Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Heilsan DV NIu af hverjum tíu tilfellum höfuðverkja má rekja til streitu. Þeir koma til vegna þess að vöðvar í hálsi og hársverði herpast saman. Algengar ástaeður eru kvíði, þunglyndi, stress og vöðvabólga. Mjög algengt er að þeir sem vinna við tölvu fái þessa höfuðverki og einnig þeir sem keyra langar vegalengdir. Svefn I köldu her- bergi og annarleg sveigja á hálsi I svefni geta valdið slíkum höfðuverkjum. Verkirnir fara yfileitt eftir að streitan er farin. Göngutúr Áhættan á fósturláti minnkar með heilbrigðu iiferni. Rautt kjöt eykur líkurá krabbameini Fólk sem borðar of mikið af rauðu og unnu kjöti eykur likurnar á krabbameini f ristli um þriðjung, kemur fram f nýrri rannsókn. Vfsindamenn hjá The European Prospectlve Investigation into Cancer and Nutrition (EPIC) komust að þvf að þeir sem átu rautt og/eða unnið kjöt tvlsvar á dag voru 35% Ifklegrl tll að fá sjúkdóminn en þeir sem átu minna en einn skammt f viku. f rannsókninni tóku þátt um hálf milljón manns frá nær allri Evrópu. Einnig kom f Ijós að þelr sem borð- uðu Iftið af trefjum eru f hættu. Fuglakjöt hafði engin áhrlf en þeir sem borða mikinn fisk (á tveggja daga fresti) mlnnka Ifkurnar á krabbameininu um 30%. Vöövabólga er bjéöarme SællLýður! Hvernig verður vöðvabólga til? Af hverju eru svona margir þjakaðir af vöðvabólgu? Er þetta alltaf tengt holdafari eða vinnuálagi? Og er það tilfeUið að þetta herji frekar á kvenþjóðina? Sæl! Vöðvabólgu má líkja við hús of- hlaðið húsgögnum. Erfitt er að sneiða framhjá borðum, stólum og skápum, gólfpláss er lítið og ekkert svigním til athafna. Vöðvi verður að hafa ákveðið andrúm því hann er ekki bara hreyfitæki heldur inniber hann æðar og taugar sem flytja blóð og boð í báðar áttir. Ef við fyUum vöðvann af húsgögnum þrengist að þessum pípulögnum og þær skUa síður hlutverki sínu. Þessi hús- gögn geta verið fita og/eða bjúgur. Hreyfingarleysi og ofát stuðla að fitusöfnun, of mikið álag eða rangt mataræði stuðla að bjúg. Vítahringur Aðfærsluæðar, þ.e. slagæðar, liggja oft inni á mUli vöðvablaða og frá þeim liggja æðagræðlingar sem næra sjálfa vöðvana. Sé að þeim þrengt skerðast lífsgæði vöðvanna og þeir hafa úr minna að moða. Sama er uppi á teningnum með frá- færslurörin, bláæðarnar. Geti þær ekki flutt úrganginn í burtu safnast hann upp í vöðvunum. Nærliggj- andi taugar nema þessa fyrirferðar- aukningu og boðsendingar þeirra skynjum við sem verki og eymsli. Þar með er vítahringurinn kominn af stað. Af framansögðu er næsta ljóst að feitu fólki er hættara við svona Fita oq reykinqar flýta elli Reykingafólk og fólk sem er of feitt eldist fyrr en heUbrigt fólk. Vísindamenn, sem stundað hafa rannsóknir á DNA-þráðum sem sitja við enda litninga í manns- ihímum og vernda þá, komust að þessum niðurstöðum. Þessir þræðir styttast með aldrinum og það veldur það því að líkaminn verður líklegri tú þess að sýkjast af ýmsum sjúkdómum. Vísinda- mennirnir fylgdust með um 1300 manns, feitum, mjóum, sem reyktu og reyktu ekki. f ljós kom aö fólk í yfirvigt og fólk sem