Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Sport DV Johnson vOl burt frá Palace Enski landsliðsframherjinn Andy Johnson lýsti því yfir (gær að hann vildi losna sem fyrst ftá Crystal Palace, en eigandi / o-vv, félagsins er ekkiáþví i að hleypa honum frá félaginu og segir hann ekki vera til sölu. Johnson skoraði 21 markfyrir Palace síðasta vetur, en það dugði ekki til þess að stýra Palace frá 4 falliíl.deild. t VvvW 8 l é Johnson hefur sett stefnuna á að komast íenska A lands- ■ liðið á 3* HM 1 2006 og hannsér þaðekki gerast spili hann í 1. deildinni með Palace. McClaren áfram hjá Boro Steve McCIaren er búinn að handsala nýjan samning við Middlesbrough, en hann á ár eftir af núverandi samningi. McClaren var sterklega orðaður við önnur félög og enska landsliðið, en hann segir þær sögur byggðar á veikum grunni því hans starfi hjá Boro sé ekki lokið. Senderos sáttur hjá Arsenal Svissneski landsliðsmaðurinn Philippe Senderos er tilbúinn að gera langtímasamning við Arsenal en hann sló í gegn með liðinu í sumar þegar hann fékk óvænt tækifæri vegna meiðsla. Talið er að Gunners leggi fimm ára samning á borðið á næstu dögum. Elton safnar fyrir Watford Sir Elton John hélt góðgerðar- tónleika um helgina og hann vili að ágóði af tónleikunum fari í leikmannakaup hjá Watford en gróðinn af tónleikunum var 1,3 milljón punda. Elton hefur stutt Watford allt sitt líf og átti um tíma stærstan Iilut í félaginu. Hann hefur lofað öðrum ágóðatón- leikum fyrir félagiö árið 2007. Man. Utd vill fá Jenas Fastlega er búist við þvf að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, muni bjóða Newcastle 7 milljónir punda á næstu dögum fyrir miðjumanninn efnilega, Jermaine Jenas. Strákurinn var ekki sáttur þegar Newcastle keypti Scott Parker og vill komast frá liðinu. Ferguson hefur lengi verið spenntur fyrir Jenas eða frá því hann komst í byrjunarlið Notts Forest 17 ára að aldri en hann er 22 ára í dag. Newcastle keypti strákinn á 5 milljónir punda frá Forest í febrúar 2002 og þrátt fyrir aukna velgengni með liðinu hafa laun hans lítið hækkað. Talið er að Parker hafi helmingi hærri laun en Jenas. Landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson kom félögum sínum á óvart eftir leikinn gegn Hvít-Rússum í Minsk á laugardag. Dagur hættur meo íslenska landsliðinu Einn öflugasti leikstjórnandi fslandssögunnar, Dagur Sigurðs- son, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir 213 landsleiki. Síð- asti leikur Dags var í Minsk í Hvíta-Rússlandi á laugardag þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Sviss í byrj- un næsta árs. Dagur skilar því af sér góðu búi sem fyrirliði, enda er þetta sjöunda stórmótið í röð sem ísland tryggir sig inn á. Hann tilkynnti félögum sínum um ákvörðunina eftir leikinn í Minsk. Landsliðsferill Dags Sigurðssonar hófst í Laugardalshöllinni 17. októ- ber árið 1992 þegar ísland tók á móti Egyptalandi. Honum tókst ekki að skora í þeim leik en sá leikur var ansi merkilegur því það var einnig fyrsti landsleikur Ólafs Stefánssonar, en þeir félagar áttu eftir að leika ansi stóra rullu með landsliðinu næstu árin. Dagur er tólfti leikjahæsti lands- liðsmaður sögunnar en hann lék alls á níu stómótum á sínum ferii. Það fyrsta var HM á fslandi árið 1995 en hann fór einnig á HM 1997, 2001, 2003 og 2005. Dagur komst þrisvar á EM - 2000, 2002, 2004 - og einu sinni á ólymp- íuleika en það var síðasta sumar í Aþenu. Fyrirliði frá 2000 Fyrir utan að vera andlegur leiðtogi hópsins