Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 37
starfsmanna Kol & Salt h.f., er hafði lóð á leigu hjá höfninni. Segir í dómi m.a., að Reykjavíkurhöfn hafi mátt treysta því, að Kol & Salt hefði allan öryggisbúnað við notkun kranans í lagi. Skortur á full- nægjandi öryggisbúnaði var því ekki talinn vera á ábyrgð Reykjavík- urhafnar. Þégar frá er talinn Hrd. 1969, 117 verða ekki séð nein örugg merki þess, að íslenskir dómstólar telji rétt að leggja án heimildar í settum rétti ábyrgð á menn vegna sakar annarra aðila en starfsmanna.1B Hins vegar má slá því föstu, að dómstólar telji í ýmsum tilvikum rétt að herða kröfur um gætilega hegðun (ekki síst þegar tjón hlýst af fasteign), þótt ekki sé farið út fyrir ramma sakarreglunnar eða regl- unnar um ábyrgð vinnuveitanda sbr. t.d. Hrd. 1972, 77. 3. ALMENNA REGLAN: YERKKAUPI BER EKKI ÁBYRGÐ VEGNA SJÁLFSTÆÐRA VERKTAKA Végna mismunandi lagasetningar og dómvenju í einstökum ríkj- um, er bandarískur skaðabótaréttur strangt tekið ekki ein heild. Samt sem áður er svo margt líkt með bótarétti ríkjanna, einkum hvað snert- ir ólögfestar reglur, að unnt er að fjalla í einu lagi um bandarískar bótareglur á því sviði, er hér um ræðir. Eitt hefur stuðlað mjög að réttareiningu í bótarétti hinna 50 ríkja. Það er ritun og útgáfa „Restatement of the Law. Torts,“ sem „Ameri- can Law Institute“ hefur annast.17 Rit þetta birtist í 2. útgáfu á árun- um 1965 til 1979. Það er verk fræðimanna, og þar er leitast við að gera nákvæma, gagnorða og kerfisbundna grein fyrir ólögfestum reglum, sem gilda á sviði skaðabótaréttar. Reglurnar eru settar fram í formi lagagreina. Flestum greinum fylgja athugasemdir og skýringardæmi. „American Law Institute“ er einkaaðili, og hafa reglur „Restatement" ekkért gildi sem lög eða eiginleg réttarheimild. Þær eru tilraun til að 16 Til athugunar má benda á Hrd. 1962, 745. Þar var eigandi skips dæmdur bóta- skyldur vegna slyss, er hlaust af vanbúnaði þess. Dóminn má e.t.v. skýra svo, að ábyrgðin hvíli á sök sjálfstæðs þriðja aðila, en skv. siglingalögum ber útgerðarmaður bótaábyrgð á sjálfstæðum aðilum, er „vinna í þágu skips.“ Hvergi í dóminum var þó vikið að bótaákvæðum siglingalaga. 17 „Restatement of the Law“ spannar yfir ýmis önnur mikilvæg réttarsvið en skaða- bætur. Frekari fróðleik um ritið er að finna í ritgerð eftir Max Rheinstein í Inter- national Encyclopedia of Comparative law, Túbingen 1976, Vol. I, U-146-7 og M,0. Price & H. Bitner, Effective Legal Research, 3. útg., Boston & Toronto 1969, bls. 271-4. Um skaðabótaþátt ritsins er fjallað sérstaklega i William L. Prosser Handbook of The Law of Torts, 4. útg., St. Paul 1971, bls. 20-21. Titill skaðabótaþáttarins er „Restatement of the Law. Second. Torts.“ Ritið er gefið út í St. Paul 1965—1979. 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.