Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Lífið DV Giftist á fílsbaki Leikkonan og fyrrverandi fyrirsæt- an Elizabeth Hurley ætlar að giftast á indverskan máta. Hún vill halda hefðbundið indverskt hindú-brúð- kaup þegar hún giftist kærasta sín- um Arun Nayar. Hún mun klæðast rauðum sarí og vera borin til altaris á fílsbaki. Góðkunningi Hurley sagði við fjölmiðla: „Liz er búin að ákveða að hún vill indverskt prinsessubrúðkaup. Hún elskar litríka menningu landsins og vill halda henni við. Hún er mjög ákveðin i að koma fílum einhvern veginn inn í athöfnina, en það fer eftir þvf hvort þeir komast fyrir. í JK , 'ímmI Fer með Penelope í aftursætið Matthew McConaughey ætlar að taka kærustu sína, Penelope Cruz, á ferðalag í hjólhýsi sínu. Matthew sagði: „Ég elska hjólhýsið mitt. Ég finn fyrir miklu sjálfstæði. Það er frá- bært að getaátt þak yfír höfuðið og þurfa ekki alltafað gista á ódýr- um hótelherbergjum." Penelope er vel kunnug fímm stjörnu hótelherbergjum. Fyrrver- andi kærasti hennar eyddi 52 millj- ónum króna l stutta ferð fyrir sig og slna heittelskuðu til Fiji. Matthew sagði að efhann og Pen- elope geti afþá geti þau allt. Spurður um hjóna- band svarar Matthew, „hjónaband? Við skulum barasjá , hvernigþetta v sumarfrí fer." Geri Halliwell leggst enn lægra Geri um þátttöku eftir að þeir komust að því að hún kunni ekki golf. Talsmenn söngkonunnar buð- ust til þess að senda hana á námskeið til þess að læra listina en allt kom fyrir ekki. Skipuleggjendurnir út- skýrðu að þetta væri keppni fyrir stórstjörnur sem væru þrautreyndar i golfi. Sem dæmi um keppendur sem komust inn má nefna Michael Douglas, Catherine Zeta-Jones, Samuel L. Jackson og Sly Stallone. Staðnaða klámkryddinu Geri Halliwell hefur verið neitað um þátttöku í golfmóti fyrir fræga fólkið. Skipuleggjendur mótsins neituðu Val Kilmer húkkarfar á strippklúbb Flollívúddgæinn Val Kilmer húkk- aði far á strippklúbb I London. Leikarinn var að bíða eftir limósín- unni sinni sem átti að koma hon- um á kjöltudansstaðinn String- fellow. Þegar limman kom ekki á réttum tíma fór Val að leiðast og hann hljóp út I umferðina í London og stöðvaði bíl. Hann stakk hausn- um inn um gluggann og sagði:„Ég er Val Kilmer. Geturðu keyrt mig á Stringfellow?" Ökumaöurinn játaði fyrirað vera dálítið hissa.Á með- an var aðstoðarfólk Kilmers að fara á þar sem enginn vissi hvar hann var. Aðstoðar- kona hans hringdi í gems- ann hans og Kil- mer sagðist vera á djamminu og hún ætti ekki að í hafa áhyggjur. Líkar vel við papparassíana Jennifer Love Hewitt er örugglega elna manneskjan í Ho sem kann vel við papi „Ég hef hitt marga ser ustu menn," segir sön leikkonan og leggur á að ekki eigi að skipa þ um í flokk skrýmsla, eins og margir geri. Einn þeírra hafi til dæmis hjálpaö henni I þegar bfll hennar bil- -S aði nýlega, og notaði ekki tækifærið til að smella af myndum. „Margir þeirra eru au£ að slæmir en þessi bjc algerlega." Tarfurinn í útvarpið Smári Tarfur Jósepsson hefur ákveðið að gerast útvarpsmað- ur. Rokkarinn ógurlegi er genginn til liðs við strákana á XFM og verður með þátt á virk- um dögum á milli 18 og 22. Smári hefur undan- farið starfað sem íþróttafrétta- maður á Frétta- blaðinu með- fram því að starfrækja hljómsveitina Hot Damn! Kaja er ung söng- kona á uppleið. Nú heyrist á öldum ljósvakans endur- útgáfa hennar af laginu „I just died in your arms tonight“, og hefur hún hlotið tals- verða spilun. Nú vinnur hún að nýrri plötu. Kaja Halldórsdóttir Vinnur að nýrri plötu með Alla i Kung Fu. er bara frábært hvað þetta mikla spilun, þetta kemur run á óvart,“ segir Katrín adóttir sem er ung söngkona á uppleið. Katrín, sem jafnan er köll- uð Kaja, er að vinna að sinni fyrstu sólóplötu og leitar nú að útgefanda. „Ég er að vinna allt e&iið með Alla hljómborðsleikara í Kung Fu,“ segir Kaja. Alli sem vinnur plötuna með henni hefur meðal annars unnið með söngkonunni ungu Þóreyju Heiðdal. „Við kynntumst þegar ég var 15 ára og hann