Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 3 Slakaö á með fotbolta í vinnunni 35 ára afmæíi kirkjugarðsins í Grafarvogi var núna um dag- inn. Starfsmenn í garðinum, sem dytta að hinu og þessu en sjá aðailega til þess að garðurinn sé snyrtilegur og til sóma, brugðu á það ráð að skemmta sér í sólinni. Hressir krakkar fóru í fótbolta og spörkuðu tuðru á milli sín og höfðu bara gaman af. Aðrir sem ekki voru alveg í stuði til þess að sparka í bolta sátu hjá og spjölluðu um heima og geima en víst er að góða veðrið lék við aila sem viðstaddir voru. Spurning dagsins Var í lagi að skvetta grænu skyri? Það verður að stöðva þessa náttúrumengun „Já, það var í lagi, fínu lagi. Það verður að gera eitthvað óhefð- bundið og ögrandi til þess að stöðva þessa náttúrumengun." Eygló Björnsdóttir, nemi í pásu „Það var ekki í lagi. Það er asna- legt að henda grænu skyri. Eitthvað sem ég myndi aldrei gera." Jovanna Schally nemi. „Það var alls ekki í lagi. Það leysir engan vanda að skvetta skyri á fólk.Frekará maður að setj- astniðurog ræða málin saman." Alda Ægisdóttir nemi. „Það fer nú allt eftir þvi hvort fólkið hafi átt það skilið og í þessu tilfelli gefur það augaleið að það átti það fullkomlega skilið." Jón nagmús allrahanda- sýslari. „Nei, það var rangt afþeim að gera það. Þetta var bara dóna- legt. Ég hefði sko ekki viljað fá skyryfir mig." Valdís Ýr Vigfúsdóttir ísbúðarstarfsmaður. Nú á dögunum fóru fram mikil mótmæli fyrir utan Nordica hótel vegna framkvæmda við Kárahnjúka.Á Nordica hóteli fórfram ráð- stefna um ál og álver. Nokkrir mótmælendur tóku sig til og skvettu skyri, sem þeir höfðu blandað við grænan matarlit, á nokkra ráð- stefnugesti og varatvinnumótmælandinn Paul Gill handtekinn í framhaldi af því og situr hann enn í fangageymslu. Létt yfir mannskapnum ina til Barcelona. Valdimar Grímsson var einn lykilmanna ís- lenska liðsins á þessu móti og hann man vel eftir því þegar lagt var upp í ferðina. „Það var frábær stemning enda var valinn maður í hverju rúmi. Ég man að við vorum í einstaklega fallegum göllum. Það var létt yfír mannskapnum enda duttum við frekar óvænt inn á leik- ana í stað Júgóslavíu. Árangurinn á mótinu var líka alveg frábær," sagði Valdimar. íslenska landsliðið í hand- bolta gerði það gott á Ólympíu- leikunum í Barcelona árið 1992. Liðið hafnaði í fjórða sæti sem er besti árangur liðsins á stórmóti ásamt árangri íslands á Evrópu- meistaramótinu í Svíþjóð árið 2002 en þá hafnaði liðið einnig í fjórða sæti. íslenska liðið safnaðist saman fyrir framan höfuðstöðvar fþrótta- og ólympíusambands fslands í laugar- dalnum áður en það lagði upp í ferð- Gamla myndin Málið Grey hefur margar merkingar í nútímamáli en sú elsta er tík, hundur. Oft er grey notað I góðlátlegum dekurtóni og þá sagt„greyið mitt"en það er svipað og„skinnið mitt". Grey ergamalt orð ímálinu, komið á bækur á 18. öld en er talið eldra. Grey er stundum tengt við grár og ætti grey því að hafa verið grár hundur, samanber ensku gray eða grey. reynd... ...að á einum sex- htiða teningi eins og notaður er íflestum borðspiium er21 punktur í heildina. ÞAU ERU FEÐGIN Skordýrafræðingurinn & rithöfundurinn Forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Jón Gunnar Ottós- son, og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir eru feðgin. Þau eru ættuð úr Mosfellsdalnum og koma afmikl- um skáldum og náttúrunnendum. Síðustu ár hefur Auður búið í Danmörku. Hún hlaut íslensku bók- menntaverðlaunin I flokki fagurbókmennta, sem afhent voru fyrr á árinu, fyrir bókina Fólkið í kjallar- anum. Jón Gunnar er Ph.D. skordýrafræðingur og 1994 hófhann störfsem forstjóri Náttúru- fræðistofnunar. Glæsilegur kristall og handunnið íslenskt gler Frábært verð - mikið úrval demetra • Skólavörðustíg 21a • 101 Reykjavík • s: 551 1520

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.