reykti var með styttri DNA-þræði en heUbrigða fólkið. Sem.dæmi má gera ráð fyrir að manneskja sem reykir paldca á dag í 40 ár eldist um 47,4 ár á sama tíma. meinum enda er það svo en ekki má gleyma öðru þjóðarmeini, streit- unni, sem veldur áhka útkomu. Galdurinn er að koma blóðinu á hreyfingu. Nudd, hiti og bylgjumeð- ferð er gUdandi og mikið notað enda krefst ekkert þessara úrræða neins nema tíma. Endingarbest er að lágmarka fyrirliggjandi áhrifa- valda í umhverfinu eins og streitu, álag, hreyfingar- leysi og óhoUustu í m NUijjás mataræði. Þannig ] er ráðist að rótum vandans og hann upprættur. Þessi leið er því miður alltof sjaldan farin og æ algengara að bólgueyðandi lyfjum sé beitt á angrið. Þarna þyrfti hugarfarsbreytingu. Þjóðarmein Ég held að vöðvabólga sé báð- um kynjum eiginleg, karlmönnum ekki síður. Hins vegar eru konur almennt áhugasamari um sjúk- dóma og kvUla sem gerir þær kannski meðvitaðari um líkama sinn og þau mein sem á hann herja. En að öUum kynjamuni sleppt- um er vöðvabólga eitt af þjóðar- meinum íslendinga, í mörgum tU- vikum sjálflæknandi kvUli en sé meinið viðvarandi ætti viðkomandi að huga að h'fsháttum sínum og holdafari. Að lokuni vU ég áminna líkamsrækt- endur að nota aldrei vöðvaupp- byggjandi lyf (stera) því þau gera ekki mun á venjulegum vöðva og hjartavöðva. Sá venjulegi er hreyfitæki en hjartað blóðpumpa og stækkun þess innávið minnkar plássið fyrir blóðið sem því er ætlað að dæla samhliða aukinni næringarþörf hjartavöðvans sjálfs. Þessa hliðar- verkun skyldi ávaht setja í forgang, að öðrum kosti gæti eini árangur- inn orðið vöðvastælt lík. Trönuber gegn blöðrubólgu Trönubor sem lengi vel voru aöelns notuð til matar eru skyld bláberjum en vaxa ekkl hér á landi. Farið er að nota berln gegn blöðru- og nýrna- sjúkdómum. Efni sem finna má ( trönuberjum koma (veg fyrir að bakterfur festist vlð blööruveggi og draga þannig úr hættu á þvagfæra- sýkingu. Nýjar rannsóknir sýna einn- ig fram á að trönuber haldi hjarta- og æðasjúkdómum (skefjum. Undanfari fósturiáts - Blettablæðingar eða blæðingar án verkja - Miklar blæðingar og vondir verkir - Mikil vökvaútferð Margar konur hafa lent í því að missa fóstur. Um 15-20% allra þungana enda með fósturláti og al- gengast er að það verði á fyrstu þrettán vikum með- göngunnar. Hættan á fóstur- láti eykst með aldrinum. í flestum tilvikum má rekja fósturlát til erfða og ekki er hægt að koma í veg fyrir þau. Það þýöir ahs ekki að eitthvað sé að konunni og hún geti ekki átt börn. 90% kvenna sem missa fóstur eignast síðar heilbrigð börn. Ef ferlið er hafið er ekki liægt að koma í veg fyrir fóst- urlát en konur sem fara vel með sig á meðgöngu minnka áhættuna. Áfengis- og eitur- lyfjaneysla auk tóbaksreyk- inga eru miklir áhættuþættir og ætti að forðast alfarið. Einkennl fósturláts - Blætt getur úr leggöngum og þá eru brún útferö oft undanfari þess - Blóðlifrur úr leggöngum - Krampar og verkir neðarlega ( maga og verkir (mjóbaki - Minnkandi algeng meðgönguein- kenni eins og ógleði og aum brjóst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.