Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 15
E>V Fréttir MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 15 Engin meiðsli í árás Engin meiðsli nrðu á fólki þegar þrjár eldflaugar sprungu í borginni Kanda- har í suðurhluta Afganistans í gær. Lögregluyfirvöld í landinu eru sannfærð um að talíbanar standi á bak við árásina en ein eldflauganna sprakk við húsið sem Mullah Mohammed Omar, leiðtogi tahbana, bjó í áður en hann var rekinn á flótta. Sérsveitir Bandaríkjamanna dvelja nú í húsinu og segja yfirvöld að engir aðrir en talíbanar hafi getað staðið fyrir þessum árásum. Áttaára dreng nauðgað Átta ára gamall dreng- ur var í gær lagður inn á sjúkrahús í Stokkhólmi í Sviþjóð eftir að honum var nauðgað hrottalega. Drengurinn sagði föður sínum að nauðgarinn hefði verið þrettán ára gamall drengur. Lögregl- an hefur ekki blandað sér í máfið enn sem komið er og bíður eftir að læknis- rannsókn ljúki. Talsmað- ur lögreglunnar vildi ekki gefa neinar upplýsingar þegar sænsk blöð höfðu samband eftir því sem fram kemur í sænska blaðinu Aftonbladet. Hálf milljón mótmælti Um hálf milljón Spán- verja tók þátt í mótmæla- göngu í Madríd á laugar- daginn til að sýna andúð sína á nýjum lögum fyrir samkynhneigt fólk. Um tuttugu biskupar rómversk- kaþólsku kirkjunnar fóru fyrir mannfjöldanum sem var að mót- mæla nýjum tillögum að lögum sem miða að því að samkyn- hneigt fólk geti gifst og ætt- leitt börn. Kaþólska kirkjan vill ekki sætta sig við að samkynhneigt fólk fái notið þessara mannréttinda og segir að með því að leyfa samkynhneigðu fólki að giftast sé verið að gengis- fella hjónabandið. lódrepnirí írak í gær Tólf manns létu lífið í tveimur sjálfsmorðsárásum í Bagdad í gær. Annar ódæðismannanna sprengdi sjálfan sig í loft upp á kebab-veitingastað í mið- borg Bagdad með þeim af- leiðingum að átta manns létu lífið en fyrr um daginn höfðu fjórir látið lífið þegar annar keyrði bíl fullan af sprengiefnum á eftirlitsstöð norður af borg- inni. Að auki voru tveir íraksk- ir lögreglumenn myrtir fyrr um morguninn ásamt verk- fræðingi. Bandaríkjamenn plötuðu bandamenn sína, Breta, í Íraksstríðinu Notuðu napalm í írak án vitundar Breta Komið hefur á daginn að Banda- ríkjamenn beittu napalm-eld- sprengjum í Íraksstríðinu og lugu því að bandamönnum sínum, Bret- um. Bandarfkjamenn sóru við Breta að þeir hefðu ekki notað napalm en ítrekað bárust tilkynningar frá sjúkrahúsum í frak um fórnarlömb með brunasár af völdum napalms. Adam Ingram, vamarmálaráð- herra Breta, sagði þinginu að Banda- ríkjamenn hefðu ekki beitt napalmi í írak, sem þótti skrítið, en Bretar eiga ekki napalm í sínum vopnabúrum og þurftu því ekkert að útskýra. Hann sagði að bandarískir ráðamenn hefðu fullvissað sig um sakleysi varðandi napalm-notkun. Nú hefur Ingram sagt að honum hafi skjádast og að Bandaríkjamenn hefði vissu- lega notað napalm í írak. Napalmið sem notað var í írak var dulbúið und- ir nafninu MK77 og voru um það bil 30 svoleiðis sprengjur notaðar við fýrsta áhlaup á írak. Bandaríkjamenn segja að sprengjurnar hafi verið not- aðar á hemaðarleg skotmörk en bannað er samkvæmt alþjóðasam- þykktum að nota vopnið gegn fólki. Napalm var notað óspart í Víemamstríðinu með ógurlegum af- leiðingum. Napalm er nær óslökkv- andi í eðfi sínu og brennir allt sem á vegi þess verður. Adam Ingram Varnar- málaráðherra Bretlands. D D Skuldbreyting námslána LIN l U, '7 V ,7’ C % 4$ w ___Q33S Lánþegar eiga rétt á að skuldbreyta námslánum frá árunum 1992-2004. Með skuldbreytingu er líklegt að þeir geti létt árlega greiðslubyrði sína. LÍN hvetur lánþega til að kynna sér nýju lánskjörin á vef sjóösins www.lin.is. Þar er auðvelt og þægilegt að sækja um breytinguna. Á ve'fnum má einnig nálgast upplýsingar um núverandi skuldastööu og ábyrgðarmenn. Ef breytingin á að taka gildi á þessu ári þurfa þeir sem eru byrjaðir að borga af námslánum sínum að: Sækja um skuldbreytinguna fyrir 30. júní 2005._______ Skila fullgildu.skuldabiéfi til sjóðsins fyrir 14, júlí 2005. Vera í skilum við sjóðinn, þar á meöal búnir að greiða föstu afborgun þessa árs. Aðrir geta sótt um skuldbreytingu til 1. nóvember 2005. LIN Lánasjóður íslenskra námsmanna Borgartúni 21 Reykjavík www.lin.is lin@lin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.