Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 26
brigðislöggjafarinnar annast heilbrigðsstjórn landsins og lénsstjórn- irnar á hverjum stað í umboði hennar. Ýmis sérlög gilda um umhverfis- og mengunarmál í Finnlandi. Kjarn- orkuver verða að fá sérstakt starfsleyfi skv. kjarnorkulögum frá 1957, og með kjarnorkuábyrgðarlögum frá 1972 var lögð hlutræn skaðabóta- ábyrgð á slík fyrirtæki. Þá voru sett lög árið 1965 um varnir gégn mengun hafsins, lög árið 1972 um varnir gegn olíumengun frá skipum og lög árið 1974 um varnir gegn olíumengun á landi og um sérstakan olíumengunarvarnasjóð. Ákvæði um mengun og hávaða frá ökutækj- um og flugvélum eru í umferðar- og bifreiðalögum, bæði sett 1957. 2. AÐILD NORÐURLANDA AÐ MILLIRÍKJASAMNINGUM UM UMHVERFISMÁL Ekki er unnt að ræða svo um umhverfisvernd á Norðurlöndum, að ekki sé vikið nokkrum orðum að þeim milliríkjasamningum, sem Norð- urlöndin eru aðilar að og um þessi mál fjalla. Gerður var norrænn umhverfisverndarsamningur árið 1974, sem Noregur, Finnland, Svíþjóð og Danmörk eru aðilar að. Samningur þessi tók gildi 5. október 1976. Meginefni sanmingsins er það, að við mat á því, hvort leyfa skuli starfsemi, sem mengað getur umhverfið, skuli yfirvöld taka sama tillit til hugsanlegrar mengunar frá starf- seminni, sem fram kemur í öðrum Norðurlandanna sem um mengun í eigin landi væri að ræða. Á þennan hátt vinnur samningurinn gegn því, að mengun og önnur umhverfisspjöll berist frá einu Norðurland- anna til annars. Jafnframt hafa borgarar ríkis, sem verða fyrir tjóni vegna mengunar frá öðru ríki, sama rétt og borgarar þess til að kæra vegna starfseminíiar og fá sannreynt lögmæti hennar. Kæran skal fram borin í því ríki, sem mengunin á upphaf sitt í. Einnig hafa þeir sama rétt og borgarar þess ríkis til þess að stefna vegna mengunar- innar og krefjast skaðabóta. I slíkum málum gildir sú lagaskilaregla, að beitt er lögum þess ríkis þar sem tjónið á sér stað, þótt mengunin stafi frá öðru ríki. Þá eru Norðurlöndin öll aðilar að samningnum frá 1954 um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, með síðari breytingum. (1. 77/1966). Norðurlönd hafa einnig gerzt aðilar að tveimur alþjóðasamn- ingum, sem gerðir voru á vegum IMCO um ábyrgð vegna olíumengun- ar sjávar. Fyrri samningurinn var gerður 1969 og fjallar um ábyrgð skipaeigenda vegna olíumengunar. Sá síðari var gerður 1971 og geymir 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.