Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. JÚNl2005 Fréttir DV Hræ rekur að landi 22 dýrahræ hefur rekið á fjöru í Trékyllisvík fyrir vestan, að því er lesa má á bb.is. Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur hefur sagt að ekkert útiloki það, sam- kvæmt þeim myndum sem hún hefur séð, að þetta séu marsvínskálfar, en marsvín eru tegund af selum. Hún segir að marsvín hafi áður rekið á fjörur hér við land, meðal annars árið 1982, en þá rak stóra marsvínavöðu, alls um 300 dýr, á land við Rif á Snæfellsnesi. Marsvín hópa sig í stórar vöður og telur Droplaug kálfana úr einni slíkri. Hafnfirðing- arvildu ekki hundana Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðar sá ástæðu til að auglýsa að hundar mættu ekki koma í mið- bæinn á meðan á 17. júní hátíðahöldum stóð í bænum. Ástæðan mun vera sú að fyrir nokkrum árum beit hundur barn þann 17. júní. Hundaeig- endur í Hafnarfirði virtu þetta bann misjafnlega mikils en margir gengu með hunda sína um miðbæinn í góðviðrinu, en ekki er vitað til þess að börn eða fullorðnir hafi verið bitnir þrátt fyr- irþað. Seld umfjöllun ífjölmiölum? Bolll Thoroddsen, formaöur Heimdallar. „Mér finnstþetta I lagi svo framariega sem þaö kemur fram að umfjöllunin sé samkvæmt samkomulagi viökomandi fjöl- miðils og þess sem I hlut d. öðru- máli gegnir efumeraðræða fréttir eða fréttaskýringu þarsem lesendur mættu ætla að um væri að ræða hlutlausa umfjöllun." Hann segir / Hún segir „Nei. Fjölmiðlar eiga alltafað velja frétt út frá fréttagildi henn- ar. Það sem markar fréttagildi er oftar en ekki mat fjölmiðlafólks sem á samkvæmt öllu að vera hlutlaust og fyrst og fremst þjóna neytendum." Þórhlldur Ólafsdóttir, útvarpskona á Talstööinni. Hjón utan af landi með tvö börn fengu ekki að fara með Iceland Express-vél til Kaupmannahafnar og var sagt að þau ættu ekki bókað fyrr en degi síðar. Fram- kvæmdastjóri félagsins viðurkennir, ef satt sé, að kaldranalega hafi verið komið fram við börnin og vill bæta þeim skaðann eins og hægt er. en vélin flaug með laus sæti ■ Birgir Jónsson framkvæmdastjóri vill bæta skaöann Hann segir að reglurnar séu nauðsynlegar vegna þeirra sem reyna aö brjóta þær og koma sér ódýrt út. Þaö breyti þvf hins vegar ekki, að í sumum tilfellum sé nauðsynlegt að líta á mannlegu hliðina og meta út frá þvf. Hann hafi fulla sam- úð með börnunum og skilji mæta vel vonbrigði þeirra. „Okkur var sagt að við gætum greitt 64 þúsund rúmar ef við vild- um fara með fluginu á laugardag eða farið til baka og fundið okk- ur gistingu, en næg sæti voru laus í vélinni," segir kona sem taldi sig eiga pantað far með Iceland Express til Kaupmannahafnar á laugardag, en reyndist eiga bókað sæti í gær. Þau voru send til baka með grátandi börnin en vélin flaug út með næg laus sæti fyrir þau öll. í vetur keyptu hjónin miða fyrir sig og tvö böm sín með Iceland Express til Kaupmannahafiiar þann 18. júní. Þau em utan af landi og höfðu gengið frá íbúðaskiptum við Dani sem dvelja í þeirra húsi á með- an. Þegar þau mættu á flugvöllinn var bókunardagurinn rangur. „Bömin grétu og við stóðum eins og þvörur. Það var allt í lagi með okkur, en verra með bömin sem höfðu hlakkað til í fleiri vikur. Það var erfitt að skýra út fyrir þeim hvers vegna við færum ekki," segir konan, en bömin vom óhuggandi og óttuðust að ævintýrið um sumarleyfið væri á enda. Starfsfólk ótrúlega stíft „Það gemr allt eins verið að mis- tökin séu okkar en það er ekki merg- urinn málsins. Okkur hefði fundist að þarna hefði mátt sveigja reglurn- ar barnanna vegna þar sem næg sæti vom í vélinni. Það hefði ekki verið nein fyrirhöfn fyrir starfsfólk félagsins sem var ótrúlega stíft í samskiptum við okkur.“ Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, játar að þarna hafi verið farið óþarflega stíft eftir reglum. „Reglur okkar kveða svo á um, að fólk fljúgi út þann dag sem það á bókað, en það er alveg rétt að í þessu tilfelli hefði mátt horfa á mannlega þáttinn og meta hlutina út frá því. Ég rengi ekki frásögn hjónanna, en á að sjálfsögðu eftir að fá staðfest hjá mínu fólki að næg sæti hafi verið í vélinni," segir Birgir og vill að fólkið hafi samband við sig þegar heim sé komið. „Við munum þá reyna að bæta þeim þennan skaða með afslætti í aðra ferð hjá okkur eða hugsanlega frí sæti síðar," segir hann. Viljum endilega bæta þeim óþægindin Birgir segir að reglurnar séu til- komnar vegna þess að það komi fyr- ir að fólk reyni að komast utan á öðr- um dögum en það eigi pantað. Sum- ir dagar vikunnar eru vinsælli en aðrir og sætin dýrari. Fólk hefur í sumum tilfellum keypt miða á ódýr- ari dögum og mætt svo á dýrari dög- um og vill komast með. Það segir sig sjálft að reglur þurfa að vera á þenn- „ViÖ munum þá reyna að bæta þeim þennan skaða með afslætti í aðra ferð hjá okkur eða hugsanlega frí sætisíðar." an hátt til að koma í veg fyrir mis- notkun. En ég ítreka að það þarf alltaf að meta undantekningartiífelli og starfsfólk okkar hefur heimild til þess að vera sveigjanlegt í þessum efiium," segir Birgir og þykir ákaf- lega leitt að þetta hafi valdið börn- unum vonbrigðum. Hann hafi fullan skilning á því. „Það bjargar ekki deg- inum fyrir þetta fólk, en við viljum endilega reyna að bæta þeim óþæg- indin," segir Birgir. bergijot@dv.is Samningar um grunnskólahúsið á Núpi. Fimm milljónir fyrir 500 fermetra hús Ríkiskaup á nú í viðræðum við Eignabæ í Garðabæ um kaup á grunnskólahúsinu á Núpi fyrir fimm milljónir. Þrjú önnur tilboð bárust í eign- ina, en Eyvindur Ólafsson í Reykja- vík bauð 3 milljónir, Bergþór Gunn- laugsson í Borgarnesi bauð 2,4 millj- ónir og Runólfur B. Gíslason á Sel- fossi bauð 1,2 milljónir króna í hús- ið. Hæsta tilboðið var hins frá fyrir- tækinu, Eignasaga ehf. sem núhefur dregið tilboð sitt upp á sjö milljónir til baka. Frá þessu er sagt á Þingeyr- arvefrium. Húsið var auglýst í þriðja sinn síðari hluta vetrar. f fyrsta sinn sem það var auglýst barst tilboð að upp- hæð tæpar níu milljónir en tilboðs- gjafi gat ekki staðið við það. Því var húsið auglýst aftur og barst þá að- eins eitt tilboð að upphæð 1.7 millj- ónir króna. ísafjarðarbær gat ekki fellt sig við það tilboð og auglýsti því í þriðja sinn með þessum árangri. Ekki náðist í forsvarsmenn Eignabæjar, sem skráður er í Kirkju- lundi 17 í Garðabæ, en ekki er vitað hvað eigendur hyggjast gera við skólahúsnæðið sem stendur á fögr- um stað og er í prýðilegu ásigkomu- lagi. Það er byggt árið 1975 og er um 490 fermetrar að stærð, þar af er íbúð sem er um 173 fermetrar að stærð. Tiu þúsund krónur fermetrinn! Efskóiahúsið á Núpi verðurselt á fimm milljónirþá erþað að öllum llkindum eitt lægsta fasteignaverö sem um geturárið 2005. Brunabótamat hússins er rúmar verða því að teljast ótrúlega hagstæð 63 milljónir króna og fasteignamat kaup miðað við verð á fasteignum á rúmar 14 milljónir króna. Þetta Vestfjörðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.