Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDACUR 20. JÚNl2005 Menning DV Listasnobb í Feneyjum Egill Helgason sendir nútímalistinni tón- inn og talar um „rúnk í mjög þröngum hópi“. Ekki eru allir eins hrifiiir af tvíær- ingnum f Feneyjum og Laufey Helgadóttir. Þannig vekur Egill Helgason athygli á skrifum sem birtust í blaðinu Guardian, þar sem gagnrýnandi nokkur talar um að tvíæringurinn í Feneyjum höfði bara til svokaUaðra „listvina" - það sé óhugsandi að almenningur hafi áhuga á þessu. „Rétt er það,“ segir Egill. „Nútímalist virkar eins og rúnk í mjög þröngum hópi." Menningaropna DV gerir því skóna að þessi snakilli gagnrýnandi hafi ekki verið í glöðum hópi Islend- inga eða séð merka sýningu Gabrí- elu. Eða hvað? Svo Agli sé gefið orð- ið en hann ritar svo á Vísi: „Gagnrýnandinn sagði að þetta virkaði sérlega pínlegt í Feneyjum, innan um alla listina þar. Helsti listamaður borgarinnar væri Titian, snillingur sem hefði sannarlega gert myndir sem höfðuðu til alþýðu manna og höfðu mikið notagildi. Hann lagði til að tvíæringurinn yrði færður til Mílanó svo samanburð- urinn væri ekki svona ójafn. Vinur minn sem er listasnobb var annars í Feneyjum um daginn. Sagði að þar hefði verið stór hópur glaðra íslendinga að fylgja Gabrfelu Friðriksdóttur á bienalinn - meðal annars sjálf Björk." Samhengi hlutanna Ljóö Hópur íslendinga var á Feneyjatvíæringnum en þar var sýnt viðamikið verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur. Sýningarstjórinn Laufey Helgadóttir segir íslendinga hafa vakið mikla athygli enda lagði sjálf Björk sitt til verks Gabríelu og var plötusnúð- ur í Qölmennri veislu í Feneyjum. Kostnaðurinn var 10 milljónir fyrir utan kostn- að við veisluhöld. Einar Már Guðmundsson Eitthvert skemmtilegasta Ijóðskdld landsins. Einar Már Guðmundsson vakti fyrst athygli á sviði skáld- skapar þegar hann sendi frá sér ljóðabókina „Er nokkur í kór- ónafötumhérinni?" árið 1981 og skömmu síðar „Sendisveinninn er einmana". Einar Már er, líkt og þeir vita sem lesa ljóð, eitt- hvert skemmtilegasta ljóðskáld sem íslendingar eiga. Edda gaf út fýrir nokkru allar fimm ljóðabækur hans í einni bók: Ljóð 1980 - 1995. Tvær þær sem hér hafa verið nefhdar eru þar auk: „Róbinson Krúsó snýr aftur", „Klettur í hafi" sem kom út árið 1991 og þá „í auga óreið- unn- ar" sem kom út fjór- um árum síð- ar. Ljóðin sem hér birt ast eru úr „Er nokkur í kórónaföt- um hér inni?" samhengi hlutanna I húsmæður allra bæja hafið hugfast: þó mjólkin sé ekki frá samyrkjubúi er hluti kúbanskrar sykurekru í kaffibollanum samhengi hlutanna II slorið sem ég tók úr frystinum er forsenda þess að fína frúin hefur eignast nýjan pels: það átu minkarnir þessari „Stemmingin var stórkostleg - ótrúleg,“ segir Laufey Helgadóttir sem var sýningarstjóri á Feneyjatvíæringnum - listahátíð sem ís- lendingar hafa sent á fulltrúa allt frá árinu 1984 en Kristján Davíðsson var fyrstur til að fara fyrir hönd lands og þjóðar. Að þessu sinni var Gabríela Frið- riksdóttir fulltrúi íslands og var vel í lagt að þessu sinni, en Gabríela er langyngsú fulltrúi landsins frá upp- hafi. Laufey, sem er búsett í París, sá einnigum sýningarhald íslendinga síðast árið 2003. „Mjög vel tókst til með Rúrí og vakú verk hennar gríðarlega athygli. En við höfðum miklu minni pening þá. Gátum ekki verið með veglega opnun þá því miður. En ráðamenn- irnirheima, ráðuneyúð, þeir sem fara með peningamálin, eru famir að átta sig á því hversu mikilvægt þetta er. Og var veitt meiri peningum í þetta núna og því gátum við verið með miklu veglegri opnun," segir Laufey. Mikill kostn- aður Ráðuneytið setú 7 milljónir sýningu Rúríar. Laufey segir