síð- ustu ár hef- ur Dagur verið fyrir- araflokksleik með Val haustið 1990 gegn Gróttu. Honum tókst ekki að skora þar frekar en í fyrsta lands- leiknum. Hann varð fimm sinnum fslandsmeistari með Val og síðustu tvö ár hefur hann gert austurríska félagið Bregenz að meisturum, en hann hefur leikið með liðinu sam- hliða þjálfun. Ekki formleg tilkynning Dagur var á ferð og flugi í gær og DV Sport náði því ekki tali af hon- um, en arftaki Dags með landsliðinu, Snorri Steinn Guðjónsson, staðfesti frétt- irnar. „Hann tilkynnti mér þetta eftir leikinn og menn fréttu þetta síðan hver af öðrum. Þetta var ekkert formiegt," sagði Snorri Steinn sem er ekki viss að leikurinn í Hvíta-Rússlandi hafi verið síðasti leikur Dags. „Við göntuð- umst með að þetta væri fyrsti síðasti leikurinn hans eins og hefur gerst með ansi marga leik- menn í gegnum tíðina. Ég er ekki alveg búinn að sjá að hann sé hættur. Hópur- inn á eftir að sakna hans sárt enda er Dagur frábær félagi." henry@dv.is liði frá ár- inu 2000, þegar Geir Sveinsson lagði landsliðs- “ skóna á hill- una. Dagur spilaði sinn fyrsta meist Jk Fáðu þér sæti Dagurer kominn á „bekkinrí'og leikur ekki fleiri landsleiki. Upphaf og endir Á efri myndinni sést Dagur í leik gegn Slóvenum á sfnu síðasta stórmóti - HM ÍTúnis - en á neöri myndinni er hann með bronspening I Flugstöð Leifs Eirlkssonar ásamt Patreki Jóhannessyni frá HM U-21 árs liða sem fram fór í Egyptalandi. Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson keppti i Frakklandi Sjöunda holan að stríða Birgi Birgir Leifur Hafþórsson Sáttur við eigin frammistöðu I Frakklandi. „Þessi sjöunda hola var blaut tuska í andlitið, maður verður samt að líta jákvætt á hlutina því ég var að gera margt gott.“ sagði íslands- meistarinn Birgir Leifur Hafþórs- son, kylfingur úr GKG, sem lék um helgina á Aa Saint-Omer mótinu í Frakklandi, sem er hiuti af evr- ópsku mótaröðinni. Fyrir síðasta keppnisdaginn var hann á 2 högg- um undir pari en hlutirnir gengu ekki upp hjá honum á síðasta keppnisdeginum í gær; hann end- aði í 49.-52.sæti á 4 yfir pari eða samtals 288 höggxnn þessa fjöra hringi. „Þetta fór ekki á minn veg síðasta hringinn, ég sló útaf braut á sjöundu holu en það munaði aðeins um tvo sentimetra þannig að ég var mjög óheppinn með það. Ég hefði getað farið þá holu á pari en fór á þremur yfir. Það var eiginlega það sem gerði alveg útslagið, ég spilaði mig út úr leiknum þar. Annars var ég að spila alveg ágætlega en þetta var ekki að detta fyrir mig.“ sagði Birgir Leifur. Mjög sáttur Fyrir utan síðasta hringinn var Birgir mjög sáttur við spilamennsku sína á mótinu og ætlar að taka með sér gott veganesti fyrir næsta mót sem verður í Dusseldorf í Þýskalandi um næstu helgi. „Ég var mjög sáttur við spila- mennsku mína fyrir utan þennan lokadag. Það er mjög stutt á milli í þessu, það eru allir í einum hnapp þarna. Annars er fullt af jákvæðum hlutum við mína spilamennsku sem ég ætla mér að taka með í næsta mót. Teighöggin hjá mér eru til dæmis að verða miklu betri og nú þarf maður bara að fínpússa stutta spilið og þá er þetta komið." Mikill hiti Það var hinn sænski Joakim Backström sem hrósaði sigri í Frakk- landi í gær, endaði 4 höggum undir pari. Mikill hiti var síðustu tvo keppnisdagana í Frakklandi og hit- inn fór yfir 30 stig. „Það þýðir samt ekkert að kvarta yfxr því, þetta kem- ur jafnt á alla. Bara fínt að fá smá hita í kroppinn." sagði Birgir Leifur Hafþórsson. ehar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.