Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 29
án samráðs við náttúruverndaryfirvöld, sbr. 2. gr. laganna. Malar- og sandtaka gæti t.d. fallið undir þetta ákvæði. 1 lögum frá 1957 um útivist er að finna ákvæði, sem heimila að leggja bann við mannvirkj agerð á ströndum, gegn bótum til eigenda, sbr. 25. gr. Þá er lagt bann við því að hindra umferð með því að girða land að ástæðulausu eða banna almenningi umferð, 13. gr. Hins vegar er landeiganda heimilt að girða af land, sem undir mikla áníðslu er selt, sbr. 16. gr., og honum er heimil gjaldtaka af gestum, ef hann hefur lagt í kostnað végna útivistaraðstöðu á landi sínu, sbr. 14. gr. b) Svíþjóð. Sænsku náttúruverndarlögin eru frá 11. desember 1964. Fjalla þau bæði um náttúruvernd og útivist. Framkvæmd laganna annast aðallega lénsstjórnirnar í samráði við umhverfismálastofnun ríkisins (Statens Naturvárdsverk). Samkvæmt lögunum er heimilt að stofna til þjóðgarða og friðlýsa náttúruminjar, sbr. 4.—6. gr. og 13. gr. laganna, með sérstöku tilliti til vísindalegra náttúrurannsókna. Algengari eru þó hin svonefndu friðlýsingarsvæði, sem lénsstjórnirnar taka ákvörðun um, en þeim er bæði ætlað að varðveita náttúru landsins og gagnast almenningi til úti- vistar. Eigandi á rétt á bótum fyrir minnkandi notagildi landsins vegna friðlýsingarráðstafana. Sé um veruléga skerðingu á umráða- rétti hans að ræða, getur hann krafizt innlausnar, sbr. 25.—27. gr. laganna. Hér má bæta því við, að eiginlega þjóðgarða er aðeins heimilt að stofna á landi ríkisins. Verður því að vera um fyrirfarandi eignar- nám lands að ræða hafi það verið í einstaklingseigu. Þá eru í lögunum ákvæði varðandi töku malar, sands og leirs og um jarðvegsrask. Sé um slíka töku að ræða í atvinnuskyni, þarf til henn- ar leyfi lénsstjórnar, sbr. 18. gr., en ekki, ef takan er aðeins til einka- nota eiganda. Þótt yfirvöld neiti um leyfi, veitir það ekki landeiganda rétt til skaðabóta. Þá getur lénsstjórnin boðið atvinnufyrirtækjum að takmarka eða bæta úr því tjóni, sem starfsemi þeirra hefur valdið á náttúru landsins. Kostnað við slíkar aðgerðir verður fyrirtækið að bera bótalaust. Þá eru í lögunum ítarleg ákvæði um rétt almennings til þess að nota strandsvæði til útivistar, bæði við haf og vötn. Miða þær reglur að því að allir eigi sem greiðastan aðgang að ströndum og þar sé ekki byggt að nauðsynjalausu eða umferð hindruð með girðingum. Almennt þarf leyfi til slíkra framkvæmda á svæði, sem nær 100—300 metra frá 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.