Dvöl - 01.01.1940, Síða 37

Dvöl - 01.01.1940, Síða 37
D VÖL 31 \ori-laiul Gullkista Svíþjóðar - eða banabiti Kftii' .lón MagiuisMon, fil. cand. Það er ekki með öllu ósennilegt, að síðar meir verði árin 1920—1940 talin gullaldartímabil í sögu Sví- þjóðar. Keppinautarnir um völdin i Eystrasalti, Rússland og Þýzka- land, voru báðir bugaðir eftir stríð- ið. Þýzkaland gjörsigrað og afvopn- að, en röð smáríkja við austur- strönd Eystrasalts bægði Rússum frá hafinu. Svíar höfðu jafnan ótt- azt framsókn Rússa til Atlantshafs- ins, en eftir byltinguna var sá draugur kveðinn niður um stundar sakir, og nú hófst velmegunartíma- bil í Svíþjóð, sem einna helzt má líkja við þá tíma, er Svíþjóð komst í tölu stórvelda Evrópu. Nú er Sví- þjóð að vísu ekki hernaðarstórveldi, en almenn velmegun landslýðsins er meiri en í nokkru öðru landi álf- unnar. Á þessum árum blómgaðist iðnaðurinn og framleiðslan jókst, þrátt fyrir kreppuna, er fylgdi í kjölfar stríðsins. Mikill hluti af útflutningsverð- mæti Svíþjóðar kemur frá Norr- landi, en svo eru einu nafni kölluð nyrztu héruð landsins. Þau eru hrjóstrugust og strjálbýlust. Sví- þjóð er frá fornu fari skipt í þrjá landshluta: Götaland, Svealand og Norrland. Norrland er þeirra stærst, að flatarmáli um 58% af stærð landsins alls, en íbúarnir aðeins ein miljón. Þar er hálent mjög og hallar landinu niður að Helsingja- botni i aflíðandi hjöllum. Við ströndina er láglent og víða all- frjósamar byggðir, en er ofar dreg- ur, taka við skógi vaxnir ásar og hæðadrög. Þar er skógabelti Norr- lands, hinir sígrænu greni- og furu- skógar. Á 400 metra hæð yfir sjáv- arflöt hverfur barrskógurinn og við tekur lágvaxið birkikjarr á stangli, heiðaflákar, mýrar og vötn, en ofar enn gnæfa háfjöllin. Hæst er Kebnekaise, sem er ofurlítið hærra í loftinu en Öræfajökull. Þetta er land Lappanna. Þarna hafa þeir reikað með hreindýra- hjarðir sínar frá ómunatíð. Og þarna eru mestu járnnámur Sví- þjóðar, í fjöllunum rétt norðan við heimskautsbauginn. Talið er, að Norrland nái suður til Dalarna og Upplands, en venju- lega er þó aðeins átt við nyrztu hér- uðin, þegar talað er um Norrland. Það er Lappland, háfjallasvæðið, og Vásterbotten, strandlengjan. Norrland er hrjóstrugt land og illa fallið til akuryrkju. Fyrr á öldum var aðalatvinnuvegur við ströndina og í dölunum búfjárrækt. í skóg- unum var gnótt veiðidýra, og í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.