jónandi geisla eða trufl- ana í hljóðvarps eða sjónvarpstækjum, fremur en sænsku lögin. Árið 1967 voru sett lög í Danmörku um varnir gegn olíumengun hafsins og 1972 um varnir gegn mengun hafsins frá öðrum efnum en olíu, þ.e. úrgangs- og eiturefnum. c) Norsk löggjöf. Þótt í Noregi hafi verið stofnað sérstakt umhverfismálaráðuneyti sem í Danmörku, hefur þar þó enn ekki verið sett heildarlöggjöf um umhverfisvernd. Meginlögin á því sviði eru tvenn: (1) lögin um varnir gegn mengun vatns frá 26. júní 1970 og (2) lögin um grannarétt frá 16. júní 1961. Kjarni vatnalaganna er sá, að leyfis þarf að leita til allrar atvinnu- starfsemi og athafna, sem leitt geta til mengunar vatns (ár, vötn, grunnvatn). Leyfis þarf hins vegar ekki að leita, ef augljóst er, að athafnir þær, sem um er að ræða, muni ekki hafa mengun vatns í för með sér. Jafnframt þarf leyfi til bygginga og annarrar starfsemi, sem mun hafa mengun vatns í för með sér. (4. gr. 3. mgr.). Undanþága er gerð í lögunum varðandi mengun, sem óhjákvæmilega hlýst af umferð, fiskveiðum, timburfloti, böðum eða útivist og vegna nýtingar skógar og beitarlands. Mengunarvarnir ríkisins, sem eru hluti af umhverfis- málaráðuneytinu, veita þau leyfi, sem að ofan greinir. Ef um sérstak- lega hættulega starfsemi er að ræða, getur ráðuneytið sett strangari reglur og skilyrði en almennt gilda. (8. gr.). 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.