Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 25
ÐV Heilsan MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 25 Kalk og D-vítamín minnka líkur á Um 75% kvenna þjást af fyrir- tíðarspennu einhvemtíma á lífs- leiðinni. Fyrirtíðaspenna á sér stað 1-2 vikum fyrir egglos. Konur flnna fyrir pirringi, skapbrestum, þung- lyndi og kvíða. Að hafa nóg af kalki og D-vftamíni í mataræðinu getur minnkað líkurnar á fyrirtíðar- spennu. Þessi niðurstaða kemur úr nýrri skýrslu frá Massachusetts- háskóla í Amherst. Konur sem neyta álíka mikils af kalki og D- vítamíni og finnst í fjórum skömmtum af léttmjólk, appel- sínusafa eða fitulitlum mjólkur- vörum á borð við jógúrt minnka líkur á fyrirtíðaspennu til muna. Borða hollan mat Hvað gerir þúþértil heilsubótar „Ég stunda líkamsrækt f Laugum og fer i gönguferðir," segir Nína Björk Gunn- arsdóttir Ijósmyndari. „Svo borða ég náttúrulega góðan og hollan mat og passa að ég fái nægan svefn." Vottunarstofan Tún vinnur að nýsköpun íslenskrar matvælaframleiðslu í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru. Fyrsta vottunin af hálfu Túns var veitt árið 1996. Markmið Túns er að stuðla að uppbyggingu lífrænnar framleiðslu og veita fyrirtækjum og bændum þjónustu á því sviði. Níu stað- reyndir um átraskanir Þeim verslunum hefur fjölgað hér á landi á allra síðustu árum sem bjóða reglulega upp á lífrænt ræktaðar vörur. Nokkrar versl- anir sérhæfa sig í sölu á lífrænum afurðum, innfluttum og ís- lenskum. Lífræn ræktun er nú stunduð í flestum landshlutum og nokkur stærstu afurðasölufyrirtæki landsins hafa fengið vottun Túns til vinnslu á lífrænu grænmeti, mjólk, kjöti og sjávargróðri. Milli 30-40 aðilar á íslandi eru með vottun. „Lífrænar aðferðir hafa til dæmis þá sérstöðu að bannað er að nota erfðabreytt efni og erfðabreyttar líf- verur þannig að neytandinn getur verið nokkur tryggður fýrir því að h'f- rænar vörur innihaldi ekki erfða- breytt efrn,“ segir Gunnar og þykir það mjög mikilvægt. Hann telur að mikill meirihluti neytenda sé and- vígur því að neyta erfðabreyttra matvæla. Áhersla lögð á velferð búfjár Lífrænar aðferðir byggjast á því að framleiða vörur þannig að tekið sé tillit til allra þátta lífkeðjunnar, jarðvegs, vatns, gróðurs, dýra og manna. Þeir sem rækta lífrænt búfé ala það eingöngu á líffænu fóðri og leggja mikla áherslu á velferð dýr- anna, til dæmis gott húsiými, næga hreyfingu, útivist og lágmarks lyfja- notkun. Lífrænar búfjárafurðir, eins og mjólkurvörur, egg og kjöt, eru því til orðnar með öðrum aðferðum en hefðbundnar vörur. í líffænni ræktun er beitt skipti- ræktun og stjórnun beitarálags, svo landið bíði ekki hnekki. Við fram- leiðslu matjurta (grænmetis, ávaxta og korns) er eingöngu notaður h'frænn áburður og beitt líf- rænum vörnum gegn meindýrum, illgresi og sveppum. Lífrænar vörur hafa þá sérstöðu á markaði að allur ferillinn er vott- aður frá bóndanum til síð ustu úrvinnslu hráefnis. Dýrari framleiðsla í byrjun Gunnar segir framleiðslu á h'ffænum vörum vera þónokkuð dýrari en aðra og eru nokkur atriði sem valda því. Fyrst og fremst er varan dýr fyrstu árin meðan verið er að laga ræktunina að breyttum kröfum. Fyrst um sinn dregur úr uppskeru, og þetta er einnig heldur meiri vinna og menn þurfa jafnvel að breyta húsakynnum. Að auki fylgir þessu óvissa, sérstaklega til að byrja með, þegar verið er að læra á þessa Vottunarmerki Llf- rænt ræktaöar vörur má þekkja á vottun- armerkinu. Krabbamein og alsæla Samkvæmt nýjum rannsóknum frá háskólanum í Birmingham geta þunglyndislyfið Prozac og eiturlyf- ið alsæla haft þau áhrif að krabba- meinsffumur hætta að stækka. Lyfin stöðvuðu vöxt krabba- meins í meira en helmingi hvít- blæðistilfella