Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 51
og- má því oft lesa mun meira úr bandarískum dómum en íslenskum, en það haggar því ekki, að öllum dómum er fyrst og fremst ætlað að skera úr tiltekinni deilu. Örðugleikar við samningu hnitmiðaðrar bóta- reglu eftir mörgum dómum eru mjög líklegir til að valda því, að skrif- aða reglan verði of rúm, þ.e. nái til fleiri atvika en til var ætlast eða eðlilegt má telja. Bandarískir dómstólar fara mjög eftir ,,Restatement“, og má því búast við, að reglan, sem tekin er upp í ritið, leiði til víð- tækari ábyrgðar en til var stofnað, ef hún er rýmri en þau fordæmi, sem hún er dregin af. Þetta gæti hugsanlega valdið víxlverkunum í þá átt að víkka gildissvið reglna um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum. Það mælir gegn þessari tilgátu, að í Englandi hefur ábyrgð á sjálf- stæðum verktökum breiðst verulega út, þó að þar sé ekkert, sem svarar til „Restatement.“3S Þetta nægir þó ekki til að kollvarpa tilgátunni, því að mjög erfitt er að fullyrða um, hvort svipaðar ástæður liggj að baki síðari tíma þróun umrædds réttaratriðis í báðum þessum löndum. Að ofan var látið að því liggja, að bandarísku reglurnar um sjálf- stæða verktaka væru sumar hverjar óheppilega rúmar. E.t.v. er það þó verra, hversu teygjanlegar ýmsar þeirra eru, og var áður vikið að því atriði, bæði í sambandi við „eðlislæga hættuléga starfsemi“ (í lok 4. kafla) og „collateral" gáleysi (í 5. kafla). Eins og greint er í lok 4. kafla falla sumar reglnanna saman að verulegu leyti eða skarast og mynda m.a. þess vegna ekki samstæða heild. Þegar dregnir eru saman helstu gallar þeirra, má ségja, að þær séu í heild flóknar og óskýrar og til þess fallnar að skapa réttaróvissu á ýmsum mikilvægum athafna- sviðum. Út af fyrir sig er það kostur, að reglurnar skuli vera ólögfestar, því að auðveldara er að breyta þeim en ella væri. Reglurnar eru að ýmsu leyti þjálar og leiða oft til eðlilegrar niðurstöðu eða a.m.k. niðurstöðu, sem samrýmist ríkjandi sjónarmiðum í norrænum skaðabótarétti. Þann sem þetta ritar, skortir þekkingu til að gefa skýringar á, hvers vegna ábyrgð á sjálfstæðum verktökum í bandarískum rétti hefur þróast í það horf sem nú er. Ekki er ólíklegt að mörgum norrænum lögfræðingum finnist, a.m.k. við fyrstu sýn, bandarískir dómstólar beiti á stundum furðulegustu ráðum til að koma ábyrgð á verkkaupa vegna sakar verktaka, og að ýmsar reglna um þá ábyrgð séu til orðnar til þess eins að veita tjónþola úrlausn, þegar verktaki er ógjaldfær og tjónþoli á engan rétt eftir hinni hefðbundnu meginreglu um, að 38 Meira að segja fullyrðir Prosser (bls. 468), að enskir dómstólar gangi lengra en bandarískir í þessu efni. Ekki er sú staðhaefing þó rökstudd sérstaklega. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.