Dvöl - 01.01.1940, Síða 42

Dvöl - 01.01.1940, Síða 42
36 DVÖL um, einkum Bretlandi. Aukin tækni átti og sinn þátt í þessum breyt- ingum. í Norrlandi voru byggðar stórar sögunarmyllur við ósa stór- fljótanna. Trén voru felld að vetr- inum og þeim fleytt ofan eftir án- um á vorin. Að þeim flutningum starfa vanir menn, enda þarf oft snarræði og áræði til að koma trjá- flotanum yfir flúðir og þrengsli í ánum. Trjábolirnir eru merktir, og hirðir hver verksmiðja sína, þegar að ósi kemur. Við sögunarmyllurn- ar féll til mikill úrgangur, og til þess að koma honum í verð, voru reistar verksmiðjur til pappírs- gerðar, og nú á síðustu áratugum er farið að vinna úr honum trjá- kvöðu (trámassa) til gervisilki- gerðar. Sú framleiðsla hefir aukizt gífurlega hin síðari árin. Árið 1931 nam verðmæti útfluttrar trjávöru frá Svíþjóð um 370 miljónum kr. og er þá pappír ekki meðtalinn. Meiri hluti þessarar vöru kom frá Norrlandi. Til þess að koma í veg fyrir að skógarnir eyddust, er svo geypilega var að unnið, ákvað sænska þingið að hver, sem skóg heggur, skuli skyldugur að gróðursetja skóg á jafnstóru svæði og því, sem höggv- ið var. Með þessu ákvæði er séð fyrir því, að ávallt verði til nógir skógar í Svíþjóð og komandi kyn- slóðir taki ekki við skóglausu landi. Þarna kemur í ljós sama forsjálni og sú, er svo var mælt fyrir, að ekki mætti vinna nema ákveðið magn af járnsteini, þótt nógu sé af að taka. Um langan aldur höfðu menn vitað, að í Norrlandi voru grænir skógar. En að þar fyndist gull að auki, kom mönnum á óvart. Árið 1924 fundust ýmsir dýrmætir málmar í Boliden, sem er uppi í landi skammt frá hafnarborginni Skellefteá. Verðmætustu málmarn- ir, er þarna fundust, voru kopar, silfur og gull. Þessi fundur var engin tilviljun, eins og fundir silf- urnámanna í Norrlandi, heldur ár- angur vísindalegra rannsókna, sem of langt mál yrði að skýra frá. Bo- liden er nú auðugasta gullnáma Evrópu, og verðmæti gullsins, sem unnið er þar árlega, nemur um 40 miljónum sænskra króna. Hið strjálbýla og hrjóstruga Norrland leggur því til mikinn hluta af þjóðartekjum Svía. Járn þess og timbur eru vörur, sem stór- þjóðirnar þurfa nauðsynlega á að halda, — ekki sízt í styrjöld. Það er engan veginn auðvelt fyrir Svía að þræða bil beggja og skipta bróðurlega milli beggja aðila. Rjúfi Englendingar norska landhelgi og stöðvi málmflutninga frá Narvik, verður torvelt fyrir Þýzkaland að fá það járngrýti frá Svíþjóð, sem það þarfnast, vegna þess að hafn- irnar við Helsingjabotn eru lagðar mestan hluta vetrar, en ógjörlegt er að flytja járnsteininn með járn- brautarlestum til Þýzkalands. Fari svo, er ekki gott að vita, hverra bragða Þjóðverjar leita til að teppa flutninga á sænskum járnsteini til Englands. Þá hefir og aðstaða Sví-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.