Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2005, Blaðsíða 18
78 MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ2005 Sport DV Aðeins sjö þjóðir hafa verið með á sjö síðustu stórmótum í handboltanum og ísland er eitt þeirra eftir ^strákarnir okkar náðu sögulegum áfanga í Minsk í Hvíta Rússlandi um helgina. Islenska landsliðið í úrvalshópi Meistarar Inn á topp 6 Fyrir neðan 10 HVAÐ ÞÝÐA LITIRNIR Hér fyrir neðan má sjá saman- burð á þeim þjóðum sem hafa komist á flest stórmót frá 2001. íslenska handboltalandsliðið náði sögulegum árangri um helgina þegar það tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Sviss. Þetta verður sjöunda stórmótið í röð þar sem íslenska liðið verður meðal þátttakendá, en íslenska lands- liðið hefur ekki misst úr stór- mót síðan á ólympíuleikunum í Sydney. Síðan í Sydney fyrir fimm árnm hefiir ísland verið með á þremur Evrópumótum (mótið í Sviss meðtalið), þremur heimsmeistara- keppnum og svo á ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska landsliðinu í handbolta á þessum tíma, en hvernig sem niðurstaða stórmótanna hefur orðið hefur liðið alltaf verið með og það er mjög þýðingarmiJdð fyrir íslenskan handbolta. Það er allt annað en sjálf- gefið, enda er keppnin gríðarlega hörð að komast í úrslit á Evrópumót- unum, heimsmeistaramótunum og ekki síst inn á ólympíuleikana. Eins og sést hér á töflunni fyrir neðan eru það ekki margar þjóðir sem geta státað af sama árangri og íslenska liðið síðustu fimm ár og allar eiga þær sameiginlegt að vera taldar vera meðal virtustu handboltaþjóða heims. ísland er því í úrvalshópi. Það hefur mikið verið talað um gullaldarlið íslands sem komst í 6. sætið á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og á HM í Sviss tveimur árum seinna og vann síðan B- keppnina 1989, en það fið fór á sex stórmót í röð á árunum 1Ö84-1993. Á síðasta móti var þó stærsti hluti liðsins hættur. Nú hefur met þessa liðs fallið fýrir nýju gullaldarliði íslands sem jafiiframt gengur í gegnum mikla endumýjun þessi misserin. Það verða því líklega aðeins tveir leikmenn með á EM í Sviss sem hafa verið með á öllum þessum sjö stórmótum - Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. ooj@dv.is Þjóðir á flestum handboltastórmótum frá 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.