Dvöl - 01.01.1940, Page 37

Dvöl - 01.01.1940, Page 37
D VÖL 31 \ori-laiul Gullkista Svíþjóðar - eða banabiti Kftii' .lón MagiuisMon, fil. cand. Það er ekki með öllu ósennilegt, að síðar meir verði árin 1920—1940 talin gullaldartímabil í sögu Sví- þjóðar. Keppinautarnir um völdin i Eystrasalti, Rússland og Þýzka- land, voru báðir bugaðir eftir stríð- ið. Þýzkaland gjörsigrað og afvopn- að, en röð smáríkja við austur- strönd Eystrasalts bægði Rússum frá hafinu. Svíar höfðu jafnan ótt- azt framsókn Rússa til Atlantshafs- ins, en eftir byltinguna var sá draugur kveðinn niður um stundar sakir, og nú hófst velmegunartíma- bil í Svíþjóð, sem einna helzt má líkja við þá tíma, er Svíþjóð komst í tölu stórvelda Evrópu. Nú er Sví- þjóð að vísu ekki hernaðarstórveldi, en almenn velmegun landslýðsins er meiri en í nokkru öðru landi álf- unnar. Á þessum árum blómgaðist iðnaðurinn og framleiðslan jókst, þrátt fyrir kreppuna, er fylgdi í kjölfar stríðsins. Mikill hluti af útflutningsverð- mæti Svíþjóðar kemur frá Norr- landi, en svo eru einu nafni kölluð nyrztu héruð landsins. Þau eru hrjóstrugust og strjálbýlust. Sví- þjóð er frá fornu fari skipt í þrjá landshluta: Götaland, Svealand og Norrland. Norrland er þeirra stærst, að flatarmáli um 58% af stærð landsins alls, en íbúarnir aðeins ein miljón. Þar er hálent mjög og hallar landinu niður að Helsingja- botni i aflíðandi hjöllum. Við ströndina er láglent og víða all- frjósamar byggðir, en er ofar dreg- ur, taka við skógi vaxnir ásar og hæðadrög. Þar er skógabelti Norr- lands, hinir sígrænu greni- og furu- skógar. Á 400 metra hæð yfir sjáv- arflöt hverfur barrskógurinn og við tekur lágvaxið birkikjarr á stangli, heiðaflákar, mýrar og vötn, en ofar enn gnæfa háfjöllin. Hæst er Kebnekaise, sem er ofurlítið hærra í loftinu en Öræfajökull. Þetta er land Lappanna. Þarna hafa þeir reikað með hreindýra- hjarðir sínar frá ómunatíð. Og þarna eru mestu járnnámur Sví- þjóðar, í fjöllunum rétt norðan við heimskautsbauginn. Talið er, að Norrland nái suður til Dalarna og Upplands, en venju- lega er þó aðeins átt við nyrztu hér- uðin, þegar talað er um Norrland. Það er Lappland, háfjallasvæðið, og Vásterbotten, strandlengjan. Norrland er hrjóstrugt land og illa fallið til akuryrkju. Fyrr á öldum var aðalatvinnuvegur við ströndina og í dölunum búfjárrækt. í skóg- unum var gnótt veiðidýra, og í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.