Dvöl - 01.01.1940, Page 36

Dvöl - 01.01.1940, Page 36
30 DVÖL 0Deitastúí£aii Brot úr löngu kvæði Eftir (i< uOíiiinii JóiiHilóttui' trá Höinrnui Landið eldhrauns og ísa á ógnir og vetraróál. En vordýrðin strengi stillir, svo steinn og vœttur fœr mál. Við máttugan söng og myrka þögn þar mótaðist hennar sál. Útþráin draumlönd eygði í eilífri sumarglóð, er fuglar á sceinn flugu og fennti í haustsins slóð, en átthagatryggðin bjó innst í hug sem ósungið brjóstsins Ijóð. Þau bönd voru örugt ofin við íslenzkra dala skaut. Tónninn i björgum bundinn, er bergmál á stundum hlaut, kallaði á hjartað og hreif til sín ef heiman var lagt á braut. Arf hennar eilift geyma átthagans gullnu vé. Þar festi hún fyrstu rœtur, við fjallanna skjól og hlé; þær heimta nœringarnœgtabrunn, við náttúru móðurkné. Þar vex hún frá mey til móður, mild og tigin og prúð. Með sólbrendri sœrðri hendi að sofandi rós er hlúð. En demöntum fegra drýpur um brár döggvanna sumarskrúð. inu og þjóSlífinu, sem orðið hefði síðan hann flutti vestur. Allt í einu segir kona hans góðlátlega við mig: „Þú mátt ekki segja honum svona mikið frá íslandi. Ég veit ekki, hvort hann þolir þá geðbreytingu.“ Alla sína æfi hafði séra Hans þráð að koma heim. Alveg sér- staklega hafði hann hlakkað til að koma heim 1930 með Guðmundi Gíslasyni lækni, tengdasyni sínum, og konu hans. Það varð því miður ekki. En kona hans sagðist halda, að ef einhver góðvinur kæmi með farseðil og byði honum heim yfir hafið mikla, þá myndi hann hik- laust þiggja boðið. Honum myndi heyrast ísland kalla.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.