Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 17 Pires til Valencia? Franski vængmaðurinn Robert Pires er sterklega orðaður við spænska félagið Valencia þessa dagana enda ganga samninga- viðræður hans við æ Arsenal lítiö. / V Pires vill fá (s Wst. tveggja V/i samiungen Arsenal er aðeins tilbúið að bjóða honum 12 mánaða ' samning. Pires f á enn eitt ár eftiraf núverandi ' ' samningi sínum við Gunners " áSks. 9l forráða- menn Arsenal fram á vonlausar viðræður er ekki ólíklegt að þeir selji hann í sumar. KA fer í Evrópukeppni Handknattieikslið KA hefur ákveðið að senda karlalið félag- sins til keppni í Áskorendakeppni Evrópu á næstu leiktfð. Það er dýrt að taka þátt í Evrópukeppni og munu leikmenn sjáÖir standa straum af kostnaði. Á heimasíðu KA kemur fram að sl£k þátttaka veiti leikmönnum mikla reynslu og því hafi félagið ákveðið að taka þátt enda með ungt og reynslu- lítið lið. Dani til Gróttu Kvennalið Gróttu hefur fengið mikinn liðsstyrk en um helgina gekk danska stúlkan Karen Smidt til liðs við félagið. Smidt er 26 ára línumaður og kemur frá danska félaginu Viborg sem að sögn Gróttumanna er eitt besta lið Danmerkur. Tarver tók Johnson Boxarinn Antonio Tarver náði fram hefndum gegn Glen Johnson þegar kapparnir mættust í heims- meistarabardaga í Memphis um helgina. Tarver mun væntanlega mæta Roy Jones Jr. næst. Gazza boðin vinna Skoska félagið Clyde hefur boðið Paul Gascoigne vinnu sem spilandi þjálfari. Gazza var í svipaðri vinnu hjá Boston Utd í fyrra en hrökklaðist fljótt úr starfi. Forráðamenn Clyde j eru bjartsýnir á að landa Gazza sem ) þeir segja að sé JÍ orðinn /Ifip - ön'æntingar- fulliu í bið ÉÉ'/ !’ sinni eftir í. "fvv þjálfara- ÆELtfjf'-'ifi'J 'i'' | starfi. sSfSL* V < wmsmi Það vantaði ekki bomburnar í bresku blöðunum í gær frekar en flesta aðra sunnu- daga. Aðalfrétt dagsins var um fyrrum leikmann Liverpool sem er orðaður við erkióvininn frá Manchester. Framtíð enska landsliðsframherjans Michaels Owen er enn í fullkominni óvissu enda hefur félag hans, Real Madrid, ekki enn gefíð það út að hann verði áfram í Madrid. Vitað er að Owen er sáttur við lífið í höfuð- borg Spánar þrátt fyrir takmarkaðan tíma á vellinum en þrátt fyrir það eru fleiri en færri sem spá því að hann verði seldur frá félag- inu í sumar. Líklegasti áfangastað urinn er Manchester. Þjálfari Real er Brasilíumað urinn Wanderley Luxemburgo og hann vlll ólmur fá landa sinn Robinho til félagsins. Fari svo að Real nái að klófesta Robinho er talið að Owen verði að pakka saman og leita að öðru félagi. Owen hefur áður sagst vilja berjast fyrir sæti sínu í liðinu og hann er þess fullviss að hann geti orð- ið lykilmaður hjá Real fái hann til þess sanngjörn tækifæri. Ekki er víst að svo verði. Mörq áhuqasöm félög Það er ekki bara Man. Utd sem er talið hafa áhuga á Owen í Englandi, því Newcastle og Arsenal fylgjast einnig grannt með gangi mála. Liverpool hefur aftur á móti ekki sýnt mik- inn vilja til þess að fá Owen heim. Ef Owen fer til United þá mun hann leika með félaga sínum í enska landsliðinu, Wayne Rooney, og það er Sven-Göran, landsliðsþjálfara Englands, mjög að skapi enda mundi hann þá mæta á HM í Þýska- landi með framherjapar sem væri vant því að leika saman. Sögusagnir í Englandi herma að Malcolm Glaz- er, eigandi Man. Utd, sé búinn að gefa Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, leyfi til þess að bjóða í Owen. Beckham ekki viss Félagi Owens hjá Real, David Beckham, er ekki viss um að hann geti boðið Owen í mat næsta vet- ur. „Hann átti frábært tíma- bil og skoraði mörg mikil- væg mörk fyrir félagið og hann var alltaf líklegur til þess að skora. Ef hann fær færi þá mun hann skora, hann er það góður. Því miður hef ég samt ekki hugmynd um hvort hann verður áfram hjá okkur,“ sagði Beck- ham. Owen má heldur ekki gleyma því að hugsa um sjálfan sig og það gæti reynst honum dýrkeypt að eyða heilu tímabili á bekknum hjá Real þar sem HM fer fram næsta sumar og ekki er víst að hann verði valinn í liðið ef hann spilar ekki með félags- liði sínu. Hvað gerir Owen? Michael Owen vill vera áfram hjá Real Madrid en ekki er vist að félagiö vilji halda honum. Man. Utd er talið ætla að bjóða í Owen fljótlega. DV-myndir Nordic Photos/Getty Images Miklar breytingar á þýska landsliðsinu síðan framherji tók við landsliðinu. Klinsmann fékk Þjóðverja úr skotgröfunum Þýska landsliðið vann góðan 3-0 sigur á Túnis í Álfukeppninni á laugardag, þetta var rnundi sigur- leikur liðsins síðan Jiirgen Klins- mann tók við liðinu en aðeins einu sinni hefur það gerst að Þýskaland hefúr beðið ósigur undir hans stjóm. Lið Túnis lék þó alls ekki illa í leiknum, ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum og lokatölurnar gefa ranga mynd af gangi leiksins. Michael Ballack, Bastian Schweinsteiger og Mike Hanke skomðu mörkin. Athyglisvert er að skoða árangur þýska íandsliðsins síðan Klinsmann var ráðinn landsliðsþjálfari, en í þeim þrettán leikjum sem hann hef- ur stjórnað liðinu hafa niu sigrar unnist, þrír leikir endað með jafn- tefli og aðeins r emn tapast. Allir þessir leikir hafa reyndar verið vináttulands- leikir enda tekur Þýskaland ekki þátt í und- ankeppni Heims- meistara- mótsins þar sem þeir em gestgjafar loka- keppninn- ar á næsta ári. Þýska landsliðið hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að skora mikið af mörk- um en eftir að Klinsmann tók við hefur því tekist að koma bolt- Ferskur þjálfari Klinsmann fagnar hér Lukas Podolski eftir leikinn gegn Túnis. anum 34 sinnum í mark andstæð- inganna eða skorað 2,6 mörk að meðaltali í leik. Sem dæmi má nefna að í fimm síðustu leikjum Þýska- lands áður en hann var ráðinn skor- aði liðið fjögur mörk. Aftur gaman Klinsmann hefur því gert leik þýska landsliðsins skemmtilegri og þegar hann tók við liðinu gaf hann það einmitt út að hann ædaði að gera sitt til að reisa orðspor þýska fótboltans. Meðan hann spilaði sjálfur gerði hann ófá mörkin, skoraði 47 mörk í 108 landsleikjum. Hann hampaði heimsmeistaratitlinum 1990 og er það draumur hans að endurtaka leikinn á næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.