tvítugur og síðan hefur hann alltaf hringt í mig þegar hann hefur vantað söngkonu," segir Kaja, en nú hafa þau ákveðið að gera plötu saman. Gömul Verzlóstjarna Kaja hefur komið víða fram í gegnum tíðina, en hún hefur verið syngjandi allt frá því hún man eftir sér. „Ég tók þátt í söngvakeppni í Verzló sem ég sigraði í og svo var ég í mörgum söngleikjum sem settir voru upp meðan ég var í skólanum," segir Kaja, en síðan þá hefur hún komið fram stöku sinnum í brúð- kaupum og afmælum. „Það hefur samt bara verið í gegnum einhvern kunningsskap, ég hef ekkert verið að auglýsa eða neitt svoleiðis," segir Kaja. Bjó í Suður-Afríku Kaja semur alla textana á plöt- unni en Alli sér um lagasmíðarnar. Hún segist alltaf semja á ensku en því hafi hún vanist þegar hún bjó á framandi stað. „Ég flutti með for- eldrum mínum til Suður - Affíku þegar ég var níu ára og bjó þar þang- að til ég varð 11 ára. Þar fór ég að fikta við að semja texta og samdi á ensku enda talaði ég hana alla daga. Síðan þá hef ég vanist því,“ segir Kaja. Hún segir það hafa verið frá- bært að búa í Suður - Afríku og hún geti vel hugsað sér að flytja þangað þegar fram líða stundir. „Ég fór þangað fyrir þremur árum og það var alveg rosalega gaman," segir Kaja. Fljúgandi sálfræðinemi Kaja leggur stund á sálfræðinám og hefur lokið einu og hálfu ári. Hún segir sálfræðina vera áhugaverða og námið skemmtilegt. í sumar starfar hún hinsvegar sem flugfreyja hjá Icelandair. „Það er mjög fi'nt að vera í fluginu. Ég er búin að fara í einhver fimm flug og það hefur bara gengið vel,“ segir Kaja. Hvort Kaja rífi í hljóð- nemann og taki lagið fyrir farþega Icelandair er ekkert vitað um, en ljóst er að vel yrði tekið í það enda stúlkan með stórglæsilega rödd. Platan á lokastigi Þau Kaja og Alli eru nú að leggja lokahönd á plötuna sem ekki hefur fengið nafn ennþá. „Við erum að velja lög núna á plötuna. Þetta er rosalega mikið af lögum og mismun- andi lög sem við eigum. Allt frá pródúseruðu R&B niður í rólegar píanóballöður," segir Kaja. Hún hef- ur sjálf lært á píanó en segir hæfileika sína á því sviði ekkert til að státa sig af. „Ég rétt get notað þetta til að semja,“ segir Kaja. Landsmenn bíða spenntir eftir plötu Kaju, en hún leitar nú að út- gefanda. soii@dv.is Ómar Örn Hauksson gefur út bók meö teiknimyndasögum sínum Ógeösleg bók um Óla píku „Þetta eru nú bara skrýtl- ur, eins ramma skrýtlur sem eru ekki ósvipaðar því sem Hugleikur Dagsson hefur verið að gera í bókum sín- um,“ segir Ómar örn Hauks- son, tónlistarmaður og kvik- myndagagnrýnandi, sem gefur í Ómar Örn Gefur út bók með teiknimyndasögum sínum nú I vikunni. Bókin heitir Óliplka og fjallar um samnefndan dreng sem hefur sérstakan fæðingargalla. vikunni út fyrstu bók sína. Bókin heitir Óli píka, eftir aðalper- sónunni. „Ég fann upp á þessu þegar ég var í tíma í skólanum. Þegar Hulli hafði sýnt fram á að það væri hægt að gera þetta ef efnið er nógu gott ákvað ég að kýla þetta. Nú er bara að vona að efnið mitt sé nógu gott,“ segir Ómar. En um hvað er bókin? „Bókin er um strák sem heitir Óli. Hann er með fæðingargalla, píku í andlitinu, og er náttúrlega kallaður Óli píka. Svo finn ég ein- hver skemmtileg atvik í kringum þennan fæðingargalla. Þetta er samt aðallega ógeðslegt og ekki fyrir alla, helst þá sem fíla svartan húmor, kolbikasvartan. Ég efast um að konur sem hafa misst fóstur muni hafa gaman af þessari bók,“ segir Ómar, sem fæst ekki til að gefa meira upp um efnið. Ómar gefur bókina út sjálfur og sér sjálfur um mestallt við útgáf- una. Hann segir ólíklegt að þetta fína Óli píka Persón- aníbók Ómars. verði gróðabis- ness, enda upp- lagið lítið og bókin verður bara seld í versluninni Nexus. En Ómar á nú þegar einn aðdáanda: „Ég slaifaði fyrst smásögu í textaformi um Óla píku og fékk glimrandi umsögn frá Sjón, sem kenndi mér í Listaháskól- anum. „Sveiflar manni á milli hláturs og velgju á al- veg nýjan hátt,“ sagði í umsögninni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.