Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. JÚNl2005 Fréttir DV Arabastöð með flottustu tækin Starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar al-Jazeera fögnuðu fyrir helgi nýju húsnæði sjónvarpsstöðvar- innar í Doha, höfúðborg Katar. Engu var til sparað við nýja húsnæðið og eru þar flottustu tæki og tölvur sem til staðar eru í sjón- varpi í dag. Þá er hússins vandlega gæft af her örygg- isvarða. Stöðin er níu ára gömul og hefur vaxið með hverju árinu sem h'ður. Stærsta rokk Kínasögu Kínverjar eru allir að verða opnari fyrir nýjum siðum. Eitt vígið fellur á næstunni en Kínverjar eru að skipuleggja stærstu rokktónleika sem ríkið hef- ur samþykkt. Þeir munu fara fram í Peking 1. júlí. Á sama tíma verður fyrsta rokkópera landsins frum- sýnd. Aðalstjaman á bakvið þessa tvo viðburði heitir Cui Jian. Hann ku vera guð- faðir Kínarokks, jafnt Bob Dylan, Bruce Springsteen og Eminem þeirra Kínverja. Norsk prins- essa skírð Sonja Noregsdrottning hélt á barnabarni sínu, Leah ísadóru, undir skírn á fimmtudaginn. Leah er fimmta í röðinni að krún- unni og þriðja barnabarn Sonju og Haralds konungs. Hún var skfrð í kapellunni í konimgshöllinni í Osló. Bin Laden í Pakistan Sendiherra Bandaríkj- anna í Afganistan segir Osama bin Laden og talí- banastjórann MuUah Omar ekki vera í Afganistan held- ur í Pakistan. Þetta sagði hann í kjölfar þess að tals- maður talíbana sagði síð- astíiðinn miðvikudag að þeir tveir væru lifandi og liði hreint ágætíega. Sendi- herrann sagði að niðurrif al-Kaída í Afganistan gengi ágætlega en enn væri langt í land. Bandaríkin veita hverjum þeim sem veldur því að þau nái í skottið á bin Laden 1.650 miUjónum króna. Hinn 58 ára gamli Marcus Wesson er mættur fyrir rétt í Fresno í Kaliforníu. Wesson er ákærður fyrir að drepa níu af börnum sínum og vilja yfirvöld fá hann dæmdan til dauða. Kviðdómur mun kveða upp úrskurð á miðvikudaginn. Mikil sorg Nágrannar fjölskyld- unnar hafa búið til minnismerki um fórnarlömb Wessons fyrir framan heimili þeirra ÍFresno. Kaliforníubúinn Marcus Wesson bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðarmenn hans. Furðulegt líf hans hefur ein- kennst af fjölkvæni og sifjaspelli. Réttarhöld standa nú yfir gegn honum í Fresno. Hann er ákærður fyrir að hafa drepið níu af börnum sínum, öll með skoti í gegnum augað. Hann á yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur. Sjö börn og tvær ungar konur fundust látin í rólegu hverfi í Fresno í Kaliforníu í mars í fyrra. Börnin og ungu konurnar tvær tengjast öll hinum 58 ára gamla Marcus Wes- , son en hann hefur eignast börn J með fjórum konum og oft á tíðum átt þrjár eiginkonur á sama tíma. Átti barn með dóttur sinni Ákæruvaldið er sannfært um að Wesson hafi myrt þessa níu ein- staklinga en þeir höfðu allir verið skotnir í augað. Það er þó á huldu hver tók raunverulega í gikkinn því verjandi Wessons heldur því fram að dóttir Wessons, hin 25 ára gamla Sebhrenah Wesson, hafi framið sjálfsmorð eftir að hún drap sjö systídni sín og eins árs gamlan son sem Marcus Wesson Ákærður fyrir að drepa níu af börnum sínum með skammbyssu. hún áttí með föður sínum. Var í húsinu Linda Morales, nágranni Wes- son-fjölskyldunnar, sagði að sér væri létt eftir að ljóst var að réttað yrði yfir Marcusi Wesson. „Hann var í húsinu þegar skotín heyrðust. Hann er ennþá á lífi en allir aðrir eru dánir. Ef hann skaut ekki sjálfur þá gerði hann í það minnsta ekkert til að hindra það,“ sagði Morales. Fieiri ákærur Marcus Wesson var ekki við eina fjölina felldur því hans bíða fleiri ákærur. Þær eru í fjórtán liðum og fjalla um kynferðislegt ofbeldi gegn ungum dætrum hans og frænkum. Wes- son er þó ekki einn í bar- áttunni því margir úr fjölskyldu hans styðja hann ennþá og grétu hástöf- Brjálæðingurinn Alain Robert klífur enn eitt háhýsið Spilavíti kostar klif kóngulóarmannsins Með auglýsingu á maganum Franski kóngulóarmaðurinn fær pening frá spilavlti á netinu til að klífa frægustu háhýsi veraldar. handtóku hann og fylgdu honum niður. Robert hefúr klifið um 60 af fræg- ustu háhýsum heimsins. Þeirra á meðal eru Petronas-tumamir í Malasíu, Eiffelturninn, Empire State og Sears-turninn í Chicago, sem er nánast óklífanlegur samfelldur gler- veggur. Spilavítið GoldenPalace.com sætir mikilli gagnrýni þessa dagana. Ástæðan er sú að forsvarsmenn þess borga franska kóngulóarmanninum, Alain Robert, fyrir að klífa frægustu háhýsi veraldar með auglýsingu fyr- irtækisins málaða á magann. „Okkur finnstþetta bara frábært. Alain sýnir hvað er hægt að gera þegar viljinn er fyrir hendi. Við vilj- um auglýsa á óhefðbundinn hátt og gefum lítíð fyrir þessa gagnrýni," segir Richard Rowe, forstjóri spila- vítisins. Róbert klifraði Cheung Kong Center-háhýsið í Hong Kong fyrir viku. Hann notaði engan aukabún- að frekar en venjulega, aðeins klifur- skó og duft á fingurna. Húsið er 62 hæða og 283 metra hátt. Það tók hann klukkutíma að komast upp. Þar biðu hans lögreglumenn, sem Það er þó á huldu hver tók raunveru- lega í gikkinn því verj- andi Wessons heldur því fram að dóttir Wessons, hin 25 ára gamla Sebhrenah Wesson, hafi framið sjálfsmorð eftir að hún drap sjö systkini sín og eins árs gamlan son sem hún átti með föður sínum. um þegar ákæran var lesin upp. Wesson sjálfur var rólyndið uppmál- að og lét ekkert hafa áhrif á sig. Kvið- dómur kemur saman á miðvikudag- inn og kveður upp dóm sinn. Hálfléleg opnun „Munch-safrúð án þessara tveggja mynda er eiginlega ekki Munch-safnið. En gestimir fá að minnsta kosti að skoða eftir- líkingaraf þeim," seg- ir Jorunn Christoffer- sen, forstöðu- maður Munch- safnsins í Ósló, sem verður opnað aftur á næstunni. Því var lokað í ágúst í íyrra, þegar bíræfnir þjófar stálu frægustu verkunum, Ópinu og Konu í blá- um kjól. Talið er að þau séu 1.300 þúsunda króna virði en ekkert hefúr spurst til þjófanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.