Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 59
Vinnumarkaðsréttur Guðni Haraldsson: Friðarskyldan. Þjóðaréttur Pétur Gunnar Thorsteinsson: Beiting þjóðaréttar fyrir íslenskum dómstólum. Halldór Jón Kristjánsson: Um réttarstöðu einstaklings í þjóðarétti. Ragnhildur Hjaltadóttir: Um tæmingu innlendra réttarfarsúrræða skv. 26. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. 6. BREYTINGAR Á NÁMSTILHÖGUN í LAGADEIL Vorið 1979 voru gerðar allverulegar breytingar á reglugerð Háskóla íslands nr. 76/1958, sbr. augl. nr. 17/1979 um breytingar á reglugerðarákvæðum um nám í lagadeild. Þær breytingar voru í aðalatriðum byggðar á tillögum náms- nefndar lagadeildar, sem í eiga sæti fulltrúar kennara og nemenda. Helstu breytingar á námstilhögun og prófum í lagadeild eru þessar: Áfanga- próf í tilteknum greinum var áður aðeins heimilt að þreyta á einu og sama próftímabili í hverri grein, og var prófið aðeins haldið að vori. Nú hefur þessi prófheimild verið mjög rýmkuð. Heimilt er nú að þreyta áfangapróf á hverju þriggja próftímabili eftir að stúdent átti þess fyrst kost að þreyta prófið, og þá einnig að hausti. Með almennu lögfræðinni er nú á fyrsta ári haldið námskeið í heimspeki- legum forspjallsvísindum. Prófið í þeirri grein er haldið í desember og vegur einkunn 20—25% einkunnar í almennri lögfræði. Prófið í almennri lögfræði er haldið í maímánuði, svo sem verið hefur. Skaðabótaréttur, sem fram að þessu hefur verið kenndur í 2. hluta, verður eftirieiðis meðal námsefnis í fjármunarétti í 1. hluta iaganáms. Prófi í raunhæfu verkefni hefur verið skipt í tvö próf, og er gefin ein einkunn fyrir hvort. Þá hefur sú breyting verið gerð á reglum um próf að munnleg próf í laga- deild eru að mestu felld niður. í fyrsta hluta eru öll próf skrifleg fyrir þá, sem innritast hafa eftir 1. júlí 1979. Stúdentar skráðir í lagadeild á árinu 1975 og fyrr skulu þreyta munnlegt og skriflegt lokapróf í kennslugreinum, sem þeir hafa ekki lokið áfangaprófum í. Þessi tilhögun gildir til haustprófa 1980. Þá hefur reglum um tímamörk náms í lagadeild verið breytt. Stúdent skal Ijúká prófi í almennri lögfræði er hann hefur verið samfleytt í 2 ár í deildinni. Hann skal Ijúka prófi í 1. hluta eigi síðar en eftir 3ja ára nám í deildinni og 2. hluta prófi, er hann hefur verið við nám í 6 ár í deildinni. Embættisprófi skal hann Ijúka ekki síðar en þegar hann hefur verið 8 ár í deildinni. Undanþágur má lagadeild veita frá þessum ákvæðum vegna veikinda og svipaðra víta- leysisástæðna. Kennslu er nú lokið fyrir 1. apríl ár hvert. 6. HEIMSPEKILEG FORSPJALLSVÍSINDI í LAGADEILD Á s.l. vori samþykkti háskólaráð að hætt skyldi kennslu í heimspekilegum forspallsvísindum í sinni hefðbundnu mynd. Áfram skyldi þó kenna greinina í öllum deildum háskólans og einkunn vera veginn hluti af lokaeinkunn í sam- ræmi við reglur hverrar deildar. Deild var í sjálfsvald sett hvort námsgreinin 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.