Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 40
Besnerv. Central Trnst Co. of Neiu York, 230 N.Y. 357, 130 N.E. 577, 23 A.L.R. 1081 (1921). Starfsmenn verktakans E önnuðust stjórn á lyftum í versl- unarhúsi J. J fékk annan verktaka til að setja upp eldvarnar- hurðir, sem lögskylt var að hafa á opum inn í lyftugöngin. B, starfsmaður síðargreinds verktaka, fórst vegna gáleysis starfs- manns E. J vissi eða mátti vita, að hættulegt var að starfrækja lyftuna á meðan vinnan við eldvarnarhurðirnar stóð yfir. 1 dómi segir, að við þessar aðstæður hafi sú skylda hvílt á J gagnvart B að láta starfrækja lyftuna með eðlilegri aðgát. B mátti treysta því, að umbúnaður á staðnum væri forsvaraniegur. Talið var, að það leysti J ekki undan skyldu hans til að gera sérstakar varúð- arráðstafanir, að sjálfstæðir verktakar höfðu umræddar fram- kvæmdir með höndum. Maioney v. Rath, 69 Cal. 2nd 142, 445 P. 27id 513, 71 Cal. Rptr. 897 (1968). Kona nokkur fékk bifreiðaverkstæði til að gera við hemla bif- reiðar sinnar. Tók viðgerðin til alls hemlakerfisins. Um 3 mánuð- um síðar, er konan hugðist stöðva bifreiðina við umferðarljós, biluðu hemlarnir með þeim afleiðingum, að árekstur varð. Bil- unin varð rakin til mistaka starfsmanna verkstæðisins. Konan var talin bera ábyrgð á sök þeirra, vegna þess að henni var sem eiganda bifreiðarinnar skylt að lögum að hafa hemlana í góðu lagi og sú skylda var talin „óframseljanleg." Þetta eru aðeins þrír dómar af mýmörgum um sama efni. Veita þeir að sjálfsögðu afar takmarkaða hugmynd um hverjar þær skyldur séu, sem bandarískir dómstólar telja „óframseljanlegar“ í þeirri merkingu, er hér um ræðir. Þessir dómar varða skyldu til að raska ekki stuðn- ingi, sem hús nágranna hefur af aðliggjandi jarðvegi,21 skyldu til að hafa umbúnað húsakynna nægilega öruggan og skyldu til að halda bif- reið í lögmæltu ástandi. Aðrar skyldur, er taldar hafa verið „ófram- seljanlegar“ eru t.d. skylda farsala eða farmflytjanda (,,carrier“) til að veita farþega öruggan flutning eða annast farm af kostgæfni, skylda bæjarfélags til að gera við götur bæjarins, skylda til að hindra ekki 21 Sjá 422A gr. Rest. 2nd. Samkvæmt 817. gr. Rest. 2nd hvílir hrein hlutlæg ábyrgð á þeim, sem veldur landssigi með því að raska nauðsynlegum stuðningi lands í eigu annars manns. 134

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.