Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 40

Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 40
34 D VÖL vandamáls. Að lokum fundu er- lendir málmfræðingar nýjar að- ferðir til að vinna málm úr járn- steininum, svo að mikið fosfór reyndist nú heldur kostur en hitt. Og nú hefst blómaöld Norrlands. Járnbraut var byggð frá hafnar- borginni Luleá til Gellivare, og eftir mikið þjark og þref í sænska þinginu var loks ákveðið að byggja ,,landamærabrautina“ frá Gellivare um Kiirunavara og Luossavara til landamæra Noregs og Svíþjóðar. Þaðan var örskammt ofan til Nar- vik í Noregi, en þar er íslaus höfn árið um kring. Hins vegar eru hafn- irnar við Helsingjabotn lagðar meiri hluta vetrar. Þessi braut er hið mesta mannvirki og kostaði líka 6 sinnum meira en upphaflega var ráð fyrir gert. Verkfræðingarn- ir, sem lögðu brautina, áttu við mikla og margháttaða örðugleika að stríða. Menn og skepnur frusu i hel, klakinn lyfti brautinni á margra mílna svæði, snjóflóð sóp- uðu birgðalestum ofan snarbrattar fjallshlíðar og lækir, sem í júní voru litlir og sakleysislegir, breytt- ust í beljandi stórár í júlímánuði og ruddu burt öllu, sem á vegi þeirra varð. En brautin var lögð, þrátt fyrir alla örðugleika, og fyrsta skipið hlaðið járnsteini frá Kiirunavara lét úr höfn í Narvik árið 1902. Um þessar mundir börðust tvö voldug hlutafélög um yfirráðin á námasvæði Lapplands, og lauk þeirri keppni svo, að hið þriðja og stærsta, Grángesbergfélagið, keypti stærstu námurnar, þær í Kiiruna- vara og Luossavara, og á þær í fé- lagi við sænska ríkið. Ríkið fær á- kveðið gjald af hverri smálest af járnsteini og auk þess helming af hreinum arði. Það hefir rétt til að kaupa öll hlutabréf í þessum nám- um árið 1947. Leyft er að brjóta 9 miljónir smálesta af járnsteini á hverju ári. Níu miljónir smálesta af járnsteini er sannarlega enginn smáslatti. Ef öllu þessu járngrýti væri hlaðið í teningsmyndaðan hlaða, yrði hann 125 metrar á hvern veg. Og þó sér ekki högg á vatni. Þarna eru heil fjöll úr járn- steini. Talið er, að járnsteinsforð- inn í fjöllum Lapplands sé alls um 2000 miljónir smálesta, þar af um 1500 milljónir í Kiirunavara. Til samanburðar má geta þess, að árið 1910 var áætlað að allur járnsteins- forði Evrópu væri um 12000 milj- ónir smálesta. Ýmsir hagfræðingar hafa áfellst sænsku stjórnina fyrir að leyfa ekki að brjóta meira en 9 miljónir smálesta á ári úr þess- um auðugu námum. Nú er járn- steinninn í háu verði á heimsmark- aðinum og óvíst hvort aðstaðan verði eins góð síðat meir. Auk þess fengju þá fleiri sænskir verkamenn atvinnu. En Svíar eru forsjálir og vilja tryggja komandi kynslóðum nægan málm í sínu eigin landi. Og þrátt fyrir þessi útflutningshöft, er helmingur alls þess járngrýtis, sem selt er á frjálsum markaði í heim- inum, frá Lapplandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.