mik inn kostnað sýningu af stærð- argráðu. Til dæmis fara tvær milljónir í að leigja Alvar Aalto- skálann sem er í Finna, ein millj- ón fór í það eitt að flytja verkið og gæslan er dýr. „Það var ekki mikið efúr til að borga verkið hennar Rúríar. Nú feng- um við Úu milijónum úr að spila og aukapeningur var lagður í opnanim- ar: styrkur frá sendiráðinu og ráðu- neytum. Auk þess fékk Gabríela fleiri sponsora en Rúrí. Fólk trúir því varla hversu mikill kostnaður er í tengslum við þetta." Tómas Ingi Olrigh, sendiherra í París, er jafhffamt sendiherra íslend- inga á ítah'u og hann sótú um aukastyrk til utanríkisráðuneytisins til að geta fjármagnað skálaopnunina sérstaklega. Þar var meðal annars ís- lensk kjöt á boðstólum og rann það út á örskömmum úma. Laufey segir úlganginn með sýningunni einkum þann að mynda tengslanet við mikil- væga aðila í hinum alþjóðlega lista- heimi og enginn vafi er í hennar huga að það hafi tekist. „Nú hefur þetta spurst út. Mjög margir komu frá ís- landi líka og mikilvægir aðilar úr hinum al- þjóðlega lista- heimi, gallerí- eig- endur og áhrifamenn í listinni vom þarna staddir." Margslungið verk Gabríelu Og ekkert vantaði upp á gleði ís- lendinganna á tvíæringnum sem opnaði 10. þessa mánaðar. Laufey segist aldrei hafa séð eins marga ís- lendinga á listaháúðinni. Mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, opnaði háú'ðina og Tómas Ingi Olrich var viðstaddur. „Björk kom og það vekur alltaf at- hygli. Verkið hennar Gabríelu var mjög sérstakt en hún vann það fyrir þetta tilefni," segir Laufey. í verkinu sameinar hún alla þessa ólíku miðla sem hún hefur verið að vinna með undanfarin ár: Vídeó- myndir tengir hún saman með mál- verkum og lágmyndum og högg- myndum. Heilsteypt sýning. Svo breytti hún framhlið skálans, setú mold og greinar - jörð á hana. Svo er tónlist með öllum vídeómyndunum. Fjórir tónlistarmenn sömdu tónlist við verkið: Björk, Damel Ágúst (mað- ur Gabríelu), Borgar Þór Magnason og Jónas Sen. „Þú heyrðir þessa tónlist í hátölur- um sem hengu á framhliðinni og í trjánum þarna í kring. Verk sem sam- einar myndbandalist, tónlist, högg- myndalist og myndlist. Reyndar ar- kitektúr líka því hún fékk úl liðs við sig arkitekt sem Birgir Jóhannsson, sem búsettur er í Brussel eins og hún. Þau voru saman með vinnustofu og hún fékk hann til að hanna með sér ffamliliðina. Það var ótrúlegur fjöldi af fólki sem kom nálægt þessu. Skemmúlegt samstarfsverkefrú." Björk plötusnúður í mikilli veislu Að lokinni opnun var haldið risa- stórt parú'. „Það er siður á tvíæringn- um að þjóðarskálamir haldi parú' ErSSssgr*. er þá lokaðara en skálaopnunin sjálf. íslendingar hafa aldrei haldið parú áður - það hefúr alltaf verið settur svo h'úll peningur í þetta," segir Laufey. Þorgerður Katrín bauð í veisluna sem haldið var að kvöldi laugardags 11. júní. „Það var frábært. Gabríela var með „performance" úr einu vídeóaima, Ema Ómarsdótúr dans- aði og Jónas Sen spilaði á píanó og Borgar Þór á bassa. Og Björk var plötusnúður. Þetta var í leikhúsi sem ég hafði fundið og var mjög skemmú- leg umgjörð um veisluna." Laufey segir erfitt að slá á hversu margir íslendingar vom staddir á tví- æringnum. En í teitinu var matur fyr- ir 250 manns - ekki var hægt að taka á móú fleirum. „Tilgangurinn með þessari veislu er að mynda sambönd og í þetta parú' var boðið úrvali fólks sem hefur áhuga á list Gabríelu. Þama vom auðvitað meðal annarra galleristam- ir hennar bæði í Þýskalandi og á fs- landi, þeir bjóða sínum viðskiptavin- um og þannig má lengi telja." Gabríela Langyngsti fulltrúi is- lands á Tvíæringnum frá upphafi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.