Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Fréttir DV Lést á Reykja- nesbraut ökumaður bifreiðar lést á spítala eftir að hafa lent í umferðarslysi á Reykjanes- braut um klukkan tíu í gær- morgun. Hann var einn í bílnum. Bílnum var ekið í suðurátt og lenti hann á brúarstólpa þar sem Reykjanesbrautin liggur undir Miklubraut. Tildrög slyssins eru óljós en svo virðist þó sem ökumaður hafi ætlað að beygja af Reykjanesbraut, inn á MiJdubraut til austurs. Bíladagará Akureyri Biladagar voru haldn- ir á Akureyri um helgina með pomp og prakt, en þangað fjölmenntu allir bflaáhugamenn landins og spókuðu sig um. Þétt dagskrá var alla dagana og létu eigendur glæsi- vagna landsins sjá sig. Allt gekk að óskum, en kannski má tengja eril Akureyrarlögreglunnar við hátíðina. Um 70 öku- menn voru stöðvaðir í öxnadal um helgina fyrir of hraðan akstur, þrátt fyrir léleg aksturskilyrði. Bjargast eftir lifrarskipti Líðan Hugins Heiðars Guðmundssonar, 7 mán- aða gamals drengs frá Reykjanesbæ, sem gekk undir lifrarskiptiaðgerð í Bandaríkjunum fyrir mán- uði er mun betri. Græddur var í hann hluti af lifur móður hans en drengurinn hefur verið veikur frá fæð- ingu vegna risafrumulifrar- bólgu. Allt gekk vel og virt- ist drengurinn vera að ná sér, en mikill vökvi hafði safnast upp í honum, en losað var um vökvann með því að setja í drenginn dren. Ástand Hugins hefur batnað til muna og er önd- unarvél orðin næstum óþörf. Þessar upplýsingar eru úr Víkurfréttum. Þorfinnur Ómarsson, kennari viö Qölmiölafræðiskor Háskóla íslands segir það ekki vera fjölmiðlamál að hann skili einkunnum nemenda of seint. Nemendur Þor- finns greiða dráttarvexti vegna seinkunar sem hefur orðið á greiðslu námslána af þessum sökum. Segir seinagsng sinn alls ekki frénnæman Þorfinnur Ómarsson hefur kennt fjölmiðlafræði við Háskóla ís- lands í vetur. Nemendur hans hafa enn ekki fengið einkunnir af- hentar og munu ekki fá greidd út námslán fyrr en öllum ein- kunnum hefur verið skilað til lánasjóðsins. Á meðan greiða nemendurnir dráttarvexti og yfirdráttarvexti. Formaður stúd- entaráðs segir kennara beitta þrýstingi til þess að skila af sér ein- kunnum á tilskildum tíma og meðal annars sé svörtum lista haldið úti. Þorfinnur segir málið ekki eiga erindi í fjölmiðla. „Við höfum miðað við að einkimn- um sé skilað þremur vikum eftir próf og svo er haldið úti svörtum lista á prof.is. Þeg- ar þrjár vik- ur eru liðnar þá reynum við að beita viðkomandi kennara þrýstingi þannig að fólk fái einkunnirnar sín- ar. sigtryggur@dv.is „Mér þykir þetta ekki vera fjöl- miðlamái," segir Þorfmnur Ómars- son, fjölmiölafræðikennari við Há- skóla íslands. DV sagði af því fréttir síðastliðinn laugardag að nemendur í fjölmiðlafræði við Háskóla íslands hefðu ekki enn fengið einkunnir vetrarins úr fjölmiðlafræðinni. Nemendur Þorfinns segja ástandið bagalegt, ekki síst í ljósi þess að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiðir ekki út námslán nemenda fyrr en allar einkunnir hafa borist. Framlengdur frestur til vandræða Þorfinnur segir að jafnvel þótt ekki sé auðvelt að réttlæta það að skila einkunnum svo seint, þá hafi allt lagst á eitt. „Það voru nokkrir nemendur í hópnum sem