Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 23
p DV Sport Fögnuður Robinho fór á kostum gegn Evrópu- meisturum Grikkja í Álfukeppninni og fagnar hér marki slnu I ieiknum ásamt Kaká, leikmanni AC Milan. NordicPhotos/AFP Brasilíski leikmaðurinn Robinho er eftirsóttur enda gríðar- lega hæfileikaríkur leikmaður þar á ferð. Hann hefur yfir ótrúlegri tækni að búa og er sannkallaður listamaður. Robinho, brasilíska undrabarn- ið, sýndi og sannaði hvers hann er megnugur þegar Brasilía gjörsigr- aði Evrópumeistarana frá Grikk- landi 3-0 f Álfukeppninni í Þýska- landi á fímmtudag. Hann skoraði annað mark Brasih'umanna í leikn- um og var óheppinn að skora ekki fleiri, hann átti ekki í vandræðum með að leika sér að grfsku vamar- mönnunum, en það má fasdega reikna með því að þessi frammi- staða sé aðeins upphafið að vel- gengni þessa 21 árs leikmanns á fótboltavöllum Evrópu. „Robinho er sannkallaður töffa- maður með boltann, hefur yfirnátt- úrulega hæfileika. Ég hef rætt við hann og veit að hans vilji er að spila í Evrópu og ég hef þegar hvatt stjórnarmenn Inter til þess að kaupa hann.“ sagði brasilíski sóknarmað- urinn Adriano, sem leikur með Inter Milan á Ítalíu. Robinho er líklega á förum frá liðinu Santos í heimaland- inu mjög bráðlega. Saga hans er dæmigerð fyrir brasih'skan knatt- spymumann. Hann ólst upp í fátækt en hann fjölskylda hans hefur efhast mjög á hans hæfileikum. Real Madrid líklegast Flest af stærstu liðum Evrópu hafa sýnt áhuga á Robinho, en langmestar lfk- ur virðast vera á því að hann fari til spænska liðsins Real Madrid og hann hefur lýst yfir dálæti sínu á félaginu. „Ég er gríðarlega stoltur af því að lið eins og Real Madrid hafi áhuga á mér. Það gerir mig rosalega stoltan og ég þakka Guði fyrir, hann einn veit hver áfangastaður minn verður. Mér h'ður vel hjá Santos og þegar sá tími kemur að ég þarf að velja þá mun ég taka þá ákvörðun sem hentar fjöl- — skyldu minni best. Þegar ég hugsa um að ganga til liðs við Real Madrid þá fæ ég mjög ánægjulega til finningu, ég hef heyrt svo góðar sög- ur af liðinu. Ég hef séð það spOa og ef ég fæ að leika með þessu hði þá hefur draumur minn ræst." sagði Robinho, en hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea, Arsenal, Manchester United, AC MUan og Barcelona Ókostir frægðarinnar Goðsögnin Pele lék á sínum tíma með Santos. Hann sá Robinho fyrst 1999, þegar hann var 15 ára gam- all, og sagði í sjónvarpsviðtali að þessi strákur myndi verða stór- stjarna. Frægðin hefur þó sína ókosti og því hefur Robinho svo sannarlega fengið að kynnast. Undir lok síðasta árs var móðir hans í haldi mannræningja í 41 dag. Robinho hélt blaðamannafund þar sem hann bað fjölmiðla vinsam- legast að fjalla ekki um málið og bað lögregluna um að draga sig í hlé því hann ætlaði sjálfur að sjá um þetta mál. Þessi hernað- aráætlun hans virkaði svo á end- anum. „Það er sannkahaður fjársjóður að geta notað leikmann með svona persónuleika og hæfileika," sagði Carlos Alberto Parreira, landsliðsþjálfari Brasihu, eftir sigurinn á Grikkjum. „Hann er ungur og á margt eftir ólært en við eigum ekki eftir að þurfa að bíða lengi eft- ir því að hann verði lykUmaður í byrj- unarliði okkar." elvar@dv.is Éngin sumarstúlka í þessu tölublaði. kemur út alla föstudaga verð kr. 300 fylgstu með! I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.