Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 10
7 0 MÁNUDAGUR 20. JÚNl2005 Fréttir DV Benedikt er frábær listamaður, metnaðarfullur og óborganlega fyndinn. Benedikt er sjúklega tapsár, hann stoppar ofstutt í heimsóknum, er óstundvís og óáreiðanlegur. „Hann er I einu orði sagt snill- ingur. Frábær listamaður og mikill baráttumaður, keppnisskapið í honum er ofsalega sterkt. Hann leyfir manni svo að finna þaö þegar hann er sáttur við eitthvað og er dug- legur við að hrósa manni. Hann gafmanni lykla að skápum sem maður vissi ekki að maður hefði aðgang að svo maður hljómi skáldlegur. Svo er hann auðvit- að óborganlega fyndinn. Gallar hans eru mun færri ef einhverjir en það má nefna að hann er sjúklega tapsár. Keppnisskapið getur llka verið galli því allt er gottíhófi." Guöjón Davíö Karlsson leikari. „Hann er hæfileikarikur, góður vinur, mjög skemmtlegur, heið- arlegur, einlægur og góð- ur. En varðandi ókosti hans þá get ég bara nefnt að hann fer alltafoffljótt úr heimsókn, stoppar alltofstutt fyrir minn smekk, mann langar alltafað fá meira afhonum." Halldóra Geirharösdóttir leikari. „Hann er Ijúfur og góður dreng- ur. Náttúrulega hörkugóður leik- stjóri. Svo er hann metn- aðarfullur og rosalega hæfileikaríkur auk þess að vera óvenju skemmti- legur. Varðandi gallana er hann óstundvís og óáreiðanlegur. Helst þyrfti hann að vera þrir menn til þess að gera allt sem hann þarfað gera." Jón Gnarr grinari. Benedikt Erlingsson er fæddur 31. maí áriö 7 969. Hann hefur starfað viö allar hliöar le'iklistar hvort sem þaÖ er I leikhúsi eöa kvikmyndum. Hann hefur leikið og leikstýrt og nú á dögunum vann hann leikhúsverö- laun Grímunnar fyrir bæöi leikstjórn og bestu sýningu en það var sýningin Draum- leikursem hann gerði í samstarfi viö leik- listarskólann. Ekkja Halldórs kærir frávísun Auður Laxness, ekkja nóbelskáldsins HaUdórs Laxness, hefur kært frávís- un Héraðsdóms Reykjavfk- ur til Hæstaréttar. Auður krafði Hannes um 2,5 millj- óna króna miskabætur og 5 milljón króna skaðabætur með dráttarvöxtum frá 23. desember 2004. í dómi hér- aðsdóms segir að í stefn- unni sé engin tilraun gerð til að rökstyðja fjárhæð miskabótakröfunnar, skaðabótakrafan sé „...al- gerlega vanreifuð af stefn- anda hálfu" og að ,,[f]jár- hæð kröfunnar sé algerlega úr lausu lofti gripin“, orð- rétt. í dóminum segir einnig að jafnvel þótt mál- inu hefði ekki verið vísað frá hefði málatilbúnaður Hannesar leitt til sýknu. Hrefna Kristmundsdóttir, ekkja Þorsteins Guðnasonar sem myrtur var á hrotta- legan hátt í Stóragerði að morgni 25. apríl árið 1990, tapaði ásamt sonum sínum Júlíusi Þorsteinssyni og Elí Þorsteinssyni miskabótamáli sem höfðað var gegn að- standendum Sannra íslenskra sakamála. í þáttaröðinni var fjallað um morðið og hversu miskunnarlaust það var. ÆtHngjar hins myrta ænr yfir frávísun háraðsdóms Atli Gíslason Lögmaður | fjölskyldunnar íhugar að kæra til Hæstaréttar. Guðmundur Helgi Svavarsson Ann i ar Stóragerðismorðingjanna. G engur nú laus ásamt Snorra Snorrasyni.__ Bensfnstöð ESSO í Stóragerðl Falleg- ur morgunn 25. april árið 1990 endaði með einu hrottalegasta morði síðari ára. „Þessi þáttur var gerður til þess að sýna að ekk- ert skiptir máli í leit að peningum fyrir næsta skammti," segir Sævar Guðmundsson leikstjóri. '»sð lasiis í meiningin að fara yfir strikið. Ég tel mig ekki hafa gert það,“ segir Sævar Guðmundsson, leikstjóri Sannra ís- lenskra sakamála. Dópistar í leit að peningum ^ Morðið í Stóragerði vakti mik- inn óhug og gerir enn í dag. Sævar i segir þáttaröðina snúast um for- j vörn og í þessu tilfelli var tilgang- urinn að sýna hvernig harð- ur heimur eiturlyfja getur haft miskunnarlaus áhrif. „Þessi þáttur var gerður til þess að sýna að ekkert, skiptir máli í leit að pen-1 ingum fýrir næsta i skammti,“ segir hann. „Við reyndum að sýna I hvað menn geta verið miskunnar- lausir gagnvart náunganum,“ segir Sævar, en annar morðingjanna þekkti lítillega þann látna. Hann hafði starfað með honum á bensfn- stöðinni og drukku þeir saman kaffi áður en hann var stunginn margsinnis með melspíru. I „Þessi saga var um glæpinn en ekki aðstandendur eða fómar- lambið sem slíkt," segir ■7. ^. Sævar. gudmundur@dv.is Stóragerðismálið Sviðsettar myndir ú r Sönnum islenskum sakamálum. Birtar með góðfuslegu leyfi leikstjóra. Melspíra Svona leit morðvopnið út sam- kvæmt þáttunum. Fórnarlambið var