þurftu framlengdan frest út maímánuð til þess að skila lokaverkefnum og því miður hefur það verið ósanngjarnt „Það voru nokkrír nemendur í hópn- um sem þurftu framlengdan frest út maímánuð til þess að skila loka- verkefnum og því miður hefurþað verið ósanngjarnt gagnvart hinum sem skiluðu á tilskildum tíma" gagnvart hinum sem skiluðu á til- skildum tíma,“ segir Þorfinnur. Þor- finnur segir að vinnu sinni við yfir- lestur og einkunnagjöf hafi lokið um helgina þannig að þetta horfi til betri vegar. Kennarar á svörtum lista Elías Jón Guðjónsson, formaður Stúdentaráðs, segir það koma fyrir á hverju ári að einn og einn kennari skili einkunnum seint. Vissu- íega sé það þó óvenjulega seint að skila af sér ein- kunnum um þetta leyti. J Þorfinnur Ómarsson 1 Kveður það ekki vera f/öl- I miðlamál að einkunnir fig ber'st selnt og hafi áhrifá H afkomu nemenda sinna. Meðsekur í spillingunni Svarthöfði er sakbitinn. Hann hefur leitt hugann talsvert að spill- ingu í samfélaginu og hann hefur spurt sig áleitinna spurninga um ástæðurnar fyrir henni. Miklir og góðir vinir Svarthöfða hafa réttilega bent á að undirrótin að spillingu sé að sjálfsögðu óhófleg græðgi og stjórnleysi. Magnað að stjórnmála- menn geti verið stjórnlausir. Svarthöfði hallast að því að hann og almenningurinn í landinu séu ábyrgir fyrir spillingunni sem við- gengst í samfélaginu, stjórnkerfinu og æðstu opinberum embættum. Vinir Svarthöfða hafa spurt hann hví hann segi þetta. „Hvers vegna skyldi Svarthöfði forsætisráðherra ekki bera ábyrgð á eigin spillingu?" spyrja vinir Svart- höfða. Jú, vegna þess að hann fær að komast upp með spillinguna óá- reittur, eða því sem næst. Auðvitað eru alltaf einhverjir geðstirðir íjöl- miðlamenn sem ekki geta stillt sig um að hrekkja ráðherrann af ill- kvittni einni saman. En það sem máli skiptir er að þjóðin, almenn- ingur, Agnes Bragadóttir og Svart- höfði líka eru tilbúin til þess að hætta þessu þusi út í karlinn. Hann Hvernig heíur þú það? „Ég hef það bara helvlti flnt, “ segir Gísli Galdur Þorgeirsson, plötusnúður og slagverks- leikari með meiru.„Ég ætla bara að halda áfram að rokka," segir Glsli um áform sín næstu daga en hann er bæði að spila með hljómsveit sinni Trabantog svo ætlar hann að plötusnúð- ast við ýmiss tækifæri og á ýmsum stöðum. er ágætur og meinar vel og það er ekki honum að kenna að hann skuli eiga fyrirtæki. Svarthöfða varð hugsað til þess er hann var á ferðalögum um Suður- Ameríku. Hann dvaldi um skeið í Argentínu, hinu rflca landi silfurs og nautakjöts. Þar kveinkaði almenn- ingur sér mjög undan spilltum stjórnmálahöfðingjum sem ekki létu segjast. Þeir höfðu lofað öllu fögru fyrir síðustu kosningar en héldu áfram að vera spilltir, taka ákvarð- anir mengaðar af græðgi og undir- lægjuhætti. „Af hverju breyttist aldrei ástandið?" spurði Svarthöfði fólkið á götunni. Og fólkið í hinu vellauðuga og gerspiflta landi þar sem örfáir áttu afit svaraði: Það er svo erfitt að hætta þessari spfllingu. Hvað eigum við að gera þegar við getum ekki lengur borgað lögregl- unni svo hún láú okkur í friði? Svart- höfða leið skyndflega eins og hann hefði tekið þátt í svindli. Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.