Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 44
Til þess að gefa heildarmynd af bandarískri dómaframkvæmd um eðlislæga hættulega starfsemi þyrfti að rekja miklu fleiri dóma, en þess er ekki kostur hér. Verður látið nægja að telja upp helstu flokka tilvika, sem felld hafa verið undir slíka starfsemi, en þau eru: Vinna við gröft á eða við vegi, sem notaðir eru til almennrar umferðar, bygg- irigarframkvæmdir eða viðgerðir í námunda við vegi og aðrar um- ferðarleiðir, framkvæmdir, sem geta teppt vegi eða hindrað umferð, notkun elds til að eyða gróðri á ákveðnum landsspildum (sinubruni o.þ.h.), niðurrif hárra reykháfa o.þ.h. og stíflugerð.25 Fræðimenn hafa dregið þá ályktun af samanburði á dómsúrlausnum, að reglur um eðlislæga hættulega starfsemi takmarkist við athafnir, sem mikil hætta stafar af fyrir næsta umhverfi eða sérstök hætta fyrir þá, sem eru nærstaddir og að fyrirfram megi gera sér grein fyrir þörfinni á ákveðnum varúðarráðstöfunum. Áherslan er hér lögð á að hættan sé óvenjuleg og kalli á sérstaka, óvenjulega aðgát.2c Hér er um að ræða æði teygjanlega afmörkun. Er því ekki að undra, að stund- um gangi illa að leita sannleikans í þessu efni. Mörg takmarkatilvik koma upp í framkvæmd, þrátt fyrir nokkrar leiðbeiningar í Rest. 2nd. Eftirfarandi dæmi frá Prosser er til nokkurrar skýririgar: Sá sem fær vörubifreiðarstjóra til þess að annast flutning fyrir sig, veit að um- ferðarslys getur hlotist af of hröðum akstri eða bilun bifreiðarinnar. Það er ekki eðlislæg hætta í þeirri merkingu, sem bandarískir dóm- stólar leggja í orðin. Verkkaupi ber því ekki skaðabótaábyrgð á þessu „venjulega" gáleysi (þ.e. búast mátti við gáleysi sem þessu). Hins vegar á reglan um ábyrgð verkkaupa við, er vörubifreiðarstjórinn á að flytja stóra trjáboli og sýna þarf sérstaka aðgætni við það að ganga tryggilega frá farminum á bifreiðinni. 1 þessu tilfelli er sérstök hætta á ferðum.27 Fjallað hefur verið mjög almennt um þrjá flokka undantekninga frá almennu reglunni um, að menn beri ekki bótaábyrgð vegna tjóns af völdum sjálfstæðra verktaka eða starfsmanna þeirra. Hinar eiginlegu undantekningar (annar og þi'iðji flokkur hér að framan) varða, svo sem áður er fram komið, ýmis sérstök athafnasvið, einkum þar sem verkkaupa er talið skylt að sjá um að öðrum mönnum stafi ekki hætta af landi, mannvirkjum eða lausafé. Ýmsar undantekningarreglnanna 25 Prosser, bls. 472-3. 26 Prosser, bls. 473. 27 Prosser, s.st. 138

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.