Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 38
endursegja gildandi rétt. Það er ekki auðvelt verk, m.a. vegna þess að ólögfestar réttarreglur hinna einstöku ríkja eru ekki nærri alltaf sama efnis. Er niðurstöðum dómstóla einstakra ríkja ber ekki saman, eða þegar fastmótuðum réttarreglum er ekki til að dreifa, hafa höfundar ritsins valið þá réglu, er þeim finnst í mestu samræmi við hefðbundnar óskráðar réttarheimildir (þ. á m. fordæmi) og ríkjandi stefnumörk bandarísks réttar. Það er því engan veginn víst, að ákveðin regla í „Restatement“ sé gildandi réttur í einhverju ríki Bandaríkjanna. Ritið er mjög vandað og hefur haft gífurleg áhrif á réttarframkvæmd. Er mjög vitnað til þess í dómum. Hefur í raun almennt verið litið svo á, að sá, sem heldur því fram, að ákveðin regla í ritinu sé ekki í samræmi við gildandi rétt, heri sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu.18 Samkvæmt 409. gr. A.L.I. Restatement of the Law. Second. Torts. (skammst. Rest. 2nd) er aðalreglan sú, að menn bera ekki bótaábyrgð vegna skaðaverka sjálfstæðra verktaka, er fyrir þá vinna. Reglan hljóð- ar svo í lauslegri þýðingu: „Með þeim undantekningum, er greinir í 410.—429. gr„ er sá, sem sjálfstæður verktaki vinnur fyrir, ekki skaðabótaskyldur gagnvart þriðja manni végna athafna eða athafnaleysis verk- takans eða starfsmanna hans.“ Frá reglu þessri eru margar mikilvægar undantekningar, sem leiða til þess, að aðalreglan hefur takmarkað gildi. Um undantekningarnar segir á þessa leið í Rest. 2nd, bls. 370: „Þær eru svo margar og hafa þrengt „aðalregluna“ svo verulega, að það er ekki unnt að kalla hana „aðalreglu," nema í þeirri merkingu, að henni er beitt, þegar engin sérstök ástæða er til að víkja frá henni.“ Undantekningarnar eru ekki nýjar af nálinni. Þegar árið 1937 er í dómi einum, sem oft er vitnað til, vikið að hnignun aðalreglunnar. Ségir efnislega í dóminum, að með sanni megi segja, að reglan skipti nú fyrst og fremst máli sem formáli fyrir upptalningu á undantekningum frá henni.19 Undantekn- ingunum er oft skipt í þrjá meginflokka. 18 Price & Bitner, bls. 273. 19 Málið Pacific Fire Ins. Co. v. Kenny Boiler & Mfg. Co., 201 Minn. 500, 277 N.W. 226 (1937). Um fyrstu dóma um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum í Englandi sjá P.S. Atiyah, Vicarious Liability in the Law of Torts, London 1967, bls. 327-332. 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.