sem rannsökuð voru. Af sautján sýnum minnkaði vöxtur ffumanna í níu er þær komust í snertingu við þunglyndis- Iyf en í ellefu þegar amfetamín- skyld lyf voru notuð. Einn úr rannsóknarliðinu, pró- fessor Gordon, er mjög ánægður með þessar niðurstöður og telur að þær geti hjálpað í baráttunni við krabbamein og á þá sérstaklega við Prozak og önnur geð- deyfðarlyf sem þykja örugg í notkun. Þeir sem að rannsókninni standa taka það ákveðið fram að niðurstöðurnar þýði ekki að fólk eigi að fara að úða í sig alsælu. Sá skammtur sem notaður var í rannsókninni myndi drepa mann og annan en það sem vísinda- mennimir hyggjast gera er að reyna að kryfja betur samsetningu Eiturlyf Bkki er ráðlegt aðfólk gleypi ! sig al- sælu til að koma I veg fyrir krabbamein. kyns, „heimatilbúinna" eiturlyfja líkt og alsælu og ein- angra efiúð sem drepur krabba- meins- ffumur. Það er því vonandi að þessi óþverralyf geti gert gagn síðar meiríbar- áttunni við einn skæðasta óvin mann- krabbameinið. þætti og afla þarf þekk- ingar, taka sér tíma til að fara á námskeið og kaupa þjónustu ráðunauta. Á móti kemur að þegar aðlögun er lokið og framleiðendur geta farið að markaðssetja vöruna með vottunarmerki er þeim að jafriaði unnt að bjóða vöruna á hærra verði. Fólk virðist vera tilbúið að greiða hærra verð fyrir þessar vörur sem sýnir sig á örum vexti verslana af þessu tagi. Til þess að tryggja sem best eigin- leika lífrænna afurða er þeim haldið aðgreindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefria er haldið innan strangra marka þannig að neytandinn fái þær í eins uppruna- legu og fersku ástandi og unnt er. En til lengri tíma litið eru lífræn- ar aðferðir líkast til mun hagkvæm- ari kostur fyrir framleiðendur og neytendur, því rannsóknir hlaðast upp sem benda til að þær hafi já- kvæð áhrif á umhverfi okkar og heilsufar og skih næringarríkari matvöru en þær aðferðir sem hing- að til hafa ráðið rikjum. ragga@dv.is 7.90% þeirra sem þjást af átröskun- um eru konur. 2. Átraskanir byrja snemma, jafnvel i kringum 12 ára aldur Venjulega hefj- ast þær um 17 ára aldur. 5% ungra kvenna þjást afátröskunum. 3. Konur sem þjást afanorexiu eru oft dáöar fyrir staöfestu sína og ákveðni, ’&r-sf' þráttfyrir það þrá þærviður- kenningu og geta jafnvel verið með mjög lélega sjálfsímynd. Þær nota gjarnan mat og megrun sem leið til þess að kljást við erfiðleika í llfinu. 4. Atraskanir hverfa ekki án meö- ferðar. Átraskanir eru geðkvillar sem geta leitt til dauða. Hins vegar hafa margir komistyfirþær og lifa nú heil- brigðu og hamingjusömu lífi. 5. Meðferö viö átröskun feist m.a.í sálfræðimeðferð.næringarmeðferð, fjölskyldufræðsla og mögulega þung- lyndislyf. 6. Mjög hátt hlutfall þeirra sem þjást afbúlimíu erþunglynt. Þess vegna virka þunglyndislyfmjög vel á sjúkdóm- inn. Lyfán meðferöar virka hins vegar ekki. 7. Þegar fólk með anorexíu sveltir sig getur það valdið þvi að líffærin minnka, lágum blóöþrýstingi, hægum efnaskiptum og viðbrögöum, steinefna- leysi i beinum og óreglulegum hjart- slætti sem getur leitt til hjartastopps. 8. Átköstin sem fylgja búlimíu get leitt til lifrar-, nýrna- og þarma- skemmda, tannskemda og skemda í hálsi. Aðrir fylgifiskar eru hár blóð- þrýstingur, hátt kólesteról, sjúkdómar í gallblöðru, sykursýki, hjartasjúkdómar og ákveðnar tegundir af krabbameini. 9. Þú verður að vera meðvituðZ-aður um allar hliðar sjálfsimyndarinnar. Ef sjálfsímyndin gengur ofmikið útáaö vera mjó(r) veröurað gera sérgrein fyrir þvlaö þetta getur verið undirstaðan aö átröskun. Kannið hvernig viðhorfykkar er til eigin líkama. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 BETUSAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.