Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 19
r*V Sport MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 19 Markahæstir í leikjunum tveimur gegn Hvít Rússum í undankeppni EM 2 Jaliesky Garcia Einar Hólmgeirsson Róbert Gunnarsson Ólafur Stefánsson Guðjón Valur 11 mörk 10mörk 9mörk 9mörk 9mörk íslenska handboltalandsliðið vann 12 marka sigur samanlagt út úr leikjunum tveimur gegn Hvít-Rússum í undankeppni Evrópumótsins í Sviss. Sóknarleikur ís- lands gekk vel í leikjunum og ógnunin kom frá mörgum stööum. Breiddin goö í sókninni Fimm leikmenn með ylir 4 mnrk í leik Það var íyrst og fremst fjöl- breyttur og skemmtilegur sóknarleikur sem tryggði ís- lenska handboltalandsliðinu farseðilinn á EM í Sviss 2006. íslenska liðið skoraði 67 mörk í leikjunum tveimur, mörkin dreifðust á menn í öllum stöð- um og skotnýtingin var 59% í leikjunum, þar af 64% úti í Hvíta-Rússlandi. Vömina þarf vissulega að laga en það var ekki leiðinlegt að horfa á leik ís- lenska liðsins á meðan sóknin gengur svona vel. Flestir leikmenn íslenska lands- liðsins voru að klára langt og strangt tímabil með þessum tveimur leikjum við Hvít-Rússa og eru því komnir í langþráð sumarfn'. Með þessum tveimur góðu sigrum hefúr íslenska liðið tryggt sér farseðilinn á sjöunda stórmótið í röð og lagt grunninn að áframhaldandi veru landsliðsins í hópi bestu handboltaþjóða. Sigurinn í seinni leiknum var í öruggum hönd- um nánast allan tímann, ísland komst strax í 2-0 og Hvít-Rússar voru síðast yfir í leiknum í stöðunni 9-8 um miðjan fyrri hálfleik. íslenska lið- ið leiddi með einu marki í hálfleik og komst mest fimm mörkum yfir í lok- in áður en heimamenn björguðu andhtinu og skoruðu tvö síðustu mörkin. ísland vann samtals 12 marka sig- ur í leikjunum en aðeins Frakkland (+26 gegn fsrael), Ungverjaland (+14 gegn Makedómu) og Norðmenn (+13 gegn Bosrnu) unnu stærri sigra í tíu leikjum undankeppninnar en það voru aðeins Ungverjar sem skoruðu fleiri mörk og það aðeins einu marki meira. Ólafur Stefánsson var markahæst- ur með ellefu mörk auk þess að gefa flestar stoðsendingar (13). Ólafur sýndi sniili sína þó bara í litlum skömmtum í þessum tveimur leikj- um og 5 af mörkum hans komu af vítalínunni. Ólafur skoraði 6 mörk með langskotum og nýtti 46% af skotum sínum fyrir utan. Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur með 10 mörk en þar af komu 8 marka hans úr hraða- upphlaupum. Guðjón Valur hefur reyndar oft nýtt færin sín miklu bet- ur, en aðeins 2 af 11 skotmn hans fóru rétta leið í uppsettum sóknum. Róbert Gunnarsson skoraði 9 mörk úr aðeins 11 skotum en 8 af mörkum hans komu af línunni. Jaliesku Garcia nýtti líka skotin sín mjög vel en hann skoraði 9 mörk úr 13 skotum. Garcia skoraði 5 mörk úr 8 langskotum en hann varði auk þess 8 skot í vöminni. Einar Hólmgeirsson var síðan fimmti leikmaðurinn til þess að skora yfir 4 mörk að meðaltali en hann skoraði 9 mörk úr 16 skotum. Einar fann sig ekki í fyrri leiknum þar sem aðeins 2 af 7 skotum hans fóru rétta leið en bætti það upp út í Minsk með því að skora 7 mörk úr aðeins 9 skotum. Einar skor- aði 8 marka sinna með langskotum þar sem hann nýtti 57% skota sinna. Snorri Steinn Guðjónsson spilaði skemur en áðurnefiidir fimm en nýtti skotin sína af- burðavel því sjö af 9 skot- um hans þöndu netmöskva hvít-rúss- neska marksins. Snorri átti auk þess 4 stoðsend- inga, fiskaði 2 víti og tapaði aðeins einum bolta. ooj@dv.is Svíar komust ekkl á Evrópumótið Svíar eru strax famir að kalla 19. júní 2005 svartan dag í sögu sænska handboltans en í fyrsta sinn í sögu HM og EM verður ekkert sænskt landslið með á slíku stórmóti. Svíar fóru með 5 marka sigur til Póllands í undankeppni EM, en það dugði ekki því Pólverjar unnu seinni leikinn í gær með sex marka mun 32-26. Pólverjar höfðu tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14, en Pólverjar unnu seinni hálfleikinn 16-12 og þar með einvígið með eins marks mun, 60-59. Svíar höfðu verið með á öllum stórmótum nema á tvennum ólympíuleikjum (1976 í Montreal og 2004 í Aþenu) og það er ljóst að eftir þessi slæmu úrslit gæti handboltinn átt erfitt uppdráttar í Svíþjóð á næstu árum. Svíar verða því ekki með á EM og það gæti líka orðið erfitt fyrir þá að komast inn á HM f Þýskalandi árið 2007 þar sem þeir gætu lent í vandræðum í undankeppnini verði þeir óheppnir með andstæðinga. ooj@dv.is Guðjón Valur Sigurðsson Flast fiskuð vítl: Snorrl Stelnn GuÖJónsson Guöjón Valur Slgurðsson Jaliesky Garcia Róbert Gunnarsson Flestum I Alexander Petersson Guðjón Valur S Jallesky Garda Flest varln skot Jaliesky Garcia Slgfús Sigurðsson Flestar fiskaöar t Róbert Gunnarsson Jallesky Garda 2 H * IH Tæ 2 Flestmörkr Elnar Hólmgeirsson Ólafur Stefán Jallesky Garcia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.