Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 20. JÚNl2005 Lífið DV SSsrSk! Glæsilegt nýtt sumarhús Davíðs Oddssonar og eiginkonu hans Ástríðar Thorarensen á jörðinni Móeiðarhvoli í Rangárþingi hefur vakið athygli Sunnlendinga. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið upp á síðkastið en í síðustu viku kláruðust framkvæmdir utanhúss. Fellur vel inn f landslagið við norðurhlið hússins hefur verið komið upp grasbakka og gróðursett tré þannig að i framtlöinni mun húsið varla sjást frá þessari hlið. Davíð og Ástríður í garðinumá17.júní f lok síðustu viku lauk utanhússfrágangi á sumarhúsi Davíðs Oddssonar og eiginkonu hans Ástríðar Thorarensen á Móeiðarhvoli 1 í Rangárþingi. Samkvæmt heimildarmanni DV héldu iðnaðarmenn sem unnið hafa við hús- ið reisugilli af því tilefni enda hefur verið mik- ill hraði á framkvæmdum síðan í vor. Jörðin sem nýja sumarhúsið stendur á er tæplega 40 hektarar með glæsilegu útsýni yfir Suðurland. Jörðina keyptu þau árið 1997 og samkvæmt Fasteignamati ríkisins er eignin skráð á Ástríði eina en húsið þeirra við Fáfnis- nes í Skerjafirði er skráð á Davíð. Davíð var í vinnugallanum þegar ljósmyndari DV kom við á Móeiðarhvoli á fösmdaginn. Hann vildi ekkert tjá sig um húsið enda var hann önnum kafinn við garðyrkjustörf. 50 sumarhús kæmust fyrir á jörðinni Jörðin er talsvert stór miðað við hefðbundnar sumarbústaðarlóðir sem venju- lega eru frá hálfum upp íeinn hektara. Þannig gæti Davíð hæglega komið fyrir fimmtíu sum- arhúsum til viðbótar á jörðinni, kærði hann sig um það. Stór hluti jarðarinnar er í góðri rækt en mönnum á svæðinu þykir ólíklegt að Davíð hyggist stunda búskap á jörðinni í framtíð- inni. Á jörðinni stóð fyrir rúmlega 20 fermetra hús sem hjónin hafa notað síðustu ár. Það verða því mildl viðbrigði fyrir hjónin þegar nýja húsið verður tilbúið en það er mörgum sinnum stærra en gamla húsið, líklega milli 100 og 200 fermetrar. Látlaus en smekklegur Davíð Davíð og Ástríður hafa verið fram- kvæmdaglöð síðustu ár en ekki eru nema fimm ár síðan þau byggðu sér glæsilegt 275 fermetra hús við Fáftíisnes 12 í Skerjafirðin- Si um. Óhætt er að segja að bæði hús Dav- íðs séu fremur látlaus og jafnframt smekkleg auk þess sem þau falla vel inn í umhverfi sitt. Sumarhúsið læmr lítið yfir sér frá veginum lfkt og lágreist húsið í Skerjafirði. Sumarhúsið rís þó hærra, er á tveimur hæðum með stór- brotnu útsýni af effi hæðinni. Húsið er á margan hátt nýtískulegt þó að það sæki skýr áhrif í íslenska húsagerðarlist fyni alda. Fellur vel inn í landslagið Torfþakið á húsinu hefúr þannig sterka skírskotun í íslenska burstabæi og þó að þak- ið rísi að mestu í eina átt má greina tilvísun í burstana þar sem skjólgrindur mæta þakinu Fagurkerar Davið og Ástríður kona hans eru miklir fagurkerar eins og húsið á myndinni ber gott vitni. Mikiö hefur verið lagt ígafiinn á húsinu og lítur það út eins og hvert annað fyrir- myndareinbýlishús. Langt frá því að vera sumarbústaðariegt. úr gagnstæðri átt og mynda þannig greini- legar úth'nur bursta. Torfþaldð gerir það að verkum að húsið fellur vel inn í landslagið, þannig að erfitt er að greina það úr fjarlægð auk þess sem það sýnist vera mun minna. Til þess að gera húsið enn ógreinilegra hefur grasbakki verið reistur fyrir aftan húsið þannig að það rennur enn betur inn í lands- lagið. Auk þess hafa tré verið gróðursett við norðurhhðina þannig að fúllvíst er að húsið mun á næstu árum falla fúllkomlega inn í landslagið og verða þannig nánast ósýnilegt frá veginum úr norðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.