stungið margsinnis með melspirunni samkvæmt dómsskjölum. Gengur að hinum myrta Hér er sýnt þegar annar morðinginn gengur að fórnar- lambinu, eftir að hafa hent honum niður stiga, og stingur hann itrekað. Skilinn eftir Fórnariambið varskilið eftiri kjallara ESSO ÍStóragerði. Lögregla kom að manninum myrtum að morgni 25. april árið 1990. Fjölskylda Þorsteins Guðnasonar, mannsins sem myrtur var á hrottalegan hátt við bensínstöð ESSO í Stóragerði árið 1990, tap- aði miskabótamáli sem hún höfðaði gegn sjónvarpsdeild Ríkisút- varpsins og þrotabúi Brautarholts 8 á mánudag. Málið var höfð- að vegna umfjöllunar um morðið í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál. Aðstandendur þáttarins bera það fyrir sig að fjallað hafi verið um miskunnarleysi glæpamanna. Vegna atburðarásarinnar hafi verið nauðsynlegt að draga hinn látna inn í þáttinn. „Við emm ekki hætt," segir Atli Gíslason lögmaður fjölskyldunnar. Hún ihugar nú í samráði við lög- menn sína að kæra frávísun hér- aðsdóms til Hæstaréttar. „Fjöl- miðlar væm í ansi erfiðri stöðu ef hömlur yrðu settar á umfjöllun af þessu tagi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, einn framleiðenda þátt- anna. Fjölskyldan vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á lögfræðing sinn. Dómari hlustaði ekki Fjölskyldan krafðist þriggja millj- óna króna í miskabætur og var kröf- unni vísað frá á þeim forsendum að rökstuðningur fyrir miska þeirra væri ekki nægur. „Við töldum að dómarinn hlyti að skilja miska að- standenda mannsins eftir að hafa séð þáttinn sem um ræðir," segir Atli. Sigríður Ólafsdóttir héraðs- dómari taldi fýrirhggjandi rökstuðn- ing fyrir miska ekki nægan. „Það er afar vandasamt að meta andlegt tjón og við munum að líkindum kæra frávísunina til Hæstaréttar," segir Atli. Tjáningarfrelsið í húfi „Að sjálfsögðu fagna ég niður- stöðu málsins. Hún hefði vart getað orðið önnur í ljósi tjáningarfrelsis sem getið er um í stjómarskrá," segir Bjöm. Þátturinn var unninn eftir lög- regluskýrslum og dómsskjölum frá Hæstarétti. Fjölskyldan hafði vem- legar athugasemdir um sýningu og vinnslu þáttarins. Samkvæmt dóms- skjölum héraðsdóms fannst henni einkar óhugnanlegt að horfa ítrekað upp á sviðsetningu kvikmynda- gerðarmanna á morði fjölskylduföð- urins. „Ég vann þennan þátt eftir okkar bestu vitund og það var aldrei Á leið til Svíþjóðar í aðgerð Heyrnarskertur drengur styrktur Fyrir helgi efndi leikskólinn Gefnaborg í Garðinum fyrir söfiiun fyrir heyrnarskertan dreng í leikskól- anum. Drengurinn sem heitir Óðinn Freyr er á fýrsta ári og þarf að gang- ast undir aðgerð í Svíþjóð ef hann á að eiga von um að fá heyrn. Aðgerð- in er áætluð í sumar en það er dýrt fyrirtæki fýrir foreldrana að fara með drenginn út. Til að létta undir með fjölskyldu hans ákváðu börn og for- eldrar að leggja sitt af mörkum. Seldar vom kökur sem mæður og feður barnanna bökuðu og börnin sjálf seldu eigin listaverk. Allt seldist upp á skömmum tíma en ágóðinn sem ekki fara sögur af hve var mikill, var lagður inn á söfnunarreikning Óöinn Freyr á von um aö fá heyrn For- eldrarnir eru á leið til Svlþjóðar meðhanní aðgerð og því fylgir mikill kostnaður. 1192-05-300522 kt. 210103-2280 en enn er hægt að leggja inn á reikning- inn til styrktar litla drengnum. Margar hendur vinna létt verk. Kennarar í Landakotsskóla ekki sáttir við bjartsýni skólastjórnar Slá ryki í augu nemenda og foreldra Sjö kennarar við Landakotsskóla sendu frá sér yfrrlýsingu í síðustu viku þess efnis að enn ríkti mikið ósætti milli stjórnar skólans og kenn- ara, þvert á yfirlýsingu stjómarinnar sem send var til föreldra bama í skól- anum. I yfirlýsingu stjórnarinnar, sem undirrituð er af henni allri, kemur fram að allt sé með kyrrum kjömm innan veggja skólans og að umfjöllun fjölmiðla hafi skaðað og muni skaða ímynd skólans í framtíðinni. Einnig kemur ffarn í yfirlýsingunni að horft sé til framtíðar þar á bæ. Þessu mót- mæla kennarar harðlega í yfirlýsingu sinni og telja stjómina slá ryki í augu nemenda og foreldra í skólanum. Einnig em kennarar ósáttir við að stjómin æth ekki að beita sér til þess að fá bréf sem innihélt rógburð um kennara skólans og einn nemanda. Segir orðrétt íyfirlýsingunni: „Meðan svo er höfum við þungar áhyggjur af því að réttindi nemenda og starfs- manna verði áfram fótum troðin. “ gudmundur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.