Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 35
greiðslu skaðabóta. Sem dæmi um slíka tjónþola telur hann viðskipta- vini, végfarendur o.s.frv. og e.t.v. einnig einstaklinga, sem eru í beinum tengslum við eign eða starfsemi sem forstöðumenn, starfsmenn o.þ.h.G Svíþjóð. Ólögfestar sænskar reglur byggjast á svipuðum sjónarmið- um og danskar. I Svíþjóð kveður að vísu meira að reglum í settum lögum um ábyrgð eigenda fasteigna gagnvart nágrönnum og öðrum.T Hins vegar fer því fjarri, að settar lagareglur taki til flestra tjóns- tilvika, sem borið geta að höndum vegna fasteigna, svo að fordæmi er mikilvæg réttarheimild, þrátt fyrir allvíðtækar bótareglur í settum lögum. 1 Svíþjóð er talið, að sá sem notar sjálfstæða verktaka geti borið bótaábyrgð vegna sakar verktakans (eða starfsmanna verktakans), þegar á þeim fyrstnefnda hvílir sérstök skylda til að gera ákveðnar ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að halda uppi almennu öryggi. Er hér átt við skyldur, sem byggjast á settum lögum eða fyrirmælum handhafa framkvæmdavalds.8 Þetta getur bæði átt við um eiganda fasteignar og aðra. Hins vegar virðast eigendur húsa og ýmis konar tækja ekki bera almennt bótaábyrgð á tjóni, er hlýst af vanbúnaði, sem rakinn verður til sjálfstæðs verktaka.9 Rökin fyrir því að leggja í þessum undantekningartilvikum ábyrgð á menn vegna verktaka eru einkum talin þau, að sá, sem ber sérstaka skyldu til að gera ráðstafanir til öryggis öðrum, eigi ekki að geta vikist undan bótaábyrgð vegna vanrækslu þessarar skyldu með því að fela verktaka að gæta hennar. Annars er erfitt að segja til um, hve langt sænskir dómstólar muni ganga í þessu efni.10 Noregur. Norskir fræðimenn hafa talið, að rök séu til að leggja í vissum tilvikum bótaábyrgð á menn vegna sakar af hálfu verktaka, án settrar lagaheimildar. * 11 Hins vegar hefur Hæstiréttur Noregs ekki 6 Vinding Kruse, bls. 234. 7 Sjá einkum Miljöskyddslagen 1969:387 og Jordabalken 1970, 8 Jan Hellner, Skadestándsratt, 3. útg., Stockholm 1976, bls. 106. 9 Bertil Bengtsson, Om ansvarsförsakring i kontraktsförhállanden, Stockholm 1960, bls. 233 og Hellner, bls. 105. 10 Auk þeirra sænsku rita, sem áður hefur verið vitnað til, má sérstaklega benda á Fritjof Lejman, Skadestándsskyldighet vid anlitande av sjalvstándig företagare, Skade- stándsráttsliga spörsmál, Stockholm 1953, einkum bls. 116—118 og Skadestánd II, SOU 1964:31, Stockholm 1964, bls. 46—9. 11 Kristen Andersen, Skadeforvoldelse og erstatning, 2. útg., Oslo 1974, bls. 282—3, J. 0vergaard, Norsk erstatningsrett, 2. útg., Oslo 1951, bls. 202. Sjá hins vegar Nils Nygaard, Skade og ansvar, Bergen 1976, bls. 133—4, en ummæli hans eru óljós. 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.